Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1979, Blaðsíða 11

Læknaneminn - 01.04.1979, Blaðsíða 11
Lungnahlustun Tryggvi Ásmundsson læknir Arið 1973 birtist í Læknanemanum grein um lungnahlustun, sem læknanemar hafa síðan talsvert stuðst við í námi. A undanförnum árum hafa verið gerðar ýmsar rannsóknir á þessu sviði og bera þar hæst rannsóknir Bretans Paul Forgacs1-2. Hef- ur komið í ljós að ýmislegt í greininni frá ’73 er beinlínis rangt og hef ég því ákveðiS að umskrifa hana í samræmi við hinn nýja sannleika, því land- anum er skylt að halda reglu Ara fróða: „En hvatki er missagt er í fræðum þessum, þá er skylt aS hafa það heldur sem sannara reynist“. Blustun án hlustpípu Slík hlustun getur gefið gagnlegar upplýsingar. EyraS er lagt nálægt munni sjúklings, sem sagt er aS anda eins og honurn finnist eSlilegast. Við slík- ar aðstæður á innöndun ekki aS heyrast. Sé innönd- un hávær bendir þaS til stíflu í loftvegum, sem skapar hringiðu (turbulens). Það er góð fylgni milli hávaða við innöndun og minkunnar á FEVj á spirometrium. Á þessu eru þó tvær undantekning- ar. Við æxli í stærri loftvegum (barka eða aðal- berkjum) er innöndun mjög hávær (stridor) þótt FEVi sé ekki stórlega skert. Sjúklingar meS lungna- þembu hafa lágværa innöndun þótt tregða við út- öndun sé mikil og FEVi mjög skert. Þetta stafar af því að vídd öndunarvega við innöndun er eðli- leg, en þeir falla hins vegar saman við hraða út- öndun3. Blustun iiif'ð hlustpípu Nauðsynlegt er að sjúklingur afklæðist niður að mitti þegar hlustað er, því skrjáf í fötum getur truflað hlustunina. Best er að láta sjúkl. anda djúpt og rólega með opinn munninn, en nauðsyn- legt getur veriS að láta hann anda snöggt inn og síðan hratt frá sér til að framkalla sum aukahljóð. Mikilvægt er að bera ávallt saman hlustun á hverj- um stað yfir öðru lunganu við svipaðan stað yfir hinu lunganu því hljóðin eiga að vera svipuð báð- um megin. Eðlileg öndunarhljóð Lungun hegða sér eins og filter, sem síar burt hljóð með tíðni yfir 200 Hz og brjóstveggurinn verkar einnig eins og sía. Tilraunir á lungum in vitro sýna að hljóð sem myndast við öndun í larynx og trachea berast fyrst gegnum loft í stærri berkj- um. Neðar þar sem vídd berkja er of lítil til að leiða hljóð í lofti berst hljóðið gegnum vefina og út í gegnum brjóstvegginn. Misjafnlega mikil hljóð- orka tapast á þessari leið. Þegar hlustað er á stað þar sem löng leið er í aðalberkjur (t.d. í axilla) og brjóstkassinn eðlilega þykkur (eða of þykkur t.d. við offitu) heyrist svokölluð vesiculer öndun. Inn- öndunin heyrist mun betur en útöndunin og oftast greinist aðeins fyrsti hluti útöndunar. HljóöiS er lágt og tíðnin lág. Sumir vilja leggja niður nafnið „vesiculer öndun“ og tala aðeins um eðlileg öndun- arhljóð. Það er vissulega rétt að nafnið er villandi því að þessi undunarhljóð eiga sér alls ekki upp- tök í alveoli eins og nafnið gefur til kynna. Hins vegar á þessi nafngift sér langa hefð og svo notuð sé regla Lísu í Undralandi, að „orðin þýða það sem ég vil að þau þýði“, þá er ástæðulaust að varpa þessu gamla nafni fyrir róða. Styrkleiki vesiculer öndunar er mjög mismunandi og fer að nokkru leyti eftir líkamsbyggingu. Þannig eru öndunarhljóð fjar- lægari hjá feitu fólki en grönnu vegna meiri síun- ar brjóstveggs. Eðlil. öndunarhljóð eru talin stafa af smávegis hringiðu lofts, (turbulens) í stærri loftvegum, allt niður í subsegmental bronchi og ef til vill neðar. Hins vegar er talið fullvíst að loft- LÆKNANEMINN 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.