Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1979, Page 36

Læknaneminn - 01.04.1979, Page 36
TAFLA III Tilgáta um starfrœna flokkun T jrumna í músum. Frumur sjá um Tákn Ly-œttgerð Sennilegt hlutverk Megin stjórn Tl Ly 1, 2, 3 Forstig og/eða stillir fyrir Tu&Ts B frumu hjálp tiib Ly 1 Hjálpar B frumum við mótefnamyndun Tc frumu hjálp thc Ly 1 Hjálpar frumueyðandi T frumum við eyðingu Síðkomið ofnæmi tdii Ly 1 Minnisfrumur fyrir DH-svör Frumueyðingu Tc Ly 2.3 Eyðir vissum óeðlil. frumum Bælingu Ts Ly 2.3 Hamlar flest B og T frumu svör ekki verið tilstaðar snemma á þroskaferli eitilfrumna hans. Hugtakið antigen höfðar aðeins til getu efnis til að bindast mótefni. Þannig geta efni eins og hnýtl- ar (haptens), sem eru of lítil til að vera væki, samt sem áður verkað sem antigen með því að tengjast og byrgja (block) sértæk bindiset mótefna. Allar vækissameindir hafa nokkrar eða margar vækiseiningar (antigen determinants, epitopes), og að sjálfsögðu má gera hnýtil vækisvirkan með því að tengja hann við stærri sameind, svo sem prótein, þar sem hann myndar nýja vækiseiningu. Sameind- in er nú nefnd samtengi hnýtils og bera (hapten carrier conjugate). Vœki og T frumuhjálp í mótefnamyndun Efni, sem örvað geta mótefnamyndun, án þess að T frumur séu til staðar, eru kölluð T óháð væki. A hinn bóginn eru flest náttúruleg væki T háð, þar eð þau þurfa á hjálp T frumna að halda til að vekja B frumur til mótefnamyndunar. Tafla V dregur sam- an þau megineinkenni, sem greina á milli þessara tveggja vækistegunda. Sérhver sameind T óháðs vækis er samsett úr mörgum sams konar vækiseiningum, en hver sam- eind T háðs vækis hefur margar, en mismunandi vækiseiningar. T óháð væki geta aðeins ræst Ig M mótefnamyndun, jafnvel við endurteknar inngjafir, en mótefnaendursvar við T háðum vækjum er aðal- lega af Ig G og Ig A gerð. T háð væki þurfa ekki einungis á T frumum að halda, heldur einnig á gleyplum, en T óháð væki eru síður háð návist gleypla. Loks geta flest T óháð væki ræst frumu- skiptingu B frumna án tillits til sértækni mótefna í úthýði þeirra (polyclonal mitogenesis), en T háð væki geta aðeins ræst B frumur, er hafa viðtök sem eru sértæk fyrir viðkomandi væki. Tilraunakerfi I töflu VI eru taldar upp nokkrar tilraunaaðferð- ir, sem notaðar hafa verið til að varpa ljósi á það, hvernig T frumur hjálpa við mótefnamyndun, og TAFLA IV Tilgáta um starfrœna flokkun T frumna í mönnum. Frumur sjá um: Tákn TH\ yjirborðs-mörk Fc a viðtök tr B bæiingu Ts 0 + + e®a' o B frumu hjálp Th + 0 + Vækishvött fjölgun TsAg 0 Ev Ev MLC verkun tMLC + Ev Ev MIF myndun tMIF + Ev Ev LMF myndun tLMF Ev Ev CML verkun tCML + eða 0 Ev Ev Ev = ekki vitað 26 LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.