Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1977, Qupperneq 42

Læknaneminn - 01.11.1977, Qupperneq 42
Lítum nánar á kennsluna í einstökum greinum: I kennslunni í húð- og kynsjúhdómafrœði er beitt mjög skynsamlegri og jafnframt sjaldséðri kennslu- aðferð. Kjarni kennslunnar felst í því aS sýna „skyggnur“ (slicles) af þeim sjúkdómum, sem kynna á. Eru þetta í flestum tilvikum sjúklingar, sem fyrir- lesari hefur sjálfur greint og meShöndlaS, og getur því á mjög lifandi hátt miSlaS af þekkingu sinni og reynslu í viSkomandi sjúkdómum. LítiS sem ekkert er um, aS stúdentar þurfi að hripa niSur langloku- legar upptalningar af töflu. — Þær raddir heyrSust meSal stúdenta, aS í kennsluna skorti festu og skipu- lag, en líklegra er, aS þar komi til aS stúdentar eru óvanir slíku kennsluformi og aS þeir hafi fundiS til óöryggis, þegar þeir áttu ekki fulla glósuhók staS- reynda, er upp var staSið. Kennslubók sem mælt var meS „Lecture Notes on Dermatology“, eftir Bethel Solomons, er mjög „þurr“ og leiðinleg aflestrar. I henni eru fáar myndir, annað hvort svart-hvítar eða lélegar lit- myndir. Tillögur til úrbóta: Kennslubk í þessu fagi á fyrst og fremst að vera myndabók (%) og texti e. t. v. þriðjungur. „Dermotology“ e.Fryer ágæt málamiSl- un, ekki mjög dýr (5-6000), en samt prýdd sæmileg- um myndum og texti er í hæfilegu magni. ÞaS kvað nefnilega vera galli við góðar kennslubækur í þess- ari grein, að þær eru dýrar. HúS- og kynsjúkdómar eru í 95% tilfella greind- ir og meShöndlaðir ambúlant, þar á verklega kennsl- an einnig að fara fram. Kennsla í háls-, nef- og eyrnasjúkdómum er að mestu leyti með klassisku yfirbragði, þ. e. fyrirlesar- inn talar og talar . . . og myndir eru í lágmarki. En þrátt fyrir það kemst efni fyrirlestra mjög vel til skila og þegar upp er staðið aS lokum eiga stúdent- ar glósubók, sem vel væri hægt að gefa út sem stutta kennslubók í faginu! — AuSveldar hún mjög upp- rifjun fyrir próf, og reyndar allt námið, þar eð góð kennslubók virðist ekki fyrir hendi. Kennslubækur, sem mælt er með: 1) „Fundament- als of otolaryngology“, eftir Bois, Hilger og Priest, hefur ekki fengizt í bóksölu eða annars staðar. 2) „Ore-næse-mund og halssygdome“, eftir Otto Jepsen og K. A. ,er aS mínu áliti of stór bók fyrir þetta nám- skeið, enda var reynslan sú, að sárafáir lásu hana. Hins vegar naut töluverða vinsælda hókin: „Lecture notes on otolaryngology“, eftir E. H. Miles Foxen. Þótti hún góð málamiðlun, þ. e. a. s. minni, en e. t. v. ekki eins góð og sú danska. Eins og áður er getið um verklega kennslu í þess- ari grein, þykir hún í flestum tilfellum lítil og léleg. T. d. mætti þetta vera fleiri en 2 morgnar á mann, og ég tala nú ekki um, hversu lærdómsríkt það væri að fá að kíkja upp í sjúkt eyra, þótt það væri ékki nema ótítis externa. — ÞaS verður þó að taka fram, að þeir örfáu stúdentar, sem lenlu í verklegri kennslu á Landakoti, urðu ekki fyrir sömu reynslu og aðrir hvaS þetta snerti og voru þeir nokkuð á- nægðir meS sitt hlutskipti. Kennsluhættir í augnlœknisfrœði lenda að formi til u. þ. b. mitt á milli áðurnefndra tveggja, þ. e. skyggnur og texti á glærum eða í ræðu í bland. - Kennslan er mjög áhugavekjandi og skemmtileg. ÞaS er sjaldan að læknastúdent finnur jafnvel mark- mið kennslunnar almennt eins og hér, þ. e. að koma því á framfæri, sem almennur læknir þarf að kunna skil á — að flækja stúdentinn ekki svo í sérfræðileg- um vangaveltum, að hann ranghvolfi augunum, er hann sér vogris og hugsi: ? ? ? — og ekki sízt aS kenna mönnum að vanvirða ekki algenga og fræði- lega einfalda sjúkdóma, sem geta valdið jafnmikl- um og jafnvel meiri þjáningum en s.k. interessant sjúkdómar. Kennslubók, sem mælt er með: „General opthalmo- logy“, eftir Daniel Vaughan og Taylor Asbury. Þetta er vel læsileg bók og skilmerkileg, en þó á köflum heldur ýtarleg, enda leiðbeinir fyrirlesari m. t. t. kafla og greina, sem stúdentar geta aS skaðlausu sleppt. Það sama á við um verklega kennslu hér og í hinum tveimur: BæSi of stutt og ekki kennd á rétt- um stað, þ. e. á göngudeild eða á stofu, þar sem sjúklingafjöldi og „úrval“, ef svo má að orSi kom- ast, er meiri. Það má þó geta þess, að í fyrirlestrun- um sjálfum er komið mjög inn á „verkleg“ atriði, sem koma almennum lækni að gagni, auk þess sem þessir 2 morgnar á augndeild Landakotsspítala eru þó nokkuð vel skipulagðir og lærdómsríkir á sinn hátt, en það ætla ekki allir að verða spítalalæknar í augnsjúkdómum. Olafur Stefánsson. 34 LÆKNANEMINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.