Læknaneminn - 01.04.1979, Page 43
Arsskýrsla Félags lœknanema 1978-1979
Stjórnarmálefni
Stjórnarfundir
A starfsári fráfarandi stjórnar voru haldnir 38
fundir. Fundir voru haldnir vikulega á þriðjudög-
um, að undanskildu sumrinu. Mörg mál voru rædd
a fundunum og sum margsinnis. Helstu mál voru:
Lœknadeildarhús
Fljótlega eftir að stjórnin tók við störfum var enn
einu sinni reynt að finna lausn á lesstofuvandræð-
um læknanema. (Sjá um lesstofumál.)
A vegum ritnefndar læknanemans var efnt til
liringborðsumræðna (sjá Læknanemann 2. tbl. 78)
með yfirstj. mannvirkjagerðar á Landsp.lóð. Há-
skólarektor, deildarfo rseta og fulltrúum frá stjórn
F.L. 0g ritnefnd Læknanemans.
I kjölfar þessarar umræðu var lögð mikil áhersla
a að þoka byggingarmálum áfram, en upp kom
valdabarátta og fjármunastríð í Háskólaráði um
það að hve miklu leyti H.í. skuli fjármagna þessar
framkvæmdir. Háskólinn taldi sig ekki geta fjár-
magnað bygginguna einn. Menntamálaráðherra
stofnaði síðan samráðsnefnd með formanni fjár-
veitinganefndar Alþ., formanni yfirstj. mannvirkja-
gerðar á Landsp.lóð, Hagsýslustjóra, og háskóla-
rektor, sem var formaður nefndarinnar. Þessi nefnd
lagði einróma til að Alþingi legði fram ígildi 300
fflillj. frá 1980 að telja, en Háskólinn það sem á
vantaði í byggingu Læknad. og aðrar framkvæmd-
lr a lóð Háskólans. Teikningar læknadeildarhúss
voru endurskoðaðar með tilliti til þess að byggja í
aföngum og fækka ójDarfa stigahúsum um sinn.
Háskólaráð neitar að hefja framkvæmdir fyrr
en fjárveitinganefnd Alþ. hefur bókað loforð um
þessi fjárframlög. Þar stendur hnífurinn enn í
kúnni. Lofað er bót og betrun frá degi lil dags. Ef
málið dregst öllu lengur er líklegt að Háskólaráð
muni endurskoða öll byggingaáform. Ovíst er að
t
læknadeildarhús haldi stöðu sinni í forgangsröð
nema að stúdentar og deildin sameinist í nauðsyn-
legum aðgerðum. Vegna fagurgala stjórnvalda um
fjárframlög og vegna þess að læknadeildarhús á
að geta risið á 4 árum sé vasklega að verki staðið,
hefur stjórn F.L. slakað á leit sinni að mannsæm-
andi lesaðstöðu í góðri trú. Ekki Jjótti rétt að berj-
ast fyrir bráðabirgðalausn meðan rökstudd von
væri um varanlega úrlausn.
Reglugerð lœknadeildar
Á árinu 1978—’79 voru reglugerðarmál lækna-
deildar og raunar alls Háskólans mjög í deiglunni.
Hefur þetta mál mjög mótað störf stjórnarinnar,
deildarráðs og ekki síst deildarfundi í vetur. I 4.
tbl. Læknanemans (des. ’78), sem er í prentun mun
gerð grein fyrir reglugerðarmálum og vísast alfar-
ið til þess.
Könnun um numerus clausus
A síðasta aðalfundi F.L. urðu nokkrar deilur um
könnun eina, sem gerð hafði verið Jrá um veturinn.
Könnun Jressi var á viðhorfum læknanema lil num-
erus clausus. Þótti ýmsum, sem spurningar könnun-
LÆKNANEMINN
33