Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1979, Page 45

Læknaneminn - 01.04.1979, Page 45
sendur þess aS stúdentar fengju frítt fæði á kúrs- um. DeildarráS tók afstöSu meS okkur í þessu máli, svo og deildarfundur, sem samþykkti stuSningsyfir- lýsingu, og var hún send ásamt bréfi stjórnar til yf- irvalda ríkisspítalanna. Þegar þetta er ritaS 05.03. hefur enn ekki borist svarbréf frá þessum aSilum, þrátt fyrir skriflega ítrekun, og þær munnlegu viSræður, sem fram bafa fariS viS þá veriS neikvæSar. H áþrýsbingur MeSal merkilegra framlaga þessarar stjórnar var að safna vösku liði læknanema vopnuðu blöðru- böndum og hlustunarpípum í þeim tilgangi að fremja blóðþrýstingsmælingar á víðavangi. Tókust tnælingar þessar með ágætum og er ekki vitað til þess að neinum hafi orSiS meint af. Þó ber þess aS geta að einhver „kona úr Vesturbænum“ skrifaSi í Velvakanda og kvartaSi yfir því aS hafa fengiS hin ýmsu gildi á mismunandi mælingastöSum. HafSi henni verið ýmist ráðlagt að leita heimilis- læknis síns eða ekki og stendur hún væntanlega ennþá tvístígandi á þröskuldi viðkomandi læknis. Um árangur og niSurstöSur vísast til greinar í Læknanemanum sem kom út fyrir skömmu. Um lesstofumál Svo sem flestir vita eru lesstofumál læknanema, einkum þeirra, er stunda nám á 3.-6. námsári í miklum ólestri. Lesstofur 6. árs nema á Lsp. eru mjög óhentug- ar vegna staSsetningar þeirra og aSstöSuleysis stúd- enta þar. Auk þess eru uppi háværar raddir meSal forráðamanna rannsóknadeilda spítalans um aS taka þurfi stofurnar undir starfsemi þeirra. HúsnæSiS aS Tjarnargötu 39 er allsendis ófull- nægjandi sem lesaðstaSa enda er húsið íbúðarhús, sem í engu hefur verið breytt, nema þangað skellt inn stólum, borðum og lömpum. Efri hæðin er að hluta lek, auk þess sem mjög er þar hljóðbært. Kjall- arinn er samsafn af geymslum, viða ekki hægt aS standa uppréttur og fúkki í hverri spýtu. LTpp komu því þær hugmyndir aS selja mætti Tjarnargötuna og fá fyrir andvirði hennar hentugt húsnæði í nám- unda við Lsp., annaS hvort leigt eSa til kaups, þar til Læknadeildarhúsið væri risið. Þegar fráfarandi stjórn tók við taumunum í mars 1978 var sú hugmynd efst á baugi að fá inni í Hjúkrunarskólanum, jrar sem vitaS var að húsnæði hans var illa nýtt. Kostir voru m. a. nálægð við Lsp. og möguleikar á að fá þarna einnig aðstöðu fyrir bókasafn og félagsmál stúdenta. TaliS var að þarna mætti koma fyrir allt að 90 borðum. Stjórnin skip- aði Sæmund GuSmundsson og Boga Asgeirsson til að vinna að málinu. Ræddu þeir m. a. við rektor sem var mjög hrifinn af hugmyndinni og hvatti þá mjög. Sent var bréf til stjórnar Félags hjúkrunarnema þar sem málin voru skýrð og þeim jafnframt bent á að þeir myndu sjálfir fá þarna aðstöðu auk afnota af bókasafni, einnig hafði menntamálaráðu- neytið heitið þeim nokkurri fjárveitingu lil ferða- laga eða bókakaupa. En þeir neituðu öllum stuðn- ingi við málaleitan okkar, og einnig voru yfirvöld H.S.I. okkur mjög andsnúin. Allt varð þetta til þess að mennlamálaráðuneytið neitaði að taka af skarið, en úrslitavaldið var í þeirra höndum, þrátt fyrir marga fundi með ráð- herra og fulltrúum hans auk rektors. Var þá ákveð- ið að hætta frekari tilraunum til að fá húsnæðið a.m.k. í bili. Rektor var mjög óánægður með þessi málalok sem og stúdentar, og vildi hann reyna að nota þetta til að fá frekari fjárveitingar til Læknadeildar- hússins, en taldi jafnframt nauðsynlegt að finna einhverja bráðabirgðalausn, hann hafði nefnilega komið í heimsókn á Tjarnargötuna. Var því reynt LÆKNANEMINN 35

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.