Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1977, Síða 56

Læknaneminn - 01.11.1977, Síða 56
og prentuð. Þaðan er fengið aldursskiptingarit og töflur árs- ins 1816. Árin 1835, 1840, 1845 og 1850 voru tekin manntöl og eru þau mjög aðgengileg á Þjóðskjalasafni. Af þeim eru hér tekin með 1835 og 1850. Þannig fæst mannfjöldalýsing í upphafi og lok tímabilsins og tvívegis á tímabilinu (sbr. mynd 7). Til þess að aldursskiptingaritin næðu yfir heilt ár (en vegna smæðar úrtaksins var nauðsynlegt að lýsa algengi ald- ursflokkanna á þennan hátt), var bætt inn öllum er létust á einu ári fyrir manntalsdag nema börnum á 1. ári (sjá síðar) og ekki voru skráðir í manntali. Sóknarmannatölin eru gerð í janúar 1802 og miðast við húsvitjanir en ekki ákveðinn dag og er bætt við þau öllum er létust árið áður samkvæmt prestsþjónustubókunum. I sóknarmannatölunum eru sam- vizkusamlega talin öll börn á 1. ári. Til að fá aldurshópinn „á 1. ári“ varð að fara í fæðingar- og skírnarskýrslur og skrifa upp nöfn allra fæddra á árinu og bera það síðan saman við manntöl. Með fáeinum undan- tekningum reyndist þeirra ekki getið í manntölunum. Virð- ist hafa verið alsiða að telja frá eins árs við manntal. Nokkr- ir eru í manntali sagðir eins árs sem voru tæplega það og leiðrétti ég í samræmi við það. Með nafnasamanburði við næstu manntöl á eftir kemur þetta fólk svo oft og einatt í ljós, þeir sent lifað hafa. Ofangreint má skoða í ljósi þess að manntöl eru gerð af fulltrúum ríkisvaldsins, veraldlegum höfðingjum. Prestarnir telja hins vegar ekki menn, heldur sálir. Þannig eru börn á 1. ári í sóknarmannatölum og fáum slíkum þurfti að bæta við manntalið 1816, en það var einmitt gert af prestum. Ald- ursgreining manntalanna er ekki hárnákvæm. Menn voru ekki allir innandyra þegar talning fór fram eins og gengur, við gegningar og annað. Hefur þá viðstadda oft getað rang- minnt um aldur sem gefur að skilja. Slíkar skekkjur liljóta þó að einhverju leyti að vega hver aðra upp, en vegna smæð- ar úrtaksins vega þær þó eitthvað. Þá getur þessi ónákvæmni manntala komið eitthvað að sök við yngstu börnin vegna annarra hluta, sem þar koma til. Ungbarnadauðinn gat leitt til þess að örðugt gat veitzt að koma sér upp nafni og það reyndu menn sífellt. Því gátu synir eða dætur sömu hjóna heitað sömu nöfnum, ár eftir ár, og það jafnvel þótt eldri börn með sama nafni væru á lífi> stundum fædd sama ár. I nokkrum tilfellum olli þetta mér vandræðum og einhver skekkja kemur í yngstu aldursflokk- ana af þessum sökum vegna hugsanlegrar vantalningar eða tvítalningar. Að auki veldur þetta svo ruglingi í ættfræðum og erfðafræði, einkum þar sem 2 bræður eða systur hafa komizt til fullorðinsára, en það er önnur saga. Flutningar fólks voru miklir og hefur það áhrif á vissu aldursskiptingaritanna. Eg bar saman fjölda brottfluttra og innkominna, manntalsárin. Niðurstöður voru eins og tafla 3 sýnir. Flest hið hreyfanlega fólk er á aldrinum 15 til 45 ára og vinnufólk. Áður fyrr, og mun það eiga við tímabilið er hér um ræðir, var vinnuhjúaskildagi á krossmessu á vori, 3. maí. ASrir flutningar fóru einnig frarn í maí eða byrjun júní. TAFLA3 Brottfluttir og innkomnir á 3 árum 1801-1850 1816 1835 1850 Öll árin Fluttir Borg. Reyk. Borg. Reyk. Borg. Reyk. Samtals Brott 12 9 17 33 22 9 102 Inn 9 10 13 21 21 19 93 Eg tók ekki brottflutta og innkomna með í reikninginn enda bendir ofangreind athugun (tafla 3) til að maður korni að jafnaði í manns stað, en þessa er getið hér til að benda á þá óvissu sem af þessu leiðir. AS lokum kemur svo bein skekkja vegna mislesturs og annars sem óhjákvæmilega verður eitthvað í svona talningu og handavinnu. Niðurstöður eru birtar í stöðluðu formi aldursskiptinga- rita og ræddar í III. kafla. Ennfremur var gert rit fyrir hvem aldursflokk karla og kvenna á tímabilinu 1801 til 1850 og fylgir eitt slíkt sýnishorn (mynd 8). Þetta var nauð- M-ynd 8. 48 LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.