Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1979, Side 19

Læknaneminn - 01.04.1979, Side 19
ingar ganga til baka að eölilegu ástandi þegar NE- gjöf er hætt. Annað streitulíkan var dagleg nicotine-gjöf, 0.5 mg nicotine/kg tvisvar á dag í sex mánuði. Saman- burður var gerður á fitusýrusamsetningu fosfóli- pida í hjörtum fjögurra hópa dýra, viðmiðunardýr a venjulegu fóðri án nicotine-gjafar, dýr sem voru alin á kolesterolríku fóðri (1%) án nicotine-gjafar, dýr sem feng venjulegt fóður og nicotine-gjöf og öýr sem voru alin á kolesterol-ríku fóðri og fengu nicotine-gjöf. Niðurstöðurnar sýndu að dýr, sem fengu daglega nicotine-gjöf og voru jafnframt alin a kolesterol-ríku fóðri höfðu hreytta samsetningu fjölómettaðra fitusýra í fosfolipidum hjartans, samskonar og fundust hjá dýrum, sem urðu að þola NE-streitu. Marktækar breytingar fundust ekki 1 fnsfolipidum dýra, sem höfðu verið alin á kolester- ol-ríku fóðri (án nicotine-gjafar) eða hjá dýrum sem voru alin á kolesterol-snauðu fóðri og fengu einnig nicotine-gjöf. Samverkan nicotines og kole- sterols virðist ráða hér hve víðtækar breytingar verða á efnasamsetningu himnulipida. l'a’ðufita og fosfolipidar hjarta. Fituefni fæðunnar hafa ekki aðeins áhrif á blóð- fitu og fitusöfnun í æðaveggi, þessi efni geta einnig f'aft víðtæk áhrif á efnasamsetningu fituefna í ýms- um líffærum2-3 og einnig hjartavöðva4 og þannig haft bein áhrif á samsetningu, byggingu og eigin- leika frumuhimnu og himnur ýmissa frumuhluta, t d. mitochondria. Hottur voru aldar á fóðri, sem í var blandað 10'7o þorskalýsi. Vaxtarhraði þ essara dýra var svip- aður og viðmiðunardýra, þó voru þau um 7% þyngri en viðmiðunardýr á sama aldri. Þorskalýsið olli marktækum breytingum á fitusýrusamsetningu glycerida og fosfolipida í hjarta dýranna. Þorska- lýsið hefur meira af mjög löngum, fjölómettuðum fitusýrum en finnst í venjulegri dýra- og jurtafeiti. f glyceridum (forðafitu) hjartavöðva var marktæk minnkun á 16:0, 18:2n6 og 20:4n6 en í þeirra stað komu fitusýrurnar 20:ln9, 20:5n3, 22:lnll og 22:6n3 þegar rotturnar voru aldar á þorskalýsi.4 Marktækar breytingar urðu einnig á fosfolipidum hjartans, en hér minnkaði 18:2n6 og 20:4.n6 og í þeirra stað komu 20:5n3 og 22:6n3. Breytingar LÆknaneminn þessar voru einkum í PC og PE, en fitusýru-sam- setning cardiolipin, sem hefur um 70% 18:2n6, breyttist lítið af völdum þorskalýsis. Fæðufita virð- ist breyta fitusýrusamsetningu vissra fosfolipida verulega, en öðrum lítið sem ekkert. Cardiolipin er hér mjög áhugavert því þetta efni situr i innri himnu mitochondria og virðist hafa hlutverki að gegna í orkuvinnslu hjartans. Viss aðlögun að þessu nýja fóðri verður hjá rott- unum, breytingar á fituefnum hjartans eru mun meiri eftir 3 mánuði á þessu lýsis-ríka fóðri, en eftir 9 mánuði. Mettaðar fitusýrur náðu aftur eðli- legu magni, en hlutföll fjölmettaðra fitusýra voru enn frábrugðin eðlilegu ástandi eftir 9 mánuði.4 Myndun hjartadreps og fosfolipidar hjarta Hafa breytingar á fitusýrusamsetningu fosfoli- pida eða himnulipida einhver áhrif á starfshæfni hjartavöðvans, viðbrögð við catecholaminum, streituþol, iscemiu, myndun hjartadreps (necrosis) o.þ.h.? Þessum spurningum er flestum ósvarað en vissar vísbendingar má fá við athugun á isopro- terenol-þoli.1 Isoproterenol-gjöf er nokkurs kon- ar streitulíkan notað til að framkalla hjartadrep í tilraunadýrum, en hjartadrep þessi líkjast hjarta- drepi í mönnum eftir kransæðastíflu. Isoproterenol, 20-80 mg/kg er gefið tvisvar eftir aðferð Rona,5 seinni sprautan 24 stundum eftir þá fyrri og er dýr- ið drepið 48 stundum eftir fyrstu sprautu, hjartað fjarlægt og rannsakað. Isoproterenol í svo miklu magni veldur stórauknu vinnuálagi og aukinni orku- þörf. A sama tíma lækkar blóðþrýstingur og blóð- streymi um kransæðar verður ófullnægjandi, leiðir til ischemiu, orkuskorts, frumuskemmda og mynd- un hjartadrepa (infarct-like necrosis). Samanburður var gerður á isoproterenol-þoli þriggja dýrahópa og verður hér aðeins getið um mismunandi dánartíðni þessara dýra. 1 hópi I voru viðmiðunardýr á venjulegu fóðri, í hópi II voru dýr alin á fóðri, sem í var blandað allt að 20% hertu lýsi, en hert lýsi er mikilvægt hráefni í al- gengu íslensku smjörlíki. Hópur III fékk 10% þorskalýsi í fóðri sem fyrr segir. Viðbrögð þessara hópa við isoproterenol-gjöf voru mismunandi, hóp- ur I og II höfðu dánartíðni um 50%, en hópur III hafði 100% dánartíðni. Slíkar tilraunir voru marg- 11

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.