Læknaneminn - 01.07.1979, Page 25
Antigen-bindandi set
Mynd 1. Yjirlitsmynd um byggingu mótejnis úr jlokki G
(IgG).
brigðilegar sameindir (framandi antigen) skjóta
UPP kollinum.*
Undanfarinn áratug hafa rannsóknir á byggingu
ntotefna verið mjög ofarlega á blaði og þekking á
siginleikum og gerð þessara sameinda hefur ger-
kreyst. Við munum ekki hér gera neina lilraun til
þess að ræða þessar niðurstöður, heldur aðeins
nefna örfáar staðreyndir, sem snerta þá umræðu
sem hér fer á eftir.
Grunnbygging mótefnissameinda er sýnd í nokkr-
um meginatriðum á mynd 1. Þessi eining er byggð
Ur fjórum polypeptíð keðjum, tveimur þungum og
Geimur léttum. Sameindin er byggð úr samhverf-
um helmingum, sem hvor um sig inniheldur, eina
létta og eina þunga keðju, en helmingarnir eru
tengdir saman af disulfíð-bindingum. I hvorum
belmingi fyrir sig eru léttu keðjurnar sömuleiðis
tengdar við þær þungu af disulfíð-bindingum. Heild-
arbyggingin verður þannig Y-laga og hver sameind
hefur tvö antigen-bindandi set, eitt á hvorum armi
^ -sins, en næmi þessara seta er jafnan hið sama.
kolypejjtiðkeðjunum er ennfremur pakkað saman í
meira eða minna kúlulaga hlutsvæði, þeim þungu í
Um veirur og krabbamein meS mönnum, sjá t. d. W.
Henle et al. The Epstein-Barr Virus. Sc. Am. July 79 bls. 40.
fjögur slík, en þeim léttu í tvö (sjá mynd 1). Athug-
anir hafa sýnt að breytileiki í aminosýruröð kemur
aðallega fram innan þeirra hlutsvæða, sem mynda
anligen-bindandi setin. Þessi svæði nefnast því
breytileikasvæði og eru auðkennd með V (VH fyrir
þungu keðjurnar og VL fyrir þær léttu), en önnur
svæði eru tiltölulega óumbreytanleg og eru auð-
kennd með C auk H eða L og tölu fyrir sætisröð frá
VH í þungu keðjunum.*
Mótefnin eru flokkuð í fimm flokka eftir byggingu
þungu keðjanna. Þessir flokkar nefnast IgG, IgA,
IgM, IgD og IgE og er raðað eftir þéttni viðkom-
andi mótefna í serum. Þungu keðjurnar eru auð-
kenndar með tilsvarandi grískum bókstöfum:
gamma (y), alfa («), my (p), delta (8), og epsilon
(e). Léttu keðjurnar eru tvenns kona kappa (x) og
lambda (A.). Báðar þessar tegundir af léttum keðj-
um 'koma fyrir í öllum flokkunum, en tiltekin mót-
efnissameind inniheldur annað hvort tvær kappa eða
tvær lambda keðjur aldrei eina af hvorri tegund.
Hver ofangreindra flokka um sig getur innihaldið
mótefni af hvaða næmi sem vera skal.
Mikill fjöldi rannsókna hefur beinst að því að
upplýsa byggingu nema T-lymphocyta og þótt enn
sé miklu minna um þá vitað en mótefnin eru þó
flestir sammála um ákveðna meginþætti. Nemarnir
á yfirborði T-lymphocyta virðast vera immunoglo-
bulin, a. m. k. í þeim tilfellum að hin virku set eru
mynduð af VH svæðum. Fjölbreytileiki í svörunum
b
Mynd 2. Líkön uj nema T-lymphocyta.
* Sjá nánar um byggingu mótefna: J. D. Carpa A. B. Ed-
mundson. The Antibody Combining Side. Sc. Am. Jan. 77
bls. 50.
LÆKNANEMINN
21