Læknaneminn


Læknaneminn - 01.07.1979, Side 9

Læknaneminn - 01.07.1979, Side 9
magni og/eða virkni vissra efna. Loks eru kynntar helstu aðferðir, sem beitt er við þekkingarleit á sviði lífefnafræðinnar. Markmiðið er, að læknanemar kunni það mikið í lífefnafræði að þeir geti skilið sjúklegar breytingar i emstökum frumum og í líkamanum í heild og raun- ar ekki síður að læknanemar komist á það þekking- arstig að þeir getið lesið og skilið efni, sem birtist í læknisfræðilegum tímaritum og fylgst með fram- þróun í læknisfræði. 2. Hverjir eru helstu annmarhar á hennslufijrirhoniulaiiinu otj hvað er til úrháta? Davíð: Kennslan er í fyrirlestrum og verklegum æfingum. Fyrirlestur er eitt form hópkennslu. Hann nær elcki eins til allra. Nemendur eru ólíkir. Einum lætur vel að lesa, öðrum að hlusta, þeim þriðja að skoða myndir o. s. frv. Einum nemanda hentar hæg- ari framsetning en öðrum. Góður fyrirlestur krefst mikils undirbúnings fyrirlesara, skipulegrar fram- setningar á Ijósu máli, sýningu sláandi skýringa- mynda o. s. frv. Alkunnur ókostur fyrirlestrarformsins er að hlust- andinn er „passivur“. Nauðsynlegt er því að hann fari yfir efni fyrirlestursins strax að honum loknum með lestri kennslubóka, eða það sem ég held að sé hetra, að hann kynni sér námsefnið fyrir fyrirlestur- mn. Það gefur honum kost á að taka afstöðu til efn- tsþátta eftir því sem farið er yfir þá og að loknum fyrirlestri að fá frekari skýringu ef þarf. Við höfum reynt smáhópakennslu, umræðufundi með ca. 8 stúdentum um valið efni. Þessir fundir mistókust m. a. vegna ónógs undirbúnings stúdenta. Elín: Kennslufyrirkomulagið miðar að því að kennarar fari yfir kennsluefnið í fyrirlestrum og 'kynni þannig námsefnið fyrir nemendum. Nemendur eru hlutlausir áheyrendur í tímum og þeim er i sjálfsvald sett hvenær og hvernig þeir tileinka sér þá þekkingu á námsefninu sem þeir eru krafðir um á prófi. Þetta er ódýrt kennsluform og fyrirkomulag sem margir nemendur láta. sér vel líka. Hins vegar er það óneitanlega mun frjórra fyrirkomulag, ef tjá- skipti geta átt sér stað milli nemenda og kennara, t. d. á umræðufundum í litlum hópi eða með einstakl- Elín Olafsdóttir lektor. ingsbundinni verkefnavinnu nemenda. Slíkt fyrir- komulag kostar oftast meiri vinnu bæði nemenda og kennara, en þó væri sennilega unnt að breyta núver- andi kennslus'kipulagi að einhverju leyti yfir í þessa átt, ef báðir aðilar, kennarar og nemendur, hefðu áhuga á. Hörður: Kennslufyrirkomulog í grunngreinum læknisfræði er mjög hefðbundið, þ. e. fyrirlestrar og verkleg kennsla. Um verklega kennslu verður fjallað síðar. Annmarkar fyrirlestrakennslu eru að mestu aug- ljósir og alkunnir. Kennslufróðir menn telja að fyr- irlestrarformið sé ekki heppilegt kennsluform, sé það notað eingöngu. En hvað getur komið í stað- inn? Það sem helst kemur til greina er sjálfstæður lestur, viðtöl kennara og nemenda, umræðufundir með fleiri eða færri nemendum og ýmiss konar rit- gerðasmíð og verkefnavinna nemenda. Þannig breyttir kennsluhættir eru þó örugglega mun frekari á tíma kennara, svo að í mörgum greinum væri þeg- ar af kennaraskorti einum saman ógerlegt að taka þá upp. Þetta á einkum við þar sem hópar nemenda læknaneminn 7

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.