Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1979, Qupperneq 17

Læknaneminn - 01.04.1979, Qupperneq 17
Fjölómettaðar fitusýrur í hjartavöðva og kransœðasjúkdómar Sigmundur Guðbjarnason í samvinnu við Jónas Hallgrímsson, Guðrúnu Óskarsdóttur, Barböru Doell, Unni Steingrímsdóttur, Aðalstein Eiríksson og Snorra Sigmundsson Tilgangur þessara rannsókna er að kanna hlutverk fjölómettaðra fitusýra í efnaskiptum og störfum hjartavöðvans. Fitusýrur gegna margvíslegum hlut- verkum: a) þœr eru mikilvægur orkugjafi í orku- vinnslu hjartans, b) vissar fitusýrur, t.d. arachi- donic-sýra, ummyndast í mikilvæg stjórnunarefni svo sem prostaglandin, prostacyclin o.þ.h. og c) fitusýrur eru einnig byggingareiningar í fosfoli- pidum, sem mynda hinar ýmsu himnur frumunnar ásamt eggjahvítusameindum. Megnið af fitusýrum hjartavöðva eru í fosfoli- pidum. Fosfolipidarnir eru mikilvægir fyrir 'bygg- ingu og starfsemi himnunnar og ráða fitusýrurnar, lengd þeirra og ómettun, miklu um eiginleika himn- unnar. í flestum fosfolipidum eru tvær fitusýru- sameindir estertengdar við C-atóm 1 og 2 í glycerol og er mettuð filusýra venjulega í stöðu 1, þ.e. palmi- tic-sýra (16:0) eða stearic-sýra (18:0), en ómettuð fitusýra í stöðu 2, þ.e. linoleic-sýra (18:2n6), ara- chidonic-sýra (20:4n6), docosahexaenoic-sýra (22: 6n3) eða oleic-sýra (18:ln9). Fjölómettuðum filu- sýrum má skipta í fjórar fjölskyldur eftir legu tví- hindinga í sameindinni og eru tvær fjölskyldur al- gengastar, svokallaðar n6 og n3 fjölskyldur. Þekkt- asta fjölskyldan eru svokallaðar n6 fitusýrur, t.d. linoleic-sýra, 18:2n6. Fyrsta talan táknar að 18 C- atom eru í fitusýrukeðjunni, :2 táknar tvo tvíbind- inga í sameindinni, n6 táknar að fyrsti tvíbinding- urinn hefst við C-atom númer 6 talið frá methyl- enda (H3C-) fitusýrukeðjunnar, síðan er methylen- hópur (-CHo-) milli fyrsta tvíbindings og þess næsta og sama skipulag er þegar fleiri tvíbindingar eru í sameindinni. Þekktustu meðlimir þessarar fjölskyldu eru 18:2n6 og 20:4n6 og myndast arachidonicsýra úr linoleic-sýru með keðjulengingu og frekari ómett- un, en 18:2n6 er lífsnauðsynleg þ.e. verður að berast manninum með fæðunni því hún verður ekki mynd- uð í manninum en er mynduð í plöntum. Önnur mikilvæg fjölskylda eru n3 fitusýrur, t.d. linolenic- sýra, 18:3n3, og lengri fitusýrur með 5 eða 6 tví- bindingum svo stm docosahexaenoic-sýra, 22:6n3. I þessari grein verður stutttlega fjallað um áhrif aldurs, streitu og fæðufitu á fitusýrusamsetningu fosfolipida í hjartavöðva hjá rotlum og hliðstæðar breytingar í mönnum samfara aldri, kransæða- þrengslum og skyndilegum hjartadauða. I. Rannsóknir a lijöríuni ilýra Aldur og fosfolipidar lijarta Marktækar breytingar verða á fitusýrusamsetn- ingu fosfolipida í hjartavöðva í rottum með aldri og breytist einkum magn langra, fjölómettaðra fitu- sýra. I hjartavöðva er mest af fosfatidyl choline (PC) (40-45% af öllum fosfolipidum) og fos- fatidyl ethanolamine (PE) (35—4-0%) en minna af cardiolipin (10%), fosfatidyl serine, fosfatidyl inosilol, sphingomyelin og lysofosfolipidum. I PC minnkar magn linoleic-sýru (18:2n6) með aldrin- um, minnkar úr 28.4% í tveggja mánaða í 17.0% í 18 mánaða gömlum rottum. Arachidonic-sýra vex á sama tíma úr 11.7% í 20.6% og kemurí stað linoleic- sýru. PE hefur hlutfallslega mikið af docosahexaen- oic-sýru (22:6n3) og vex magnið enn frekar með aldri eða úr 20.1% í tveggja mánaða í 28.9% í 18 mánaða gömlum rottum. Á sama tíma minnkar linoleic-sýra úr 15.0% í 8.7% í PE, en magn ara- chidonic-sýru hreytist ekki í þessum fosfolipid. Magn mettaðra fitusýra og monoene fitusýra (td. oleic-sýru, 18:1) hreytist ekki á þessum tíma né heldur heildarmagn fosfolipida eða hlutfallslegt magn einstakra fosfolipida. Ástæður fyrir þessum hreytingum á fitusýrusam- setningu himnulipida samfara aldri eru ekki þekkt- LÆKNANEMINN 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.