Læknaneminn - 01.07.1979, Qupperneq 36
ingu, en bæði enzymin hvata sama hvarf. Á sama
hátt eru tveir ólíkir malat dehydrogenasar í frymi og
í mitochondria. Slík ísóenzym má vanalega greina
sundur með rafdrætti eSa krómatógrafíu.
II. Mörg enzymmólekúl eru samsett úr tveim eSa
fleiri undireiningum (subunits). Stundum eru þess-
ar undireiningar framleiddar í ólíkum gerSum. og
geta sameinast í mismunandi hlutföllum, sem leiðir
til nokkurra ólíkra ísóenzyma.
Laktat dehydrogenasi er samsettur úr fjórum
undireiningum, en af þeim eru tvær gerðir, M og H
(,.muscle“ og ,.heart“), sem geta sameinast í hvaða
hlutföllum sem er. Þannig verða til fimm ísóenzym,
TI4, H;;M, H2M2, HM;> og M4. Þau má greina sund-
ur með rafdrætti, og eru þá venjulega númeruð eft-
ir því h.ve hratt þau ferðast í átt að anóðunni. Þann-
ig ferðast H4 ísóenzymið hraðast og er nefnt LDt
en M4 hægast og er nefnt LD5. Einnig má greina
ísóenzym sundur með krómatógrafíu.
Undireiningarnar M og H eru framleiddar í mis-
munandi magni í hinum ýmsu vefjum líkamans.
H-einingin er til dæmis yfirgnæfandi í hjartavöðva
en M-einingin í þverrákóttum vöðvum, og endur-
speglast það í hlutföllum hinna fimm ísóenzyma LD
í þessum vefjum. Sett hefur verið fram fysiologisk
skýring á þessari mismunandi dreifingu ísóenzyma
LD og hyggist hún á því, að eiginleikum undirein-
inganna tvegja er þannig háttað að LD5 á best við
í vefjum, sem þurfa að starfa við loftfirrðar aðstæð-
ur og framleiða Iaktat, en LD4 á hins vegar betur
við í vef, sem starfar við loftháðar aðstæður og nol-
ar laktat til brennslu.
Kreatínkínasamólekúlið er samsett úr tveim und-
ireiningum, sem til eru í tveim gerðum, M og B
(„muscle“ og ,,brain“), og finnast því þrjú ísó-
enzym, MM, MB og BB. Kreatínkínasi í þverrákótt-
um vöðvum er af gerðinni MM, í heila finnst gerð-
in BB en MB ísóenzymið finnst nær eingöngu í
hjartavöðva.
III. Arfgengur breytileiki finnst í allmörgum en-
zymum, t. d. glúkósa-6-fosfat dehydrogenasa (G-6-
PD) í rauðum hlóSkornum. G-6-PD af gerðinni A
finnst í um fjórðungi amerískra negra og er frá-
brugðinn B-gerðinni, sem finnst í flestu hvítu fólki,
að því leyti að ein amínósýra mólekúlsins er hreytt,
í stað asparagíns í B-gerðinni er aspartínsýra í A-
gerðinni. Afbrigði heggja gerða hafa fundist í sjúk-
lingum með haemolytiska anaemiu.
IV. Enzymmólekúl, sem eru eins að amínósýru-
samsetningu, bera stundum mismarga hlaðna efna-
hópa til viðbótar. Til dæmis er alkaliskur fosfatasi
glykoprotein, sem ber síalsýruleifar, sem auka við
hleðslu proteinsins, þannig að því fleiri sem hóp-
arnir eru þeim mun hraðar ferðast enzymið að já-
kvæða skaulinu við rafdrátt.
Breytileiki af þessum eða viðlíka ástæðum getur
strangt tekið varla fallið undir hugtakið ísóenzym.
V. Cholinesterasi í plasma virðist undirgangast
gagnhverfa (reversible) polymeriseringu, sem háð
er konsentration. Þannig getur hann við rafdrátt á
hurðarefnum, sem hafa hlaupsíunaráhrif, komið
fram sem mörg ísóenzym, einkum ef konsentration í
sýninu er lág. Hér er þó ekki um raunveruleg ísó-
enzym að ræða.
AiiicrSir ri*> greiningu ísóenzyma
Eiginleikar mismunandi ísóenzyma geta verið að
vmsu leyti ólíkir. Kvantitatív mæling ísóenzyma er
stundum byggð á aðgreiningu og síðan mælingu, en
einnig má meta hlutföll einstakra ísóenzyma án und-
angenginnar aðgreiningar með aðferðum, sem
byggjast á ólíkum eiginleikum þeirra.
Rafdráttur er líklega algengasta aðferðin við
sundurgreiningu ísóenzyma, og er sellulósaacetat oft
nolað sem burðarefni, en einnig agarhlaup, sterkju-
hlaup o. fl. Að rafdrætti loknum er rafdráttarræman
lituð með sérhæfðri litun, og koma þá fram litar-
svæði á ræmunni, þar sem ísóenzymin eru staðsett.
Þessi litarsvæði má meta eða niæla til að fá fram
hlutföll hinna einstöku ísóenzyma. Rafdráttur er oft
notaður við greiningu ísóenzyma LD, CK og AP.
Krómatógrafía hefur nokkuð verið notuð lil að
greina sundur ísóenzym, t. d. hafa litlar súlur með
jónaskipti- og hlaupsíunarefnum svo sem DEAE-
Sephadex verið notaðar til að greina sundur ísó-
enzym LD og CK í serumsýnum. Aðgreining ísó-
enzyma í stærri stíl fer nær alltaf fram með króma-
tógrafíu.
Aðferðir til ísóenzymagreiningar, sem ekki byggja
á aðskilnaði ísóenzymanna, eru nokkrar.
Isóenzym LD eru frábrugðin hvort öðru hvað
32
LÆKNANEMINN