Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1977, Page 28

Læknaneminn - 01.11.1977, Page 28
Sjúkratilfelli Tryggvi Ásmuncðsson læknir 1 þessu tilfelli munum við fjalla um vandamál drengs, f. 21. október 1961. Heilsujar í æsku var gott. Af barnasjúkdómum fékk hann hettusólt og hlaupabólu. Frá 8 ára aldri hefur hann öðru hvoru verið hlóðlítill (vesæll, föl- ur og með „afar lágt“ Hb), og hefur öðru hvoru tek- ið járntöflur með góðum árangri. Hann hefur stund- að sjóinn á sumrin frá 9 ára aldri með föður sínum og er yfirleitt mun hraustari þá en að vetri til. Hann hefur engar kvartanir eða einkenni frá meltingar- vegi, þvagfærum eða stoðkerfi. Sjúklingurinn á dúf- ur. ] desember 1973 lagðist hann inn á F. S. A. með takverk og hita (37,8° C). Á röntgenmynd af lung- um sáust infiltröt lateralt neðarlega í hægra lunga og blóðhagur sýndi 9,1 gr% í hb. 29% hct og 49 mm í sökk. Sjúklingur var talinn hafa bronchopneu- moniu og meðhöndlaður með penicillinsprautum og járntöflum og útskrifaðist eftir 2 vikur við góða heilsu, sökklaus, með hrein lungu á röntgenmynd og 10,2 gr% hb. í ágúst 1974 veiktist hann á ný á svipaðan hátt og aftur seinna um haustið, en þá var það talið bronchitis og lagaðist við sýklalyfjameð- ferð. Þann 20. júní ’75 kom sjúklingur á Vífilsstaða- spítala. Hann hafði þá verið slappur og með hósta í mánuð og hafði 2 dögum fyrir innlögn mælzt með tæplega 40° hita. Mantoux hafði verið neikvæður í apríl ’75, en var orðinn jákvæður við innlögn. Skoðun sýndi hávaxinn, mjög grannan 14 ára gamlan dreng, sem virtist dálítið astheniskur. Hann var ekki veikindalegur að sjá, en dálítið rjóður í andliti. Slímhúðir í munni og koki voru talsvert föl- ar. Við hlustun heyrðust fín slímhljóð yfir öllu hægra lunganu, minnkuð öndun jieim megin og meðalgróf slímhljóð apicalt í b. lunga. Að öðru leyti var skoðun neikvæð. Blóðþrýstingur mældist 120/ 80 og púls var 106/mín. Rannsóknir: Blóðhagur sýndi 52 mm í sökk, 10,2 gr% hb., 31% hct, MCHC var 32,6 gr/100 ml., hvít blóðk. töldust 12.800/mm3 (þar af stafir 10%, seg- ment 63%, lymphoc. 21% og monoc. 6%) og í blóðstroki sást anisocytosis og hypochromasia. S-járn mældist 37 microgr% (eðlilegt 56-184) og járnbindigeta 380 microgr% (eðlilegt 230-340). Rtg. thorax þ. 20. 6. sýndi íferðir, einkum basalt og medialt, að nokkru leyti runnar saman (confluer- andi) í h. lunga. V. lunga var hreint. 23. 6. og 27. 6. sást minnkun á íferðum, en ennþá grófstrengjótt lungu. Almenn hrákaræktun sýndi eðlilega munn- flóru, lítinn vöxt. Berklaræktun og leit að sýruföst- um stöfum í smásjá var hvort tveggja neikvætt þris- var. Blóð í hægðum var neikvætt í 3 sýnum. Blæð- ingarstatus (blæðingartími, coagulationstími, PTTK, quicktest, thrombotest), helztu gigtarpróf, s-creat., s-electrolytar, s-bilirubin, GOT, s-haptoglobulin og s-immunoglobulin voru eðlileg og einnig var al- mennur þvagstatus, Coombs direct próf, kulda ag- glutinations próf, antinuclearfactor og LE-frumu- leit, allt neikvætl. LDH mældist 103 AmE/ml (eðli- legt 4T-88) við komu en lækkaði niður í 88 AmE eftir viku. Alk. fosfatasi var 230 AmE/ml, s-electro- foresa sýndi relativa hypoalbuminaemiu (34,4%, eðlilegt 49-62%) og vægt hækkað Alfals Alfa2 og Gammaglobulin. EKG sýndi reglulegan sinus gang og raföxul -r- 30°. Antistaphylococca titer var minna en 1, antistreptolysin 0 titer 333 ein. (hafði verið 250 ein. á F.S.A. 1973) og titer fyrir adeno- virus og mycoplasma héldust báðir óbreyttir (%2 og %) við tvær endurteknar mælingar með 11 daga millibili. Hver er sjúkdómsgreiningin og hverjar eru helztu mismuna greiningar? Hver er orsök blóðleysisins? Hvernig er hægt að staðfesta sjúkdómsgreining- una? 20 LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.