Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1977, Qupperneq 32

Læknaneminn - 01.11.1977, Qupperneq 32
Um 2. driö Líffœrafrœði Líffærafræðikennslan á 2. ári fer fram á svipaðan hátt og á 1. ári. 1 framhaldi af anatómíu útlima og bols er farið í haus og háls á fyrra missiri, en ein- stök líffæri og fyrirkomulag þeirra á síðara missir- inu. Jafnframt þessu er kennd neuroanatómía og histólógía. Kennslan er bæði munnleg og verkleg og lýkur báðum þessum hlutum með prófi. Eins og nýorðnir annars árs nemar væntanlega hafa áttað sig á, þá er fyrirlestra messuformið engan vegin hin fullkomna kennsluaðferð, þ. e. sumir fyrirlestrar góðir, aðrir sæmilegir og einstaka hreint fráleitir. Hvað varðar munnlegu kennsluna í líffærafræðinni má segja að hún hafi verið tiltölulega góð, fyrirlestrar flestir góðir og sumir mjög góðir. Þetta með mjög góðu fyrirlestrana á þó sérstaklega við um neuróanatómí- una og histólógí'ina. Makróanatómían var kennd af tveimur kennurum og kennslan því á tvennan hátt. Kennsla Hanresar Blöndal var tiltölulega aðgengi- leg, en fyrirh ■ trar Bjarna Konráðssonar þess eðlis, að af þeim var lítið gagn nema menn hefðu undir- búið sig sérstaklega fyrir hvern tíma. Almennt var fólk sammála um að slíkt fyrirkomulag hentaði ekki. Um verklegu kennsluna er ekki annað að segja en það að hún var góð. Um val á kennslubókum er einnig lítið að segja. I histólógíu nefnir kennsluskráin hók þeirra Leeson- tvíburanna, og í neuróanatómíu er um að ræða ágæta bók eftir M. L. Barr, en báðar eru þessar bæk- ur ágætar til síns brúks. í anatómíunni hafa þeir fé- lagar Lockhart og Woodburne öðlazt trygga aðdá- endur hvor um sig, sem ekki mega heyra sínum manni hallmælt án þess að reiðast. Vegna þessa verður ekki tekin afstaða til gæða bókanna hér, enda eru báðar líklega nauðsynlegar (þó er Lock- hart nú líklega betri). Að lokum skal annars árs nemum bent á nokkur atriði í sambandi við kennsluna og skipulag hennar, sem annars árs nemum síðasta árs þótti ábótavant: 1) Krefj a kennara um skipulega fyrirlestraskrá, þ. e. hvað verður farið í í hverri kennslustund og hvenær verður hún. Að vísu lét Bjarni Konráðsson okkur hafa svona skrá, en Hannes brást. 2) Að áætlanir um fyrirlestrafjölda og dagsetn- ingar standist svona nokkurn veginn, en á þessu varð töluverður misbrestur í fyrra. 3) Að það safn skyggna, sem notað var við de- monstrationir í histólógíunni, verði bætt og aukið. Einnig væri ekki ónýtt að hafa aðgang að preparötum ýmis konar og líkönum í ma- króanatómíunni. 4) Að reynt verði að samhæfa kennsluna í neuró- anatómíunni fýsíólógíu taugakerfisins, en þetta er mál sem e. t. v. er í gangi þegar þetta er skrifað? Eflaust vildu ýmsir bæta einhverju við þetta, en hér er punktur. Helgi Örn Jóhannsson. Lífefnafrœði Þegar læknanemar hefja nám í lífefnafræði á öðru ári standa þeir frammi fyrir þeim vanda, að ekki er mælt með neinni sérstakri kennslubók, en bent er á nokkrar. Ekki er æskilegt að nemendur velji sér eina kennslubók til lestrar. Eins og kennslu er háttað, er nauðsynleg að eiga aðgang að 3 af 4 uppgefnum kennslubókum. Þessi skoðun mín er byggð á því, að hinar ýmsu kennslubækur falla mjög mismunandi vel að fyrirlestrum hinna einstöku kennara. Þetta er 24 LÆKNANEMINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.