Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1979, Qupperneq 52

Læknaneminn - 01.04.1979, Qupperneq 52
taldi ekki nægilega skilgreint hvers konar verkleg þjálfun stúdentar ættu að fá á hverju hinna klinisku ára námsins, en það verðum við stúdentar áþreif- anlega varir við. Nefndin taldi einnig, að meta ætti verklega frammistöðu stúdenta á 3., 4. og 6. náms- ári, og ætti sú einkunn að gilda sem hluti kliniskrar einkunnar til lokaprófs, en vildi hins vegar ekki leggja mat á hvernig meta ætti verklega getu og frammistöðu. Niðurstöður 4.-6. árs nefndarinnar voru helstar þessar: a) Að draga skuli saman í 6 vikna námskeið kennslu annarra greina en lyf- og handlæknis- fræði á 6. ári. Ljúki þessu námskeiði með próf- um. b) Nefndin taldi, að þáverandi skipulag kennslu á 4. námsári væri óviðunandi, og taldi að skipta ætti kennslunni eftir sjúkdómaflokkum, sem tæki yfir ákveðið tímabil og lyki með prófi, sem gæfi hluta skriflegrar einkunnar til embættis- prófs í lyf- og handlæknisfræði. 3. 12. júní var samþykkt að leyfa kennurum í bio- kemiu að halda próf á miðjum vetri, sem gilti 20% af heildareinkunn, en þegar til kom varð að hætta við prófið, þar eð það braut í bága við reglugerð Háskólans. 4. Deilur komu upp milli Margrétar Guðnadótt- ar og Helga Valdmarssonar, og fór svo að álit prófessorsins í greininni var metið mesl. 5. 25. september s.l. var skipt um formann kennslunefndar, lét Sigurður S. Magnússon af störf- um en við tók Elín Olafsdóttir. A þessum sama fundi var svo samþykkt tillaga frá stúdentum, um að öllum stúdentum 1. árs, sem féllu á haustpróf- um væri heimilt að þreyta próf í þriðja sinn, vegna þess að frestur um tilkynningu prófanna hafi verið of stuttur. Málið fór síðan fyrir deildarráð, þar sem það var samþykkt með smá breytingu og sent aftur til kennslunefndar, sem gat svo ekki afgreitt áður samþykkta tillögu nema með aðstoð lögfræð- ings. Þótti okkur stúdentum það kynlegt.. 8. Mikið voru til umræðu tillögur til breytinga á reglugerðinni, en það mun gerð grein fyrir helstu breytingum á öðrum stað, og aðeins nefnt það eitt hér, að samþykkt var fækkun fulltrúa í kennslu- nefnd, bæði stúdenta og kennara. Þessi fækkun ætti að vera til bóta fyrir störfum hlaðna kennara og þreytta stúdenta. 9. Samþykkt var í kennslunefnd að taka upp áður löngu ákveðna kennslu í erfðafræði á 3. ári og læknisfræðilegri tölfræði á 5.. ári, en ekki er ljóst á þessu stigi málsins hvernig hægt er að koma þessum greinum fyrir í náminu á þessum tímum án þess að einhver kúrsus, af þeim sem fyrir eru á þessum árum, minnki. 10. Matarmál læknanema komu fyrir kennslu- nefnd, og sýndist sitt hverjum. Kennslustjóri taldi læknanema slæman vinnukraft og í besta falli tefja fyrir allri almennri starfsemi á sjúkrahúsunum, - ættu þeir því að borga tvöfalt á við aðra en helst að borða utan spítalalóða. Þetta fannst okkur stúdent- um ekki svara vert, enda fór svo að formaður kennslunefndar, Elín Ölafsdóttir, veitti okkur góðan stuðning fyrir hörid nefndarinnar. 11. Þegar deildarfundur hafði samþykkt að fílan skyldi ekki vera skyldufag fyrir læknanema, kom Páll Skúlason á fund nefndarinnar með nýtt bæna- ■' skjal, þar sem hann kemur þó til móts við þá gagn- rýni, sem við stúdentar höfum helst haft í frammi. Fór því svo, að skipuð var nefnd, sem á að kanna með hvaða hætti hægt er að kenna fílu-ígildi (þ.e. „Um eðli vísinda með sérstöku tilliti til læknis- fræði“ og „um siðferðileg og siðfræðileg vanda- mál í læknisfræði“). Ofarlega er á baugi að kanna með hvaða hætti má kúpla þessu inn í þær greinar,, sem fyrir eru kenndar, svo að stúdentar þurfi ekki að taka sérstakt próf i fílu. 12. Upp kom mikið vandræðaástand varðandi anatomiu-kennslu á 1. og 2. ári. Það varð ljóst, að ekki hafði verið gert ráð fyrir teoretiskri kennslu í histologiu á 1. ári í vetur, og þegar þetta er ritað, er engin lausn fundin á því máli. Varðandi 2. árið, kom í ljós, að ekki hafði verið veitt nægilegu fé til utanfarar á krufninnganámskeið, og leit út fyrir um tíma að enginn færi utan, en eftir nokkra fundi með rektor og öðrum ráðamönnum lofaði rektor að fé skyldi veitt til fararinnar. 13. Fram hafa komið tillögur um breytt vægi greina, en þær tillögur eru ennþá á umræðustigi, og lenda í höndum næstu kennslumálanefndar. 42 LÆKNANEMINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.