Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1979, Page 17

Læknaneminn - 01.04.1979, Page 17
Fjölómettaðar fitusýrur í hjartavöðva og kransœðasjúkdómar Sigmundur Guðbjarnason í samvinnu við Jónas Hallgrímsson, Guðrúnu Óskarsdóttur, Barböru Doell, Unni Steingrímsdóttur, Aðalstein Eiríksson og Snorra Sigmundsson Tilgangur þessara rannsókna er að kanna hlutverk fjölómettaðra fitusýra í efnaskiptum og störfum hjartavöðvans. Fitusýrur gegna margvíslegum hlut- verkum: a) þœr eru mikilvægur orkugjafi í orku- vinnslu hjartans, b) vissar fitusýrur, t.d. arachi- donic-sýra, ummyndast í mikilvæg stjórnunarefni svo sem prostaglandin, prostacyclin o.þ.h. og c) fitusýrur eru einnig byggingareiningar í fosfoli- pidum, sem mynda hinar ýmsu himnur frumunnar ásamt eggjahvítusameindum. Megnið af fitusýrum hjartavöðva eru í fosfoli- pidum. Fosfolipidarnir eru mikilvægir fyrir 'bygg- ingu og starfsemi himnunnar og ráða fitusýrurnar, lengd þeirra og ómettun, miklu um eiginleika himn- unnar. í flestum fosfolipidum eru tvær fitusýru- sameindir estertengdar við C-atóm 1 og 2 í glycerol og er mettuð filusýra venjulega í stöðu 1, þ.e. palmi- tic-sýra (16:0) eða stearic-sýra (18:0), en ómettuð fitusýra í stöðu 2, þ.e. linoleic-sýra (18:2n6), ara- chidonic-sýra (20:4n6), docosahexaenoic-sýra (22: 6n3) eða oleic-sýra (18:ln9). Fjölómettuðum filu- sýrum má skipta í fjórar fjölskyldur eftir legu tví- hindinga í sameindinni og eru tvær fjölskyldur al- gengastar, svokallaðar n6 og n3 fjölskyldur. Þekkt- asta fjölskyldan eru svokallaðar n6 fitusýrur, t.d. linoleic-sýra, 18:2n6. Fyrsta talan táknar að 18 C- atom eru í fitusýrukeðjunni, :2 táknar tvo tvíbind- inga í sameindinni, n6 táknar að fyrsti tvíbinding- urinn hefst við C-atom númer 6 talið frá methyl- enda (H3C-) fitusýrukeðjunnar, síðan er methylen- hópur (-CHo-) milli fyrsta tvíbindings og þess næsta og sama skipulag er þegar fleiri tvíbindingar eru í sameindinni. Þekktustu meðlimir þessarar fjölskyldu eru 18:2n6 og 20:4n6 og myndast arachidonicsýra úr linoleic-sýru með keðjulengingu og frekari ómett- un, en 18:2n6 er lífsnauðsynleg þ.e. verður að berast manninum með fæðunni því hún verður ekki mynd- uð í manninum en er mynduð í plöntum. Önnur mikilvæg fjölskylda eru n3 fitusýrur, t.d. linolenic- sýra, 18:3n3, og lengri fitusýrur með 5 eða 6 tví- bindingum svo stm docosahexaenoic-sýra, 22:6n3. I þessari grein verður stutttlega fjallað um áhrif aldurs, streitu og fæðufitu á fitusýrusamsetningu fosfolipida í hjartavöðva hjá rotlum og hliðstæðar breytingar í mönnum samfara aldri, kransæða- þrengslum og skyndilegum hjartadauða. I. Rannsóknir a lijöríuni ilýra Aldur og fosfolipidar lijarta Marktækar breytingar verða á fitusýrusamsetn- ingu fosfolipida í hjartavöðva í rottum með aldri og breytist einkum magn langra, fjölómettaðra fitu- sýra. I hjartavöðva er mest af fosfatidyl choline (PC) (40-45% af öllum fosfolipidum) og fos- fatidyl ethanolamine (PE) (35—4-0%) en minna af cardiolipin (10%), fosfatidyl serine, fosfatidyl inosilol, sphingomyelin og lysofosfolipidum. I PC minnkar magn linoleic-sýru (18:2n6) með aldrin- um, minnkar úr 28.4% í tveggja mánaða í 17.0% í 18 mánaða gömlum rottum. Arachidonic-sýra vex á sama tíma úr 11.7% í 20.6% og kemurí stað linoleic- sýru. PE hefur hlutfallslega mikið af docosahexaen- oic-sýru (22:6n3) og vex magnið enn frekar með aldri eða úr 20.1% í tveggja mánaða í 28.9% í 18 mánaða gömlum rottum. Á sama tíma minnkar linoleic-sýra úr 15.0% í 8.7% í PE, en magn ara- chidonic-sýru hreytist ekki í þessum fosfolipid. Magn mettaðra fitusýra og monoene fitusýra (td. oleic-sýru, 18:1) hreytist ekki á þessum tíma né heldur heildarmagn fosfolipida eða hlutfallslegt magn einstakra fosfolipida. Ástæður fyrir þessum hreytingum á fitusýrusam- setningu himnulipida samfara aldri eru ekki þekkt- LÆKNANEMINN 9

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.