Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1979, Blaðsíða 24

Læknaneminn - 01.04.1979, Blaðsíða 24
Sérndm í líffœrameinafrœði Frá Rannsóknastofu Háskólans í líffœrameinafrœði Jónas Hallgrímsson prófessor Sérnátn í líffwrameinafrwði Breska meinafræðingafélagið (The Royal College of Pathologists) skilgreinir meinafræði sem vísinda- lega rannsóknagrein með það markmið að auka skilning á orsökum og eðli sjúkdóma og skiptir meinafræðinni í þessar fimm höfuðgreinar: blóð- meinafræði, líffærameinafræði, meinefnafræði, ónæmisfræði og sýklafræði. Auk þess teljast tvær aðrar umfangsmiklar greinar læknisfræðinnar inn- an meinafræðinnar: hlóðbankafræði og meinalíf- eðlisfræði. Innan hverrar þessara sjö höfuðgreina eru ýmsar undirgreinar, sem víða hafa unnið sér sjálfstæðan sess í læknisþjónustu, kennslu og vís- indarannsóknum. Yrði of langt mál að telja þær hér. Meinafræðin sem heild er því ein af stærstu sér- greinum innan læknisfræðinnar og einn þýðingar- mesti þátturinn í lækningum utan og innan sjúkra- húsa. Vegna flókins tækjabúnaðar, stærðar hús- næðis og sérmenntaðs starfsliðs auk lækna, kemur af sjálfu sér, að undantekningalítið verður rekstri meinafræði ekki vel sinnt nema á stærri stofnunum. Reksturskostnaður verður því mikill og hefur það verið meinafræðinni fjötur um fót, einkum í þeim löndum, sem reka heilbrigðisþjónustu með opinber- um fjárframlögum, eins og t.d. er gert á Islandi og í Bretlandi. Almcnnt um sérnámið Tilgangurinn með birtingu þessarar ritgerðar er að skýra frá fyrirkomulagí sérnáms í líffærameina- fræði hérlendis og erlendis. Vonast er til, að þessar upplýsingar verði gagnlegar fyrir næknanema og unga lækna, sem hyggja á slíkt sérnám, og veki jafn- framt áhuga annarra kollega þeirra á meinafræði sem sérgrein. í Læknanemanum, 3. tbl. 1972, bls. 3-20, er nokkuð ítarleg ritgerð um markmið og horfur í líf- færameinafræði á Islandi. Flest efni þeirrar ritgerð- ar er enn í fullu gildi og er lesendum ráðlagt að kynna sér hana. Efni þeirrar ritgerðar, sem hér birtist, er fengið úr ýmsum áttum, meðal annars frá íslenskum lækn- um, sem þekkja til sérmenntunar erlendis og úr er- lendum tímaritagreinum og skýrslum um líffæra- meinafræði. Þykir ekki ástæða til að geta þeirra mörgu heimilda. 1 gildandi reglugerð um veitingu lækningaleyfis og sérfræðileyfa á íslandi segir svo um líffæra- meinafræði: a) 3 ár á líffærameinafræðistofnun. b) 1 ár í annarri grein meinafræði eða annarri grein raunvísinda, sem talin er stuðla sérstak- lega að menntun læknis sem meinafræðings. Eins og gildir um aðrar sérgreinar skal umsækj- andi leggja fram ritgerð um læknisfræðilegt efni, er að verulegu leyti sé reist á eigin athugun og rann- sókn og birst hafi eða samþykkt hafi verið til birt- ingar í læknatímariti. Sérfræðipróf eða sérfræðiviðurkenning frá öðru landi, sem viðurkennd eru af læknadeild Háskóla íslands, eru tekin gild til sérfræðileyfis á íslandi, þótt námstilhögun sé frábrugðin þeirri, sem í ís- lensku reglugerðinni er kveðið á um. Þetta ákvæði er nauðsynlegt fyrir þá, sem stunda mest af fram- haldsnámi sínu erlendis, því námstilhögun er mjög breytileg eftir löndum eins og kemur fram síðar í þessari ritgerð. I íslensku reglugerðinni er tekið fram, að sér- námið megi einungis fara fram á þeim stofnunum, sem viðurkenndar eru lil slíks sérnáms í heimalandi sínu. I þann flokk falla að jafnaði hreinar háskóla- stofnanir og aðrar stofnanir, sem á einhvern hátt eru tengdar háskólum, auk meinafræðistofnana, 16 LÆKNANEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.