Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1977, Qupperneq 45

Læknaneminn - 01.11.1977, Qupperneq 45
skipulag - þeir sem það gera verða einnig að sjá uffl að því sé framfylgt. Hér er um að ræða kennara við æðstu menntastofnun þjóðarinnar — og nemend- ur þeirra. Haukur Valdimarsson. Klíniskt nám á Lantlakoti Nám á Landakoti einkennist nokkuð af vakta- skiptingu sjúkrahúsanna, þar sem meirihluli sjúkl- Jnga er lagður inn bráðainnlögn. Jafnframt er þetta lærdómsríkasti tíminn þar og þess vegna mikilvægt íyrir stúdenta að nýta bráðavaktirnar til fullnustu. Meðal annars vegna þessa misskipta álags mæltist illa fyrir sú tilhögun að senda einn og einn stúdent frá Landakoti í senn á slysa- og lungnadeild, en með því móti náðu stúdentar ekki frummeðferð fjöl- fflargra sjúklinga, duttu út úr framhaldsmeðferð s]úklinga sem þeir höfðu tekið á móti og stúdenta- hópurinn varð fámennari hverju sinni sem rýrði fflöguleika á fundum, hópvinnu eða klínikkum. A lyflæknisvöktunum fór „superkandidatinn“ yfir sjúkdómstilfelli stúdenta jafnharðan og ræddi þá sögu, skoðun, mismunagreiningu og rannsóknir. Þótti verulegur fengur af þessum óformlegu klínikk- um. Utan bráðavakta er slæmt hversu sjúklingar koma seint inn, þar sem langur tími fellur dauður þegar stúdentar bíða sjúklings eða að það leiðir til þess að þeir skrifa færri sjúkraskrár en ella, m. a. vegna fyrirlestra síðdegis tvo daga af fimm. Bókasafn með lestraraðstöðu gæti brúað þetta bil að nokkru, en mér skilst að slík aðstaða sé væntanleg. Almennt má segja um hand- og lyflæknisdeilda kúrsusinn, að gera megi meiri kröfur til stúdenta, m. a. með því að hafa klínikkur reglulega (t. d. sam- eiginlega fyrir báða hópana) auk fyrirlestra, þar sem stúdentar sjálfir kynntu og ræddu tilfellin, en læknir gagnrýndi og leiðbeindi. Slík kennsla verður stúdentum minnisstæðari, getur verið léttari fyrir lækninn, en gerir aftur á móti kröfu um nákvæma skipulagningu. Góður stuðningur við kúrsinn kemur frá nokkr- um hliðargreinum. Ágætir röntgenfundir eru dag- lega, sem eru nánast viðbót við röntgenkúrsinn. Þá er krufningsaðstaða við Landakot, sem er vel nýtt og sérlega mikilvæg til náms, þar sem krufningar ýmist staðfesta eða varpa nýju ljósi á þau vanda- mál, sem við er að etja. Loks fengum við fyrirlestra frá lækni rannsóknarstofunnar um blóðsjúkdóma, sem vert er að halda í. Daglegu starfi á báðum deildum hefur áður verið lýst (Læknaneminn, 2. tbl. 1976) og vísa ég til þess, en nefni aðeins tvö atriði sérstaklega. Umtalsverður hluti af starfi handlæknisdeildar er á sviði urologiu og væri þess vegna mikill fengur af hliðarskópi, þar sem stúdentar gætu fylgzt með blöðruspeglun, TUR- aðgerðum og þess háttar. Loks tel ég ágæta þá skip- an mála á lyflæknisdeild, að hver læknir hafi um- sjón með og kenni öllum hópnum einn dag í viku hverri, þar sem þeir hafa jafnan gefið sig óskipta að stúdentum þann dag. Hér að framan hef ég fremur bent á það, sem bet- ur mætti fara en talið upp kostina. En það má ekki gleymast, hversu áberandi jákvæðir læknarnir eru í garð stúdenta og andrúmsloftið gott. Kúrsus á Landakoti er góður, en með bættri skipulagningu og auknum kröfum til stúdenta, hefur kúrsinn alla möguleika á því að verða frábær. Pálmi V. Jónsson. Klíniskt nánt á Bortiarspítalanuni Lyfjadeild: Á Borgarspítalanum voru sl. vetur 7 sérfræðingar og þar af einn í hálfu starfi. Um er að ræða þrjár sjúkradeildir og var reynt að miða við það að 1-2 stúdentar fylgdu hverjum sérfræðingi og væri í hans umsjá í um 2 vikur og síðan skipt um. Aðeins einn dósent er á lyfjadeildinni, Einar Bald- vinnsson, og hefur hann þar með yfirumsjón með vinnu stúdenta á deildinni og klíniskum kennslu- tímum, sem yfirleitt er einn á dag og skiptast sam- starfslæknarnir auk Einars á að hafa frambærilegt efni í þessum tímum. Ohætt er að segja að tímar þessir hafi komið allvel út, margir voru mjög lær- dómsríkir, þar sem sjúkratilfelli voru rædd og kruf- in til mergjar auk þess sem teoríu var fléttað inn í umræðurnar eftir því sem við átti. Hin almenna deildarvinna með stofugangi og öllu Framh. á bls. 53. læknaneminn 37
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.