Læknaneminn


Læknaneminn - 01.07.1979, Side 14

Læknaneminn - 01.07.1979, Side 14
arar einir sýna greininni áhuga. Nú er meinefna- fræðin fyrst og fremst þjónustugrein við klíniska læknisfræði, og því ætti það að vera henni til fram- dráttar að þekking og skilningur nemenda á gildi meinefnafræðilegra rannsókna væri sem bestur. Hörður: Ég er þeirrar skoðunar að ekki sé fýsi- legt að samtvinna (integrera) kennslu í lífefna- fræði við kennslu í öðrum greinum, hvort sem er grunngreinum eða klíniskum greinum. Aðalrök- semdin gegn slíkri samtvinnun er sú, að lífefna- fræði er að verulegu leyli alhæf, en ekki sérhæf m. t. I. einstakra lífvera og líffæra. Því hentar best að kenna undirstöðuatriði hennar sér á parti. Þannig er tíma nemenda að líkindum best varið. Auk þess mun slík samtvinnun hafa mistekist að meira eða minna leyli þar sem hún hefur verið reynd. Aftur á móti getur grunngreinakennari, sem er snjall og vel að sér, gert mikið til að „mótívera“ nemendur með vel völdum dæmum, sem sýna tengsl klíniskrar læknis- fræði við grunngreinina. En of mikil áhersla á beina hagnýtingu lífefnafræði er líkleg til að rugla nem- andann í ríminu, ef hún kemur of snemma eða áður en hann hefur náð tökum á grundvallaratriðum greinarinnar. Hit er annað mál, að framhaldskennsla á síðari námsárum í lífefnafræði sjúkdóma og sjúkdóms- greiningar (þ. e. meinefnafræði er sjálfsögð og nauðsynleg, og er sú grein e. t. v. best kennd með samtvinnun við kennslu í klíniskum greinum. Þorvaldur: Ég tel nauðsynlegt að kenna lífefnafr. á námsk. þar sem nemendur læra helstu undirstöðu- atriði greinarinnar í líkingu við það sem nú er gert. Menn verða að kunna undirstöðuatriði lífefnafræð- innar áður en þeir fara að nota lífefnafræðilegar að- ferðir (sem mikið er gert af) til að greina og fylgj- ast með gangi sjúkdóma. Það mætti að sjálfsögðu blanda einhverju af meira klíniskri kennslu í grunn- kennsluna, en þá þyrfti líka að lengja tímann, sem henni er ætlaður. Á undanförnum árum hefur verið reynt að auka tengslin milli lífefnafræðinnar og klíniskra greina með því að fá kennara, sem kenna á síðustu stigum námsins, til að flytja erindi í sinni sérgrein og sýna að nokkru, hvernig hún byggist á lífefnafræðilegum rannsóknum. Það þarf að kenna lífefnafræði snemma í náminu, en á hinn bóginn er eðlilegt, að undirstöðuatriði líf- 12 efnafræði væri rifjuð upp frá hagnýtu sjónarmiði í sambandi við kennslu í meinefnafræði síðar. Meinefnafræði er sú grein læknisfræðinnar, sem fæst við að greina og meta gang sjúkdóma með því að mæla magn efna í ýmsum sýnum, sem frá sjúkl- ingum eru tekin, s. s. blóði, þvagi, mænuvökva o. s. frv., efni eru mæld og fylgst með breytingum og niðurstöður túlkaðar út frá lífefnafræðilegum þekk- ingargrunni. Meinefnafræðin byggir á lífefnafræði á svipaðan hátt og vefjameinafræði byggir á vefja- og líffærafræði. Til þess að geta skilið og greint sjúk- legar breytingar verða menn að kunna skil á því heilbrigða. Nokkur kennsla fór fram í meinefnafræði fræði fyrir tveimur árum og hefur hún nú aftur ver- ið tekin upp í vetur og standa vonir til að sú kennsla kunni að aukast eitthvað er fram í sækir. I sam- bandi við þessa kennslu eru nokkur grundvallar- atriði lífefnafræðinnar rifjuð upp í stuttu máli og mætti það aukast. Ég er því sammála að það þarf að kenna lífefnafræði í tengslum við klínik og mein- efnafræði á síðari árum námsins. LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.