Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1979, Side 6

Læknaneminn - 01.04.1979, Side 6
Spjall Sú spurning er áleitin, hvort kliniska námið í dag sé uni of bundiS sjúkrahúsunum. í dag fer allt kliniskt nám lœknanema fram á sjúkrahúsunum. Fylgja þessu fyrirkomulagi ákveSn- ir ókostir. Til að mynda kemur aldrei meirihluti þeirra vandamála sem lœknisfrœðin glímir við á sjúkrahúsin, og er fengist við þau annars staðar en þar. Einnig leiðir binding námsins við sjúkrahús- in til einhœfra kynna þeirra af sjúkdómum, þar eð þeir sjá einvörðungu hástig eða lokastig þeirra, og marga algenga aldrei. Við bœtist að í mörgum greinum lœknisfrœðinnar s.s. húðsjúkdómum og taugasjúkdómum er sjúklingafjöldinn takmarkað- ur á sjúkrahúsunum og sömu sjúkdómaflokkarnir allsráðandi. Meginliluti námsins á sjúkrahúsunum felst í að læra kerfisbundna uppvinnslu sjúklinga, og lœra lœknanemar þannig meira til daglegra sjúkrahús- starfa en sjálfslœðs mats og ákvarðanatöku. Alast lœknanemar þannig upp í skjóli sjúkrahúsanna, þar sem stuðningur er af öllum hugsanlegum rann- sóknardeildum. Hins vegar kynnast þeir aldrei í námi sínu starfinu úti í periferíunni. Má því spyrja hvort ekki œtti að reyna að auka þátt periferíunnar í læknanáminu og gefa lækna- nemum þannig tœkifœri að öðlast víðlœlcari reynslu en nú er. Þyrfti að auka verklegu kennsluna í heim- ilislækningum og tengja hana að einhverju leyti kliniska náminu, með stuttum námskeiðum á heilsugœslustöðvum og jafnvel með námsstöðum hjá héraðslœknum. Einnig þurfti að nást samvinna við starfandi lœkna úti í bæ í þessu skyni. Er þelta mjög mikilvœgt og nánast eina raun- hœfa kennsluformið í ákveðnum greinum s.s. húð- lækningum. Mundi slík útþensla lœknanámsins leiða til auk- innar fjölbreytni og um leið víkka sjóndeildarhring lœknanema, en lil þessa hafa þeir aflað sér reynslu af periferíunni með eigin vinnu í héraði, sem verð- ur að teljast umdeild aðferð til náms. Það er markmið hverrar lœknadeildar að mennta sem hœfasta starfskrafta á hverjum tíma. Þyrfti hún því að eiga frumkvœði að því að lœknanemar kynnt- ust periferíunni á meðan á náminu stendur. F. J. 4 LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.