Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1979, Page 54

Læknaneminn - 01.04.1979, Page 54
grasa, m.a. hvernig taka á þvagprufur frá rollum. Skemmtikraftar frá deildinni sjálfri skutu Ómari Ragnarssyni ref fyrir rass. Því er óþarft orðið að leita út fyrir deildina eftir skemmtilegu fólki. Fjárhagur ráðsins er með besta móti og því er ekki síst að þakka góðri afkomu árshátíðar. Nálastunguaðferðin I desember síðastliðnum stormuðu 4. árs stúdent- ar í kínverska sendiráðið til að kynna sér þar nokkr- ar kvikmyndir um nálastungu aðferðina margum- töluðu. Þáu læknanemar dýrðlegar veitingar í víni og snarlfæðu auk myndasýningarinnar hjá Kínverj- um og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir móttök- urnar. Apótekarferð Að venju var 3ja árs læknanemum boðið í kynn- isferð í Reykjavíkur apótek. Þar var kynnt starf- semi apóteksins og endað með snittu- og bolluhófi. Stóðust 3ja árs menn þessa þolraun með prýði og gengu allir uppréttir frá borðum. Stádentaskipti í sumar fóru 7 læknanemar utan í stúdentaskipti, allt fólk, sem lokið hafði 3ja ára námi. Þrír fóru til Danmerkur, tveir til Grikklands, ein til Ítalíu og ein til Sviss. Eins og undanfarin ár fengu stúdentar 60% ferðakostnaðar greiddan og frítt fæði og uppi- 44 hald í viðkomandi landi. Hingað komu 11 erlendir stúdentar, sem skiptust niður á sjúkrahúsin í Reykjavík. Bjuggu þeir í Hjúkrunarskólanum, nema ein, sem bjó á heimavist ljósmæðranema. Skýrslti starfshóps um ofnwniis- rannsókn Gagnasöfnun í fyrsta og öðrum áfanga rannsókn- ar á ofnæmissjúkdómum, er nú lokið og úrvinnsla hafin. Nú er unnið að lölvuprógrammi, vegna fyrsta áfanga. Væntanlega munu niðurstöður þessar brátt liggja fyrir og verður þá gerð endanleg áætlun um úrvinnslu gagna annars áfanga. Hann mun gefa lokaniðurstöður. Einar Stejánsson. Fclutfsfundir Haldnir voru sex félagsfundir á starfsárinu. LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.