Læknaneminn - 01.07.1979, Síða 8
endur þar frekar en á öðrum sviðum vísindamenn-
ingar nútímans.
Samt er okkur skylt að hafa í huga hlutverk há-
skólans að veita vísindalega þjálfun nemendum sín-
um.
Elín: Markmið með kennslu grunngreina í lækna-
deild er að nemendur öðlist haldgóða þekkingu á
byggingu og starfsemi heilbrigðs líkama, og hlut-
verk kennslunnar er að vinna að því marki. Flestir
sem láta sig menntun lækna varða, telja slíka þekk-
ingu nauðsynlega undirstöðu undir nám í læknis-
fræði.
Kennsla í líffærafræði miðlar þekkingu á bygg-
ingu líkamans, en þekkingarmiðlun á starfsemi líf-
andi likama kemur í hlut lífeðlis- og lífefnafræði.
Eg tel mig mega fullyrða að allir kennarar jafnt sem
nemendur í læknadeild séu mér sammála um að viss
lágmarksþekking í þessum grunnfræðum sé nauð-
synleg hverjum lækni og þá einnig hverjum lækna-
nema. Hins vegar greinir menn á um, hvar markið
skuli sett og tel ég að menn verði seint á eitt sáttir
í þeim efnum.
Lífefnafræðin er tiltölulega ung fræðigrein, hvort
heldur sem litið er á stöðu hennar innan biologiu
eða innan læknisfræðinnar. Fræðigreinin er auk
þess meira „abstract“ en líffærafræði og lífeðlis-
fræði og gildi hennar því ekki jafnaugljóst öllum,
eins og gildi hinna grunngreinanna tveggja. Má vera
að þessi tvö atriði, þ. e. æska og abstraction grein-
arinnar valdi því að iífefnafræðin býr við minni
hylli nemenda en skyldi.
Hörður: Markmið allrar kennslu í læknadeild er
oð veita nemendum fræðslu og menntun á sviði
læknisfræði, en próf í þeirri grein er eitt af þeim
skilyrðum, sem maður þarf að uppfylla áður en
honum er veitt lækningaleyfi og leyfi lil að nota
starfsheitið Iæknir.
Líta verður á læknisfræði sem sérhæfða námsleið
í líffræði mannsins (heilbrigðs og sjúks) annars veg-
ar, og lækningatækni hins vegar. I flestum lækna-
skólum er lögð veruleg áhersla á hina almennu líf-
fræðimenntun læknanemans, og tekur hún upp væn-
an skerf af námstímanum. Hins vegar má hugsa sér
læknanám á öðrum grundvelli, en út í þá sálma
verður ekki farið hér.
Markmið lífefnafræðikennslu í læknadeild er að
veita læknanemanum fræðslu og menntun í lífefna-
fræði, sem að magni til er í hóflegu hlutfalli við aðr-
ar kennslugreinar deildarinnar. Hvað er hóflegt hlut-
fall ræðst annars vegar af því hve mikinn skilning
og þekkingu á greininni er nauðsynlegt að nemandi
hafi til að geta tileinkað sér aðrar námsgreinar, sem
kenndar eru samhliða eða síðar á námstímonum.
Hins vegar ræðst hið hóflega hlutfall af stöðu og
mikilvægi greinar sem grundvallargreinar og vaxtar-
brodds líffræði almennt og læknisfræði sérstaklega.
Sá, sem biður um nákvæma formúlu verður hins
vegar að fara bónleiður til búðar vegna þess að það,
hve mikið rúm hver kennslugrein fær í svo fjölþættu
námi sem nám í læknisfræði er, verður aldrei reikn-
að út eða ákvarðað með óyggjandi rökum.
Ekki má gleyma því, að sú grunnmenntun, sem
læknaneminn hlýtur í háskóla, þarf að endast hon-
um á einn eða annan hátt í áratugi. Þó að hann síðar
stundi framhaldsnám eða hljóti endurmenntun, er
ólíklegt að hann hafi tækifæri lil að bæta um slaka
un d irstöðumenn tun.
Þorvaldur: Kenna læknanemum undirstöðuatriði
um efni þau, er byggja upp líkamann og helstu atriði
um efnabreytignar, sem eiga sér stað í lifandi heil-
brigðum frumum. Þá er kennt um umhverfi það, er
frumurnar búa í, hvernig frumur stjórna því og
hvernig starf fruma er samhæft með stjórnun á
6
LÆKNANEMINN