Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1981, Qupperneq 12

Læknaneminn - 01.03.1981, Qupperneq 12
áttu milli hjóna, og er þá vígvöllurinn gjarnan hjónarúmið. Stríðsvélarnar eru þá kynfærin, og er kynlífið notað til að tjá reiði, ná fram hefndum eða til að öðlast yfirráð yfir mótaðilanum. Er þá stutt i hvers kyns kynlífsvandamál. Skylt þessu er bein skemmdarstarfsemi í kynlífi, eins og t. d. að fara að tala um fjármál, veðrið eða skjótast út í búð í þann mund sem hinn aðilinn er tilbúinn til samfara. Eins má koma makanum úr jafnvægi með því að hugsa ekki um útlitið, þrífa sig ekki eða á annan hátt að gera sig óaðlaðandi. Þessi vandamál koma helst upp, þegar tjáskipti eru ófullkomin hjá hjónum, og þarf þá að lagfæra tjáskiptin áður en hægt er að hefja hina eiginlegu kynlífsmeðferð. Oft kemur þá í ljós, að enginn grundvöllur er fyrir frekari meðferð, þar eð sambandið er dauðadæmt. tíclstu atrifti í moiffcrff Hægt er að beita margs konar meðferð við kyn- lífsvandmálum. Mismunur milli einstakra forma er fólginn í takmarkinu, sem sóst er eftir, og aðferðum sem beitt er. Brottnám einkennis er þrengst skil- greinda takmarkið. Takmarkið má útvíkka, þannig að stefnt sé að því að bæta tjáskipti milli hjóna eða að grafast fyrir um og uppræta innri sálarflækjur. Hér verður lýst meðferðarformi, sem Helen Kaplan og samstarfsmenn hennar við Cornell háskólann í Bandaríkjunum hafa þróað. Takmarkið með með- ferð þeirra er að uppræta kynlífseinkennið, en þar sem þau beita bæði atferlismeðferð og sállækningar- aðferðum (psychotherapy), þá verður árangur með- ferðarinnar oft víðtækari. Aður en hin eiginlega meðferð er hafin, þá fer fram líkamleg skoðun til að kanna hvort til staðar séu meðverkandi líkamlegir þættir. Eins er gerð geðskoðun, bæði til að grafast fyrir um orsakir kynlífsvandamálsins og eins til að kanna, hvort viðkomandi aðili hafi nægan sálarstyrk til að fara í gegnum meðferð af þessu tagi. Það er rétt að taka fram í þessu sambandi, að meðferð á hvers kyns sálrænum vandamálum getur haft i för me ðsér aukinn kvíða, og þarf því að ganga úr skugga um, hvort meðferð sé möguleg. Meðferðin er tvíþætt. I fyrsta lagi er reynt með ýmsum aðferðum að draga úr kvíða, sem sprettur upp við náin samskipti, og í öðru lagi er beitt, ef þörf krefur, sállækningu til að minnka mótstöðu (resistance), sem oft sprettur upp, og til að leysa úr innri flækjum og samskiptaflækjum, sem koma upp á yfirborðið, þegar meðferð er hafin. Næmisaukn- ing (nautnablettir, „sensate focus“) er sá þáttur, sem notaður er sem uppistaða í flestum meðferðar- formum. Er hjónunum sagt að einbeita sér að því að veita og þiggja kynörvandi tilfinningar í formi snert- inga. Er þeim jafnframt uppálagt og jafnvel bannað í upphafi að stefna að fullnægingu. Er það gert til að gera ástarleikinn ánægjugefandi í víðtækara formi en því, að sameiginleg fullnæging sé það eina sem skipti máli. Dregur þetta úr kvíða og hjálpar þá jafnframt fólki að beina huganum að eigin svörun. Fá hjónin ráðleggingar hjá meðferðaraðila, og eru þær fólgnar í því, að þeim er sagt að gefa sér góð- an tíma heima fyrir, hátta sig og reyna að slaka á, t. d. með því að fara í bað áður en æfingin byrjar. Konan liggur síðan á maganum í rúminu, en karl- inn á að strjúka henni hægt og rólega, byrja á háls- inum og færa sig síðan niður eftir líkamanum. Kon- an á að einbeita sér að snertingunni og má gjarnan láta manninn vita, hvar henni finnst best að láta snerta sig. Karlinn hins vegar einbeitir sér að þeim tilfinningum, sem snertingin vekur með honum. Þeg- ar þetta hefur verið gert góða stund, þá snýr konan sér við og karlinn strýkur nú framhluta líkama benn- ar. I fyrstu skiptin er honum ráðlagt að snerta hvorki brjóst né kynfæri. Þegar þessu er lokið, þá tekur konan við og strýkur karlinum á sama hátt. Þeim er báðum uppálagt, að hafa ekki samfarir þó svo að bæði löngun og geta reki þau til þess. Þegar hjónin bafa gert þetta með góðum árangri í nokkur skipti, má yfirleitt sjá mótstöðu og innri flækjur koma upp. Oft eru fyrstu einkenni um þetta mótþrói gegn því að gera æfingarnar, eða þá afneitun allra viðbragða við snertingu. Þarf þá að einbeita sér að úrvinnslu þessa, áður en lengra er haldið. Ef um erf- ið vandamál er að ræða, þá þarf jafnvel að gera hlé á kynlífsmeðferðinni um tíma, eða þar til þessar flækjur hafa verið leystar að einhverju leyti. Fram- haldið á kynlífsmeðferðinni byggist síðan á því hvers kyns vandamálið er, og verður fjallað um það í næsta kafla. Þegar jjetta meðferðarform er notað, þá er með- ferðar aðili yfirleitt einn. Masters og Johnson að- 10 LÆKNANEMINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.