Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1979, Blaðsíða 51

Læknaneminn - 01.04.1979, Blaðsíða 51
Kennarar í lyflæknisfræði mótmæltu í deildar- ráði að nemendur á 3ja ári gætu ekki sinnt klinísk- um kúrsum, sem skyldi vegna fyrirlestra í lyfja- fræði. Málið var sent kennslunefnd til leiðréttingar. Síðast en ekki síst voru reglugerðarmál deildar- mnar og H..I. mikið rædd. Mörg mál sem til bóta horfa fengust samþykkt. Fulltrúar læknanema hafa barist íyrir málefnum læknanema svo sem húsnæðismálum, lesstofumál- um, bókasafnsmálum, nýjum kennslutækjum t.d. audeotape casettes and slides o.fl. Deildarráð hefur jafnan sýnt skilning. Nú er bara að bíða og sjá hvað úr verður. Stjómin sendi auk þess nýverið bréf þar sem ósk- að er endurskoðunar á núgildandi reglum um sér- fræðiviðurkenningar. Að okkar mati þarfnast þær mjög endurskoðunar vegna innbyrðis ósamræmis °g mótsagna. Fró hennslumtilanefntl Kennslumálanefnd Félags læknanema hefur í vet- Ur starfað á svipaðan hátt ogg undanfarin ár. Fund- ir nefndarinnar hafa verið haldnir fyrir fundi kennslunefndar, þar sem við stúdentar höfum reynt að mynda okkur skoðun um málefni kennslunefnda- funda með það fyrir augum, að koma fram sem ein heild í veigamiklum málum. Þó hefur það nokk- uð háð starfi nefndarinnar hversu mjög nefndar- uienn hafa verið uppteknir í náminu og svo hitt, að fulltrúar fyrsta ársins hafa flæmst burtu úr deild- inni. Alls hafa á tíma þessarar kennslumálanefndar ver- ið haldnir 20 fundir í kennslunefnd, og höfum við stúdentar jafnan mætt 3 á þeim fundum, og stund- um fleiri, en við höfum aðeins 3 atkvæði. 1. Afgreiðsla sjúkraprófa er eitt af stærstu verkefn- um kennslunefndar í reynd, þó að æskilegt væri að kennslumálefni skipuðu fyrsta sæti. Yfirleitt gengur afgreiðsla beiðna um sjúkrapróf fljótt fyrir sig, hafi stúdentar lagt fram læknisvottorð til sann- inda um krankleika, en miður vel sé svo ekki. Oðru máli gegnir um undanþágur alls konar, og virðist þar þurfa ólétlu eða stórslys, svo kennslu- stjóri læknadeildar leggi sig ekki sérstaklega fram gegn slíku. 2. Nefndir, sem skipaðar voru á síðasta vetri héldu áfram starfi við að endurskoða skipulag kennslu á 1,—3. og 4.-6. ári, og hafa ekki ennþá skilað skýrslu um sitt starf í vetur. Þær hafa þó starfað við að reyna að samræma námið betur og betur, en það er erfiðara en margan grunar að fá okkar lærifeður tii að tala saman og/eða taka tillit hver til annars. Allar breytingar eiga sér því langan aðdraganda loks þegar þær líta dagsins Ijós. Niður- stöður 1.—3. árs nefndarinnar voru þessar: a. A haustmisseri 1. árs verði kennd frumulíffræði í stað inngangs að líffæra- og lífeðlisfræði. Enn- fremur að eðlisfræði ljúki með prófi í janúar í stað maí. b. Á vormisseri 1. árs verði kennsla í líffærafræði aukin nokkuð frá því sem nú er. c. Kennsla í lífefna- og lífeðlisfræði á 2. ári verði efld frá því sem nú er. Þessar greinar mega þó ekki hvor um sig taka meiri tíma en sem nemur 1/3 af tíma stúdenta. d. Á þriðja námsári verði vægi líffærameinafræð- innar aukið, en vægi lyfja- og eiturefnafræði minnkað frá því sem nú er. Kennslustundafjöldi, sem hundraðshluti af heildarkennslustundafjölda ársins ætti að vera sem næst þessu: Líffærameinafræði 38%. Lyfja- og eiturefnafræði 34%. Sýkla- og ónæmisfræði 28%. Niðurstöður klinisku nefndarinnar voru öllu óákveðnari, og endurspegla þær vel hve illa námið er skipulagt milli sjúkrahúsanna þriggja. Nefndin læknaneminn 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.