Læknaneminn


Læknaneminn - 01.07.1979, Síða 24

Læknaneminn - 01.07.1979, Síða 24
Um ónœmissvar og meginkerfi fyrir vefjasamrýni Sigurður Friðjónsson læknir Með öllum hryggdýrum er til staðar flókið kerfi, sem gerir þeim mögulegt að greina á milli eigin vefja og framandi fruma eða efna í líkamanum. Þessi hæfni til að greina á milli eigin og framandi tekur til hvíta og polysalckaríða, sem hafa sameind- arþunga meiri en 2000-5000. Slík efni verka sem antigen og hrinda af stað flóku ónæmissvari, sem beinist gegn hinu framandi efni. Það er djúp stað- fest milli hinna flóknu og sértæku varnakerfa hrygg- dýra annars vegar og hinna einfaldari varnarkerfa hryggleysingja hins vegar. Flestir eða allir hrygg- leysingjar hafa yfir að ráða vel afmörkuðu frumu- bornu varnakerfi, en þessi kerfi eru ekki sértæk og sýna heldur enga aðlögun í svörunum sínum. Eftir bacteríusmitanir hjá skordýrum t. d. kemur þannig aldrei fram áunnið ónæmi. Skordýr mynda engin sértæk mótefni eftir inndælingu ýmiss konar anti- gena eins og framandi hvíta, rauðra mannablóð- korna, baktería o. s. frv. Hjá skordýrum er einnig mjög auðvelt að flytja vefi milli einstaklinga sömu tegundar (homograft). I líkamsvökvum skordýra og margra annarra hryggleysingja eru farandfrumur svonefndir haemocytar, sem dragast að, taka upp og tortíma bakteríum og ýmis konar aðskotahlutum, sem kunna að berast inn í vefi dýrsins. Slík frumu- kerfi sýna þegar hæfni til að greina á milli eigin og framandi efna. Andstætt við varnakerfi hryggdýr- anna er þetta kerfi hryggleysingjanna hins vegar ekki sértækt, sýnir enga aðlögun og býður ekki upp á það að læra af reynslu. Greining milli eigin og framandi virðist vera tiltölulega ónákvæm hjá hryggleysingjum og kemur það glöggt fram í því hve vefjaflutningar eru auðveldir, jafnvel milli mis- munandi tegunda ef þær eru ekki of fjarskyldar. Það er ekkert sem bendir til þess að hryggleysingj ar ráði yfir neinum hvítum, sem líkjast mótefnum hryggdýranna.1 Óntvmissvur liryygilýra Onæmiskerfi hryggdýra er afar flókið og miklu fióknara en menn gerðu sér í hugarlund fyrir til- tölulega fáum árum. Onæmiskerfið fellur í tvær megindeildir, annars vegar mótefnaborið og hins vegar frumuborið ónæmi. Önæmiskerfið er rnyndað af lymphocytum. Meðal niðja lítilla Iymphocyta eru plasmafrumur, sem síðan framleiða frjálst mótefni. Þeir lymphocytar, sem eru forsenda fyrir framleiðslu og losun frjálsra mótefna, mynda svonefnt B-lympho- cytakerfi (mergháð eða hjá kjúklingum bursa-háð kerfi). Við getum litið á þetta mótefnaborna kerfi sem eins konar léttvopnabúnað í varnakerfi líkam- ans, Mótefnin berast í blóðinu og tengjast sértækt framandi efnum eða frumum. Hið frumuborna ó- næmi byggist hins vegar á svonefndum T-lympho- cytum eða thymus háðum lymphocytum. T-lympho- cytar hafa fastbundna við frumuhimnuna sértæka nema, sem eru næmir bæði fyrir framandi antigen- um og fyrir ákveðnum eigin svipgerðareinkennum, sem eru skráð af errum, úr MHC kerfinu (MHC, major histocompatibility complex). Þetta tvískipta næmi T-lymphocyta, annars vegar fyrir framandi antigenum og hins vegar fyrir eigin svipgerðarein- kennum' úr MHC kerfinu, verður rætt nánar síðar í þessari grein. Við getum litið á þetta frumu- borna ónæmiskerfi sem þungavopn í varnakerfi lík- amans. Þessi tegund T-lymphocyta drepur mark- frumur sínar eftir beina snertingu frumnanna. Veiru- sýktar frumur, sem hafa á frumuyfii-borðinu veiru- antigen auk svipgerðareinkenna eigin MHC erra, eru drepnar með þessum hætti og sömuleiðis að því að talið er margar umbreyttar krabbameinsfrumur, sem sýna ný antigen á frumuyfirborðinu. Við get- um því litið svo á að í líkamanum fari fram stöðugt eftirlit. Frumur ónæmiskerfisins fylgjast stöðugt með sameindamynstri frumuhimna hinna ýmsu vefja og grípa til varnaraðgerða hvenær sem af- 20 LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.