Læknaneminn - 01.11.1977, Síða 52
Mannadauði á fyrri hluta 19. aldar
Helgi Guðbergsson
(Fyrri hluti)
Grein þessi er unnin úr prófritgerð í heilbrigðis-
fræði í læknadeild á þessu ári. Lýst er mannfjölda á
tilteknum svæðum og nokkrum hliðum manndauða.
I inngangi er lýsing á þeim svæðum sem rann-
sökuð voru, auk almenns spjalls um veðurfar og
húsakynni. I 2. kafla er gerð grein fyrir mannfjöld-
anum, stærð og gerð og heimildum. Því næst ræddar
heimildir um manndauða og loks kafli um dánaror-
sakir, sem getið er í heimildum um manndauðann.
I 3. kafla eru niðurstöður raktar. Aftast er stutt sam-
antekt og ritaskrá.
Ætlun mín er að taka fyrir sams konar efni fyrir
Borgarfjarðar- og Mýrasýslur 1920-1970 og landið
allt 1920-1970 og bera síðan þessi tvö 50 ára tíma-
bil saman.
I. Innyangur
Nánast tilviljun ræður því að ég tek fyrir þau
svæði, sem hér verður lýst; Reykholtsprestakall og
Borgarprestakall. Það fyrrnefnda nær yfir Reyk-
holts- og Stóraássókn, en hið síðarnefnda Borgar-
og Álftanessóknir. Útlínur prestakallanna eru dregn-
ar á kortið á mynd 1. Á þessu korti má einnig
greina mörk hreppa og sýslumörk. Sést þannig land-
fræðilegur munur Borgarprestakalls og Borgar- og
Álftaneshreppa og þar má greina að Reykholts-
prestakall er sama svæði og Reykholtsdalshreppur
og Hálsahreppur. Þetta hefur þó breytzt á 20. öld.
Gögn þessara sókna reyndust tiltölulega aðgengi-
leg og heil, eins og síðar verður nánar lýst. Þess má
geta, að elztu prestsþjónustubækur landsins eru frá
Reykholti, allar götur frá 1664.
I öndverðu var Húsafell f Mýrasýslu, en var formlega
flutt í BorgarfjarSarsýslu 1852. Húsafellsprestakall náði yf-
ir nokkra bæi efst í HvítársíSu (Kalmannstungusókn) og
nokkra efst í Hálsasveit (Húsafellssókn). Þegar Stóraássókn
kom til sögu var Húsafell eini bærinn í henni er taldist til
Mynd 1.
Borgarprestakall (lárétt strik): 1. Aljtaneshreppur. 2. Borg-
arhreppur. Reykholtsprestakall (lóðrétt strik): 3. Reykholts-
dalshreppur. 4. Hálsahreppur.
Mýrasýslu. Hér eru því rannsökuð eitt svæði í Borgarfjarð-
arsýslu og annað í Mýrasýslu, álíka stór að bæja- og mann-
fjölda. Tafla 1 sýnir fjölda bæja í sóknunum 1801-1850, eða
þann tíma er könnunin nær yfir. Til samanburðar er svo
tekinn bæjafjöldinn á sömu svæðum 1961. Heimilda er get-
ið. Tafla 2 sýnir meðal mannfjöldann á svæðunum 1801-
1850.
Á þessu svæði er lítið um skriðuföll og enn minna
um snjóflóð. Jarðskjálftahætta er 2. gráðu af 4, en
þá er lítil hætta á verulegum skemmdum á mann-
44
LÆKNANEMINN