Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1981, Síða 8

Læknaneminn - 01.03.1981, Síða 8
skref fram á við frá fordæmingu Viktoríutímans. SíSan beitti hann sállæknirigaraðíerð'um við með- ferS á þessum einkennum. Henry Havellock Ellis (1859-1939) gekk enn lengra en Freud. Hann gerSi sér grein fyrir því, aS kynþarfir og venjur fólks eru ákaflega mismunandi. Atti hann stóran þátt í því aS breyta viShorfi manna til þess, sem áSur hafSi veriS taliS óeSli, svo fremi, sem þaS væri hvorgum aSila til skaSa. Frá honum er komiS hugtakiS „consenting adults in private“, sem er nú víSa notaS viS lagalega skilgreiningu á því hvaS er þolanlegt athæfi og hvaS ekki. Hann lagSi einnig áherslu á aS rannsaka og lýsa eSlileg- um ferli kynþroska (sexual development). Kynlífs- rannsóknir vorra tíma byggja mikiS á athugunum Ellis og svo sömuleiSis þeir, sem stunda meSferS. ÞaS má segja, aS viShorf yngri kynslóSarinnar í dag séu svipuS hugmyndum Ellis, þó svo aS skrif hans séu fáum kunn utan þess þrönga hóps, sem vinnur á þessu sviSi. Kynsvörun Kynsvörun (sexual response) karla og kvenna er um margt ólík. AS vísu má skipta kynsvörun niSur í þætti, sem eru eins hjá báSum kynjum, og er þá tekiS miS af lífeSlisfræSilegri svörun. Masters og Johnson lýsa 4 þáttum. Sá fyrsti er erting (excita- tion), en hún á sér staS í forleik og upphafi sam- fara. Næsta stig er „slétta“ (plateau), en þaS ástand varir þar til kemur aS þriSja stiginu, sem er útrás- in (orgasm). FjórSa stigiS er svo mettun (refractory period), en þá svara kynfærin ekki ertingu. Tíma- lengd hvers stigs getur veriS mjög mismunandi og hafa fjölmargir þættir hér áhrif á. Ekki stySjast all- ir viS þessa flokkun, og hefur t. d. Kaplan, höfundur bókarinnar The New Sex Therapy, skipt kynsvörun í tvo þætti. í þeim fyrri á sér staS þrútnun æSa kyn- færa (vasocongestion), sem er undir stjórn para- sympatiska kerfisins. I þeim seinni eiga sér staS klóniskir vöSvasamdrættir kynfæra, þ. e. útrás, og eru þeir undir stjórn sympatiska taugakerfisins. Lýsingin aS ofan tekur eingöngu miS af kynsvör- un kynfæra. Kynsvörun einstaklinga er miklu víS- tækari en þetta og taka þátt í henni mörg önnur líf- færakerfi, þ. á m. heilastöSvar frá mænu og upp í heilabörk. Á þeirri löngu leiS getur margt gerst, sem truflar svörunina. En áSur en rætt er um sjúkdóma, sem geta haft truflandi áhrif á kynsvörun, þá er rétt aS geta um ýmsar breytur, sem eru innan þeirra marka er eSlilegt telj ast. Kynþörf og kynsvörun karla og kvenna er um margt ólík. AS vísu er erfitt aS greina á milli sál- rænna og menningarþátta annars vegar og líkam- legra hins vegar, en segja má, aS karlmenn svari kyn- áreiti oftar og hraSar en konur, a. m. k. fram á miSj- an aldur. Konur virSast hafa meiri þörf fyrir stöS- ugt samband viS ástmann, en karlmenn eru aftur á móti ekki eins háSir því, þ. e. þeir eru líklegri til aS eiga mök viS konur án frekari skuldbindinga. Þó svo aS margt sé líkt meS líffæra- og lífeSlisfræSi kyn- svörunar karla og kvenna, þá eru hin ýmsu stig sam- fara ekki alltaf í takt hjá þeim. KarlmaSur ertist fyrr og er því tilbúinn til samfara á undan konunni. Er hér um aS ræSa bæSi líkamlega og sálræna þætti. Eftir aS samfarir hafa byrjaS, þá fær karlmaSurinn gjarnan fullnægingu á undan konunni. Konur fá ekki fullnægingu eins oft og karlmenn, en hafa á móti hæfileika til aS halda áfram lengur og geta fengiS fullnægingu margoft meS stuttu millibili. KarlmaSurinn hins vegar fer í mettunarástand (re- fractory period), þannig aS biS verSur á aS hann geti hafiS samfarir aS nýju. Þetta misræmi hefur haldiS lifandi mörgum goSsögnum um kynlíf, sem oft geta leitt til vonbrigSa og kvíSa. Hækkandi aldur hefur áhrif á hina ýmsu þætti kynlífs, sérstaklega hjá karlmönnum. Kynþörf (li- bido) nær hámarki hjá körlum innan viS tvítugt, aS því aS taliS er, og dvínar síSan hægt meS bækkandi aldri. Hún hverfur þó aldrei undir eSlilegum kring- umstæSum. Kynþörf kvenna hins vegar er talin vera í hámarki upp úr þrítugu, og minnkar ekki mikiS eftir þaS. Ertingarhæfni (arousability) er mest hjá karlmönnum á unglingsaldri og helst há fram á miSj- an aldur, en upp úr fertugu fer hún aS dofna. Þurfa karlmenn á efri árum því aS ætla sér meiri tíma til þess aS fá erectio. Hjá konum vex svörunin hægt og sígandi fram á miSjan aldur, og helst síSan nokkuS óskert. Sömu sögu er aS segja um getu til aS ná full- nægingu bjá báSum kynjum. Lengd mettunartíma er lítil sem engin hjá konum og breytist ekki meS hækkandi aldri. Karlmenn eru alls ekki eins vel sett- 6 LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.