Læknaneminn


Læknaneminn - 01.07.1979, Blaðsíða 54

Læknaneminn - 01.07.1979, Blaðsíða 54
Hús Lyfjaverslunar ríkisins. lyfja hafði fram að þessu verið tiltölulega frjáls. Gátu læknar þannig hlutast til um, að innflytjendur flyttu inn þau sérlyf, er hugur þeirra stæði til að nota. Svona ströng lagasmíð hlaut því að vekja and- stöðu lækna og heildsala. Höfundar laganna gerðu sér að vísu ljóst, að skráning sérlyfja yrði mikið starf og vandasamt og myndi hafa mikinn kostnað í för með sér (sbr. athugasemdir við 62. gr.). Eg leyfi mér þó að efast um, að þeir hafi gert sér þetta fyllilega ljóst. Sjálfur hafði ég mat á sérlyfjaum- sóknum raunverulega að aðalstarfi á 5 ára bili 1965 —1970 (ásamt öðrum störfum á vegum lyfjaskrár- nefndar) og veit fyllilega, hverjum erfiðleikum skráning sérlyfja var bundin á þessum árum. I þessu sambandi skal einungis vikið að fundarsamþykkt Læknafélags Reykjavíkur svohljóðandi: „Almennur fundur í Læknafélagi Reykjavíkur, haldinn 26. jan- úar 1966, skorar á heilbrigðismálaráðherra, að hann beiti sér fyrir því að felldur verði niður X. kafli lyfsölulaga frá 29. apríl 1963 um sérlyf, eða að frestað verði framkvæmd ákvæða laganna um sér- lyfjaskrá og að lögin verði endurskoðuð að þessu leyti. Ennfremur beinir fundurinn þeim tilmælum til heilbrigðismálaráðherra, að hann skipi þrjá starf- andi lækna samkv. ábendingu stjórnar Læknafélags Islands til að starfa með lyfjaskrárnefnd og fylgjast með framkvæmd lyfsölulaga svo sem við samningu reglugerða o. fl.“ (Ur fundagerðarbók Læknafélags Reykjavíkur.) - Þess má enn geta, að tillagan var samþykkt með 42 atkvæðum gegn 1. Árið 1971 var gerð breyting á lyfsölulögum (lög nr. 69/1971 um breyting á lyfsölulögum nr. 30 29. apríl 1963) þess efnis, að takmarka mætti skrán- ingu sérlyfs við notkun á tilteknum spítaladeildum eða undir umsjá slíkra deilda. Svipað ákvæði er í núgildandi lyfjalögum nr. 49 16. maí 1978 (2. máls- gr. 10. gr.). Frutnvarp til luya um Lyfjíistofnun ríhisins (Lagt fyrir Alþingi á 93. löggjafaþingi, 1972-1973, þingskjal 167) Ríkisstjórn sú, sem tók við völdum 1971, hafði að markmiði að endurskipuleggja lyfjaverslunina með því að tengja hana við heilbrigðisþjónustuna og setja hana undir félagslega stjórn. 1 samræmi við þetta skipaði heilbrigðisráðherra (Magnús Kjartans- son) 3. febr. 1972 deildarstjóra í heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu (Almar Grímsson) formann lyfjamálanefndar og með honum 4 menn í nefndina. Virðist nefndin hafa skilað af sér því frumvarpi, er hér greinir frá, svo og frumvarpi um lyfjafram- leiðslu (sbr. á eftir) 3. nóvember 1972. Verður því ekki annað um þessa nefnd sagt en hún hafi unnið flj ótt. I 1. gr. er gert ráð fyrir, að stofnsett verði ríkis- stofnun, er tæki 1. janúar 1975 við eignum og skuld- um Lyfjaverzlunar ríkisins (3. gr.) og hefði einka- rétt til þess að selja sérlyf, bóluefni og ónæmisefni í heildsölu, að flytja inn og út og selja í heildsölu hráefni til lyfjagerðar og flytja inn og út og selja í heildsölu lyf samkvæmt lyfjaskrá, lyfseðlasöfnun og forskriftum (4. gr.). Að því slepptu, að Lyfjastofnun ríkisins var ætlað að annast málefni, er vera mættu í höndum Lyfja- eftirlits, heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis, landlæknis og lyfjaskrárnefndar (síðar lyfjanefnd- ar), sbr. 4.-6. tölulið 2. gr., verður ékki annað séð en hér sé aftur gengin lyfj aeinkasala Guðmundar Rjörnssonar landlæknis, er taka átti gildi 53 árum áður, sbr. 3. lið á undan. Ekki verður þó séð af greinargerð, að lyfjamálanefnd hefði neitt munað til Guðmundar eða frumvarps hans. Fyrirmyndin var hins vegar sótt lil Norsk medisinal depot í Osló, sbr. greinargerð með frumvarpinu. Nefndarmenn hafa 46 LÆKNANEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.