Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1979, Page 37

Læknaneminn - 01.04.1979, Page 37
TAFLA V Mismunur T-óháðra og T-háðra vœkja. T-óháð vœki T-háS vœki Samskonar vækiseiningar á sameind Aðalmótefnisteg. í endursvari Þarfnast gleypla Ræsa B frurnur af mörgum teg. T'olyclonal mitogen) Nokkrir eða margir IgM Sennilega ekki Já Enginn eða fáir IgG og IgA Já Nei nu nýverið hafa svipaðar aðferðir verið notaðar til að rannsaka T frumu bælingu. Hvernig samvirkni T og B frutnna er háttað Fyrst var sýnt fram á samspil T og B frumna í niúsum, sem tímgill (thymus) hafði verið tekinn ur strax eftir fæðingu. Slíkar mýs vantar T frumur °g mynda ekki eðlilegt magn mótefna við T háðum vækjum, nema þeim séu gefnar T frumur úr sam- stofna (syngenic) músum fyrir vækisgjöf (tafla VI-1). Frekari rannsóknir sýndu að T frumurnar, sem fluttar eru, mynda ekki sjálfar mótefni, en að- stoða B frumur við mótefnamyndun (tafla VI-2). Eðli þessarar samvinnu var frekar skýrt með því að n°ta samtengi hnýtils og bera. Þannig gátu heil- brigðar mýs, sem gerðar höfðu verið næmar fyrir vissum samtengjum, aðeins myndað endursvar gegn hnýtlinum, ef hann var tengdur sams konar burðar- sameind og notuð var í upphaflega áreitinu. Ennfremur kom í ljós að endursvar gegn hnýtli (NIP) kom ekki fram nema hnýtillinn væri tengd- TAFLA VI Nokkur tilraunakerfi til greiningar á T frumuhjálp. Tilraunakerji 1. Mýs án tímabils 2- r frumu gjöf í geislaðar mýs 3- Samtengi hnýtils og bera gefið heil- brigðum músum 4. Samtengi hnýtils og bera gefið geisluð- 11 ni músurn eftir T-fr. gjöf 5- 1 og B-fr. aðskildar með himnu í ræktun. ú- ,,T-ræstir“ gleyplar ræktaðir með B-fr. ur við sömu burðarsameind (BSA) og notuð var til þess að framkalla grunnsvar. Endursvar hlaut þess vegna að byggjast á því að hnýtill og berasameind væru greind sem tvær vækisteiningar á einni sam- eind. Mýs, sem beinmerg hafði verið eytt úr með geisl- un, fengu tvenns konar eitilfrumur, annars vegar úr hnítil ertum (NIP) músum og hins vegar úr bera ertum (BSA) músum. Síðan var frumuþegunum gef- ið inn NIP-BSA samtengi. Væri T frumum eytt úr BSA erta frumuhópnum fyrir gjöf, kom ekkert mót- efnasvar gegn NIP. Brottnám T frumna úr hnýtilerta hópnum hafði hins vegar engin áhrif á NIP mót- efnasvarið. Þetta sýnir, að frumur þær, sem bera kennsl á vækiseiningar berasameindar (carrier de- terminants), eru T frumur, en virkni hnýtilsins (hapten determinant) er á hinn bóginn óháð hnýtil- greiningu T frumna. Síðar hefur verið sýnt fram á, að T og B frumur geta unnið saman í mótefnaendursvari in vitro, þegar þær eru aðskildar hvor frá annarri með frum- Fengnar upplýsingar T frumur þarf við mótefnamyndun T hjálparfrumur mynda ekki mótefni sjálfar Endursvar við hnýtli er bera-sértækt Endursvar við hnýtli felur íí sér: Beragreiningu T frumna og hnýtilgreiningu B frumna T-fr. losa bæði sértæka og ósértæka þætti sem aðstoða B-fr. við mótefnamyndun Gleyplar geta tekið upp sértæka T-fr. þætti og síðan hjálp- að B-fr. í fjarveru T-fr. LÆKNANEMINN 27

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.