Læknaneminn


Læknaneminn - 01.07.1979, Side 55

Læknaneminn - 01.07.1979, Side 55
þó ekki alveg getað gert upp við sig að stíga skrefið til einkainnflutnings lil fulls (sbr. 5. gr.). Með þessum lögum skyldu ákvæði urn lyfjagerð og lyfjasölu í lögum nr. 63 28. maí 1969 um verzlun ríkisins með áfengi, tóbak og lyf felld úr gildi. Ríkið var sem sagt að þjóðnýta sjálft sig samkvæmt lagafrumvarpi þessu og sú spurning hlaut því að vakna, hvers vegna lögum um Lyfjaverzlun ríkisins væri ekki fremur breytt en semja lagafrumvarp um Lyfjastofnun ríkisins? Afleitast við þetta frumvarp var þó greinargerðin með Jrví. Frumvarp Jretta náði ekki fram að ganga. Frtnnvarp til latfa titn lyfjafrtun- leitfslu (Lagt jyrir Alþingi á 93. löggjafarþingi, 1972-1973, 168. málj I 1. málsgr. 1. gr. frumvarpsins segir: „Islenzka ríkinu er heimilt að gerast stofnandi að fyrirtæki um ly fjaframleiðslu ásamt lyfsölum og lyfjafræðing- um.“ I 1. málsgr. 2. gr. segir ennfremur: „Ríkið skal eiga helming fyrirtækisins. Lyfsalar og lyfja- fræðingar, sem óska að vera aðilar að fyrirtækinu, mynda félag sem leggur sameiginlega fram hinn eignarhelming fyrirtækisins.“ I 3. gr. er tilgangi fyrirtækisins lýst svo: „1. Að starfrækja meiriháttar lyfjaframleðishlu samkvæmt löggiltri lyfjaskrá og liiggiltum lyfseðlasöfnum og lyfjaforskriftum, 2. Að stunda tilraunir og rannsóknir með það fyrir augum að framleiða sérlyf.“ Mikilvægt ákvæði er og, að ríkissjóður skyldi stofnsetja umrætl fyrirtæki, enda þótt eigi næðist samkomulag við lyfsala og lyfja- fræðinga um stofnun þess (12. gr.). Samkvæmt lög- um þessum var ekki girt fyrir, að önnur fyrirtæki ga:tu að uppfylllum tilteknum skilyrðum framleitt lyf, þar með talin sérlyf (13. gr.). Með þessum lög- um skyldu einnig ákvæði um lyfjagerð og lyfjasölu i lögum nr. 63/1969 um verzlun ríkisins með áfengi, tóbak og lyf felld úr gildi. Lög þessi voru heimildarlög, sem hefðu getað fal- ið í sér sameiningu Lyfjaverzlunar ríkisins og sam- eignarfyrirtækis lyfsala, Pharmaco hf., svo að dæmi sé tekið. Hefði þannig verið komin forsenda fyrir mjög öflugu framleiðslufyrirtæki, sem myndi hafa getað tekist á við meiri þróunarvinnu með tilliti til lyfjaframleiðslu hér á landi en kostur er enn sem komið er. Er og greinilegt af greinargerð við 3. gr., að höfundar frumvarpsins hafa í þessu efni eigi selt markið lágt. Frá mínum bæjardyrum séð gæti slíkl fyrirtæki átt mikinn rétt á sér. Annað mál er svo, hversu sameign ríkissjóðs og lyfsala hefði gengið, þegar til kastanna hefði komið. Ákvæði 12 gr. hefði heimilað ríkissjóði einhliða að setja á stofn fyrirtæki til lyfjaframleiðslu, ef samningar um sameign tækjust ekki. Með því að leggja átli niður Lyfjaverzlun ríkisins samkvæmt á- kvæðum frumvarpsins, hefði þannig í raun verið um að ræða uppstokkun á rekstri Lyfjaverzlunar ríkis- ins. Má þannig segja, að bæði þetta frumvarp og frumvarp það, sem áður er vikið að í 12. lið hafi endanlega snúist um Lyfjaverzlun ríkisins. Sterk rök hníga einmitt að því, að eftir liggi enn að setja um þetta fyrirtæki gleggri ákvæði í lögum, sbr. 3. lið á undan. Frumvarpið varð ekki útrætt á þinginu. Það var síðan lagt fram aftur á næsta þingi (94. löggjafar- þingi, 1973). Höfðu þá verið gerðar nokkrar breyt- ingar á því, sem fremur voru lil bóta en hitt. Frum- varpið náði samt ekki fram að ganga. Það var þó efnislega mun betra en frumvarpið um Lyfjastofnun íslands. I greinargerð með frumvarpi til laga um lyfjaframleiðslu gætir að vísu enn sömu tilhneiging- ar og áður að halla réttu máli með flausturslegum vinnuhrögðum. I fylgiskjali með frumvarpi til laga um lyfja- framleiðslu, þegar það var ílutt í fyrra sinn, er kast- að fram þeirri hugmyrul að skipta landinu í lyfsölu- Unnið við Granulator. LÆKNANEMINN 47

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.