Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1977, Page 33

Læknaneminn - 01.11.1977, Page 33
ffijög bagalegt fyrir stúdenta, bæði hvað varðar lestrarþol þeirra og fjárhagsgetu. Ef kennarar sam- ræmdu betur kennslu sína innbyrðis og gæfu fyrir- lestra sína út fjölritaða, er líklegt að kennslubókum fflætti fækka, en lífefnafræðilega þekkingu lækna- stúdenta auka. Um kennslu hinna ýmsu kennara og val námsbóka er þetta helzt: Baldur Símonarson flutti vel undirbúna fyrir- lestra og gaf í upphafi sæmilegt yfirlit um efni þeirra. Eg ráðlegg mönnum hiklaust að lesa kennslu- bók Stryer um efni fyrirlestra Baldurs. Kennsla Davíðs Davíðssonar prófessors er sér- stök að því leyti, að hún er bæði óskipuleg og óskýr. Kennsluna tengir hann hins vegar klíniskum þáttum fremur en aðrar kennarar, og er það kostur. Elín Olajsdóttir flutti vel undirbúna fyrirlestra og gaf út mjög nákvæmt yfirlit um efni fyrirlestr- anna. Stryer er sennilega hagkvæmust til lestrar í viðfangsefni Elínar. Þó skildu menn lesa hana með hliðsjón af fyrirlestrunum, því fjallað er um lilraun- ir í Stryer, sem Elín minnist ekki á. Lehninger er alltof nákvæmur og yfirgripsmikill í þessum hluta. Hörður Filippusson flutti vel undirbúna og skýra fyrirlestra. Idann hefur einnig þann góða vana að gefa út fjölrit um efni fyrirlestranna, nokkuð sem allir kennarar mættu taka upp. Kennslubók Lebn- ingers fellur án vafa bezt að fyrirlestrum Harðar, en einnig mætti nota Conn & Stumpf. Stryer er bins vegar engan veginn fullnægjandi. Ekki er ástæða að hræðast stærð bókar Lehninger, því að fyrirlestrar Harðar gera hana fljótlesna og auðskilda. Þorvaldur Veigar Guðmundsson flutti mjög vel undirbúna og skýra fyrirlestra, sem hafa sérstöðu að því leyti, að hægt er að komast mjög langt með því að lesa þá eingöngu. En megingalli við fyrir- lestra allra þeirra, sem á undan eru taldir er, að rétt er tæpt á efninu. Fyrirlestrar þeirra ná því aldrei mikið lengra en að þjóna sem lestrarskema. Er þetta að vísu nokkuð mismunandi eftir kennurum, og verstir bvað þetta snertir eru fyrirlestrar E. 0. um kjarnsýrur og próteinsmíð. Undirritaður teldi það til bóta í þessum efnum að fjölga fyrirlestrum, og þá á kostnað meira og minna gagnslausra verklegra tíma. Þorvaldur gefur ekki út nákvæml yfirlit yfir fyrirlestrana, en það skaðar ekki svo mikið, þegar fyrirlestrar eru mjög fullnægjandi. Síðasta vetur var vinsælast að lesa plasmaprótein í Harper, en hor- món í Guyton. Arangur í prófinu síðasta vor var mjög lélegur. Fall var 20-30% og einkunnir lágar. Má leita á- stæðna hjá bæði kennurum og nemendum. Bogi Andersen. LífcSl isfrœði Kennarar í lífeðlisfræði veturinn 1976-77 voru prófessor Jóhann Axelsson, er kenndi aðallega raf- lífeðlisfræði og um slétta vöðva, Sigurður Friðjóns- son lektor, er kenndi um þverrákótta vöðva, skyn- færi og taugalífeðlisfræði, Stefán Jónsson leklor, er kenndi um hjarta, blóðrás, öndun, nýru, vatnsbú- skap og meltingu. Kenndu Jóhann Axelsson og Sig- urður Friðjónsson fyrri hluta vetrar til jóla, en Stefán Jónsson síðari hluta vetrar til vors. Mótaðist kennslan mjög af hverjum kennara fyrir sig, og verður gerð grein fyrir því hér á eftir. Þungamiðjan í kennslu Jóhanns Axelssonar var marklýsing, að mestu byggð á spurningaformi og var þannig reynt að takmarka námsefnið við öll þau atriði er hann krafðist kunnáttu um. Eiginlega fyrir- lestra flutti hann ekki, heldur fóru tímar bans í um- ræðu um einstök atriði eða spurningar marklýsing- arinnar. Undirrituðum fundust umræður Jóhanns Axels- sonar skemmtilegar áheyrnar, en á skorti að yfir- ferðin væri kerfisbundin og leiddi það oft til endur- tekningar sömu atriða, en önnur gleymdust. Hug- mynd Jóhanns Axelssonar um nákvæma afmörkun námsefnis með marklýsingu var að okkar dómi mjög góð, en hins vegar nýttist hún ekki sem skyldi þar eð úrvinnsla hennar var of tímafrek og gáfust flestir fljótlega upp á slíkum vinnubrögðum. Hug- myndir Jóhanns Axelssonar um ,,akademisk vinnu- brögð“, þ. e. aðdrátt heimilda og gagnasöfnun úr ýmsum áttum henta illa læknanemum á öðru ári, þar sem tileinkun mikils efnismagns á skömmum tíma er óhjákvæmileg og æskilegasta .kennsluformið væri skipulegir fyrirlestrar með áherslu á aðalatriði. Kennslan mótaðist mjög af vinnu Jóhanns Axels- sonar sem vísindamanns í lífeðlisfræði, og var náms- LÆKNANEMINN 25

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.