Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1977, Qupperneq 34

Læknaneminn - 01.11.1977, Qupperneq 34
efnið nánast einskorðað við hans eigið áhugasvið. Af þessum sökum var of miklum tíma eytt í nokkur afmörkuð efnisatriði og kom það niður á námsefn- inu í heild. Mætti stytta yfirferð hans um tvær vikur að mínu mati. Nauðsynlegt er að sækja fyrirlestra og umræðufundi þar eð engin ein bók tekur til alls námsefnisins. Heppilegt er að lesa alla bók Miles strax fyrstu dagana og verður Jóhann Axelsson auð- skildari fyrir vikið. Einnig verður að styðjast við Guyton og Ganong og fannst mér Ganong fremri Guyton í þessum hluta. Umræðufundir Jóhanns Ax- elssonar voru mjög gagnlegir, ekki sízt fyrir þá á- herzlu er hann lagði á að kynna gömul prófverkefni. Kennsla Sigurðar Friðjónssonar var viðunandi sem slík. Fyrirlestrar voru vel undirbúnir og dugðu jafnvel einir sér til prófs. Hann lét þó ekki í té fyr- irlestraskrá og inngangur hans að fyrirlestrum var stundum óljós, svo að erfitt var að átta sig á um hvað átti að fjalla hverju sinni. Skorti lestrarefni til frekari útfærslu á fyrirlestrunum, þar sem bækur Guytons og Ganongs, svo og fjölrit Sigurðar tóku ekki til alls námsefnisins. Bók Eccles gegndi litlu hlutverki. Frá sjónarmiði okkar nemenda þótt val Sigurðar á námsefninu misráðið þar sem við töldum að mik- ill hluti þess væri ekki í beinum tengslum við síðari hluta læknanámsins, má til dæmis neína yfirferð urn svaranir fruma við hljóðáreitum í nucleus cochlearis og byggingu næmissviða einstakra fruma í sjónkerf- inu. Umfjöllun um svo akademisk atriði í undir- stöðukennslu hlýtur að rýra gildi lífeðlisfræðinnar fyrir námið í heild og torvelda nemendum síðar í náminu. Okkur hefði þótt eðlilegra, að taugalífeðlis- fræðin hefði verið samræmd kennslu í líffærafræði taugakerfisins að miklu leyti, með tilliti til kennslu í taugalæknisfræði. Fyrirlestrar Stefáns Jónssonar á vormissirinu voru vel undirbúnir og áheyrilegir. Féllu þeir vel að hugmyndum okkar nemenda um klíniska áttun. Af- markaði hann námsefnið með atriðaskrá í hverjum efnisflokki og markaði hún góða grind til lesturs Guytons, en sú bók var algjörlega lögð til grund- vallar kennslunni. Væri því öllum ráðlegast að lesa Guyton í Stefáns hluta. Megingalli hennar er þó ó- þarfa orðagjálfur, en það venst við hverja yfirferð og er þá hókin fljótlesin. Útkoman úr vorprófinu var mjög góð quod vit- am. Þótti það sanngjarnt að undanskildum rétt- rangt yrðingunum. Oánægja var þó nokkur með eina spurningu varðandi stjórnun á blóðþrýstingi, því kennari hafði véfengt réttmæti hluta þeirrar kenningar er um var spurt á prófinu og lagt litla áherzlu á hana í yfirferð. Þegar þetta er ritað er kennslan í lífeðlisfræðinni ennþá óákveðin og ekki séð fyrir endann á hugsan- legum breytingum á þessum vetri. Finnbogi Jakobsson. „Worst case oj diarrhea Vve ever seen“. 26 LÆKNANEMINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.