Læknaneminn - 01.04.1979, Side 50
það til síns máls, aS á meðan tengsl deildar og
sjúkrahúsa eru eins óljós og nú er, valdi það erfið-
leikum að tryggja ráðnum kennurum starfsaðstöðu.
Stjórn félagsins hefur jafnan haldið undirbún-
ingsfundi með fulltrúum stúdenta fyrir fundi þessa.
Hafa menn þar krunkað saman nefjum og reynt að
finna viðbrögð við hugsanlegum uppátækjum deild-
arforystunnar.
Frá hópslysanefnd
Að vanda hefur starf hópslysanefndar verið um-
fangsmikið og verður sú starfsemi ekki tíunduð hér
í smáatriðum. A.m.k. hluti nefndarmanna hefur
haldið fundi reglulega, en m.a. vegna fjárskorts Al-
mannavarna ríkisins hafa ekki verið haldnar neinar
meiri háttar æfingar, þrátt fyrir ýtarlegar áætlana-
gerðir hópslysanefndar F.L.
Hannes Hjartarson.
Deililarráðsfnndir
Á árinu voru haldnir 22 deildarráðsfundir. Mik-
ill fjöldi mála kemur til afgreiðslu og umræðu í
deildarráði. Á síðasta ári voru málin hátt á 3ja
hundrað. Flest þeirra snerta þó ekki Félag lækna-
nema beint. M.a. umsóknir um almenn lækninga-
leyfi og sérfræðiviðurkenningar. Nokkur undan-
þágumál komu til kasta deildarráðs. Lfmsóknir kenn-
ara um kennsluleyfi. Nefndarskipanir í mál á veg-
um heilbrigðisstjórnarinnar og til þess að meta
hæfi umsækjenda um kennaraembætti í læknadeild.
Mikill tími fór í umræður um kennslumál og
skipulagsmál deildarinnar. Áhyggjur manna fara
vaxandi af því tengslaleysi, sem deildin hefur við
stjórnir þeirra stofnana, sem læknanemum er kennt
á. Læknadeild hefur ekki einu sinni áheyrnarfull-
trúa á stjórnarfundum sjúkrahúsanna. Áberandi er
t. d. að stjórnarnefnd ríkisspítalanna sýnir minnk-
andi skilning á hinu tvíþætta hlutverki sem háskóla-
sjúkrahús hefur, sem m.a. á rætur að rekja til þess
hve áhrif læknaráðs sjúkrahúsanna eru lítil. Nú er
undir hælinn lagt hvort læknir á sæti í stjórnar-
nefndinni. Fulltrúar F.L. hafa lagt áherslu á að
tengslin aukist við stjórnarnefndina á nýjan leik.
Framhaldsmenntun lækna á Islandi var töluvert
rædd. Þau mál eru nú öll í athugun. Mikill vilji er í
deildarráði að stuðla að framgangi þessa í samráði
við rétt yfirvöld og samtök lækna.
Framtíðar skipan kennslu í heimilis- og félags-
lækningum og heilbrigðisfræðum kom til umræðu.
Nokkur erindi frá námsbraut í lyfjafræði komu '
til kasta deildarráðs. Þau voru öll samþykkt.
Skipaðir voru 2 fulltrúar læknadeildar í náms-
brautir í hjúkrun og sjúkraþjálfun.
Mál Tryggva jónassonar hnykkis, sem óskaði eftir
takmörkuðu lækningaleyfi, var tekið fyrir nokkrum
sinnum. Deildin lagðist gegn veitingu leyfisins þar
eð um var að ræða „fræðigrein“, sem hvorki er
byggð á vísindalegum rannsóknum eða viðurkennd-
um læknisfræðilegum staðreyndum“. Þrátt fyrir
þessa umsögn veitti heilbrigðisráðherra takmarkað
lækningaleyfi.
Nefnd, sem falið var að yfirfara hugmyndir um
stofnun Heilbrigðisfræðaskóla íslands skilaði áliti.
Nefndin og deildarráð töldu ekki tímabært að stofna
skólann.
Skýrsla um málefni deildarinnar, sem skipuð var
að tilhlutan Háskólaráðs, var mikið til umræðu.
Ákveðið var að halda starfi nefndarinnar áfram í
einhverri mynd.
Takmörkunarmál. Deildin varð afturreka með
N. cl. s.l. sumar eins og frægt er orðið og eftir mik-
ið orðaskak við menntamálaráðuneytið sem endaði
með því að vald deildarinnar um fj öldatakmarkanir
var fært í hendur Háskólaráðs. Á grundvelli skýrsl-
unnar um Læknadeild (sjá að ofan) var enn óskað
takmörkunar. Sú umleitan féll í Háskólaráði með
12 atkv. gegn 3 (Háskólar.fundur í febr. ’79).
Framtíðartengsl deildarinnar og sjúkrahúsanna
voru oft rædd. Nefndarálit hefur legið fyrir í ár
ásamt drögum að samningi. Málið er þó strand í
bili m. a. í Háskólaráði.
Fjársýslunefnd Læknadeildar var endurvakin.
Hún á að samræma fjárkröfur deildarinnar og raða
verkefnum í forgangsröð. Stúd. eiga einn fulltrúa.
Leggjum áherslu á bókasafnsmál, kennslutækjakaup P
í nefndinni og aðstöðu læknanema í hvívetna.
Matarmál læknanema voru rædd á nokkrum fund-
um. Deildarráð tók mjög kröftuglega undir rök F.L.
í málinu og mótmælti harðlega við stjórnarnefnd-
ina. (Matarfríðindin voru afnumin 5. jan. ’79).
40
LÆKNANEMINN