Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1977, Síða 26

Læknaneminn - 01.11.1977, Síða 26
um. Þetta stendur vonandi eiltlivað til bóta með tilkomu nýju námsbrautarinnar í sjúkraþjálfun við Háskóla Islands og auknu plássi fyrir endurhæf- ingu í geðdeild Landspítalans sem nú er í smíðum. Það verður þó einhver bið á því að þetta hvort tveggja komi í gagnið og skortur á iðjuþjálfum verður ekki leystur fyrr en við förum að mennta okkar iðjuþjálfa sjálfir. Bæklunarlækningardeild Landspítalans, með 33 rúmum, er alltof lítil og skiptir hiðin eflir liðað- gerðum mánuðum og árum, sem er auðvitað algjör- lega óforsvaranlegt og raunar ómannúðlegt að ætla gigtsjúku fólki að bíða svo lengi eftir aðgerð sem sannanlega liefur bætandi áhrif. Þetta er meiriháttar vandamál, sem verður ekki leyst nema með því að fjölga rúmum ortopediunnar. Ég tel þetta eilt af brýnustu málum af mörgum á sviði heilbrigðisþjón- ustunnar sem þarf að leysa nú á næstunni. Vísimlarannsóhnir á ffifft Einn megintilgangur Gigtarársins er að hvetja lil aukinna vísindarannsókna á gigtsjúkdómum. Það hefur verið bent á það áður að skammarlega litlum fjármunum sé varið til vísindalegra rannsókna í þessari grein læknisfræðinnar. Það er skoðun flestra að ónæmisfræðin eigi eftir að leysa gátu margra gigtsjúkdóma og flestar vís- indalegar rannsóknir á þeim eru háðar aðstöðu til ónæmisfræðilegra rannsókna. Sindurtelj arinn, sem Gigtarfélag Islands ætlar að gefa Landspítalanum, mun því vafalítiö verða hvati til aukinna vísinda- rannsókna á þessu sviði hér heima. Þrátt fyrir aöstöðuleysið höfum við ekki setið al- veg auðum höndum. Gigtsjúkdómafélag íslenzkra lækna var strax og það var stofnað umræðuvett- vangur fyrir gigtarmálefni. Þegar Hjartavernd hóf svo hópskoðun sína fyrir 10 árum síöan, leitaði Gigtsjúkdómafélag íslenzkra lækna eflir samvinnu við Rannsóknastöð Hjartaverndar um faraldsfræði- lega rannsókn á gigtsjúkdómum á Islandi og hefur félagið notið styrks úr Vísindasjóði íslendinga til þessa verkefnis. Rannsóknir þessar beinast aðallega að tíðni vissra einkenna gigtsjúkdóma svo sem lið- verkja og gigtarþáttar (rheumatoid factor), sam- bandi þeirra á milli og horfum þeirra sem hafa þessi einkenni. Starfshópurinn, sem vinnur að þessum 1 P lo rannsóknum og saman stendur af læknum úr mis- munandi sérgreinum, tölfræðingi og sænskum epi- demiolog, próf. Erik Allander, hefur birt niðurstöð- ur rannsóknanna jafn óðum á gigtlæknaþingum og ráðstefnum faraldsfræðinga og skrifað greinar í læknisfræðitímarit.0,110’11’12’13 Á Gigtarári standa vonir til að þriðja og síðasta áfanga hópskoðunar- innar ljúki í Rannsóknastöð Hjartavendar, en þá er samt heilmikil vinna eftir og vantar okkur ungan og duglegan lækni eða læknanema til samstarfs. Á Norræna gigtlæknaþinginu í Reykjavík í fyrra, hlaut Alfreð Árnason, deildarstjóri í erfðarann- sóknadeild Blóðbankans, vísindastyrk Astra-Syntex lyfjafyrirtækisins í Svíþjóð til erfðarannsókna á gigtsjúkdómum. Samstarf var þá þegar hafið milli Blóðbankans og lyflæknisdeildar Landspítalans á þessu sviði og hefur það verið snar þáttur í öllum rannsóknum okkar á Gigtarári. Þær byggjast á því nýmæli að ákveðin gigtarafbrigði fylgja ákveðnum vefjaflokkum (HLA-flokkum), sem erfast eftir þekktum erfðareglum. Niðurstöður þessara rann- sókna leiða í ljós að algjör fylgni er með einu gigt- arafbrigðinu, spondylitis ankylopoietica og ákveðn- um vefjaflokki HLA B-27 og önnur afbrigöi hafa mjög sterka fylgni við vefjagerð.14 Rannsóknir á ættum hafa sýnt að staðsetja má viðkomandi erfðavísi all nákvæmlega. Ættarrann- sóknir á sviði sjúkdómaerfðafræði er hægt að stunda betur á íslandi en í flestum öðrum löndum vegna hins almenna ættfræðiáhuga í landinu og góðrar skrásetningar. 1 framtíðinni munum við ein- beita okkur að ættarrannsóknum á vefjaflokkum og öðrum ónæmiserföamörkum og teljum að þær rann- sóknir munu auka skilning á eðli þessa flókna sam- spils erfða og sjúkdóma. Á þessu sviði getum við lagt þyngri lóð á vog þekkingarinnar en margir þeir sem stærri eru. 1 fyrra var könnuð tíðni „Rauðra úlfa“ (lupus erythematosus disseminatus) á íslandi og voru nið- urstöður kynntar á Norræna gigtlæknaþinginu og síðar birtar í Læknanemanum á Gigtarári.15 Rann- sóknir á hryggikt (spondylitis ankylopoietica)10 og Reiter’s sjúkdómi17 og reyndar fleiri gigtarafbrigð- um eru nú í gangi. Á Norræna gigtarlæknaþinginu í fyrra var skýrt frá athyglisverðum rannsóknum á aukaverkunum gigtarlyfsins Naprosyn.18 LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.