Læknaneminn - 01.03.1981, Síða 13
ferðin gerir ráð fyrir tveimur, karli og konu. Gerir
su aðferð einnig ráð fyrir því, að hjónin taki sér frí
i nokkrar vikur og búi í nágrenni meðferðaraðil-
anna. Er meðferðinni beitt daglega, en aðeins 2-3
vikur. Einnig er stundum gert ráð fyrir því, að ein-
ungis einn aðili komi í meðferð, og er honum þá
séð fyrir mótaðila. Aðferð Kaplan byggir hins veg-
ar á því, að báðir aðilar taki alltaf þátt í meðferð-
nini, að þeir búi heima hjá sér, og komi í 1-2 við-
töl í viku á stofu meðferðaraðila.
Hclstu hynlífsvanttainál
karlar
Vangeta (impotence). Hér er átt við að manni rísi
ekki hold. Þetta er algengt fyrirbrigði í vægu formi,
°g er talið að a. m. k. helmingur karlmanna finni
fyrir þessu öðru hvoru á lífsleiðinni. Oftast lagast
þetta af sjálfu sér, og stundum er það eingöngu
bundið við kynmök við eina manneskju, t. d. eigin-
konu eða aðra, en síðan geti maðurinn átt eðlileg
wök við aðrar konur.
Orsakir eru ýmsar. Líkamlegir kvillar og ofnotk-
un efna getur truflað þá lífeðlisfræðilegu þætti, sem
þarf til þess að hold geti risið. Sálrænar orsakir eru
af ýmsum toga og hafa áhrif á hvar og hvenær ein-
kennið kemur fram. Sem dæmi má hér nefna, að
sumum miinnum stendur ekki í forleiknum, öðrum
stendur auðveldlega þá, en linast upp þegar til sam-
fara kemur. Enn aðrir eru ekki í vandræðum ef þeir
eru klæddir, eða ef mökin fara fram á óvenjulegan
hátt og svona mætti lengi telja. En eitt er sammerkt
með öllu þessu, þetta veldur geysilegum kvíða hjá
viðkomandi. Kvíðinn gerir það síðan að verkum, að
vandamálið verður að vítahring, sem erfitt er að
losna úr, þar eð maðurinn er alltaf hræddur um, að
bann verði sér til minnkunar í næsta skipti sem hann
feynir mök. Eykur það síðan líkurnar á því, að kyn-
mökin misheppnast.
Meðferð beinist fyrst að þ ví að draga úr kvíða.
Er það gert með því að leggja fyrst áherslu á óskil-
yrta kynörvun, þ. e. sem ekki leiðir til samfara og
fullnægingar. Er það gert með þeirri tækni, sem áð-
ur hefur verið lýst. Jafnframt er lögð áhersla á, að
þó svo að erectio detti niður, þá náist hún upp aftur.
Er síðan konunni uppálagt, að örva kynfæri manns-
ins, þannig að honum standi, hætta síðan og bíða
þess, að erectio hverfi, en hefjast síðan handa á
nýjan leik. Er þetta endurtekið í nokkur skipli án
þess að komi til sáðláts. Maðurinn er oft kvíðinn á
meðan á þessu stendur, og þarf því oft að ráðleggja
honum að hugsa um eitthvað kynæsandi. Eins er
áríðandi, að hann fái tækifæri til að veita konunni
ánægju, og þá með því að strjúka henni. Þegar góð
og stöðug svörun er komin hjá manninum, þá er
komið að samförum. Þar skiptir einnig miklu máli,
að þær séu í byrjun óskilyrtar, þ. e. að þær eigi ekki
að leiða til fullnægingar. Er þá gjarnan byrjað í
stellingu, sem ertir manninn sem minnst og þá hætt
áður en til sáðláts kemur. Er ertingin síðan aukin
smám saman, og ekki er farið að tala um fullnæg-
ingu fyrir báða aðila, fyrr en maðurinn er orðinn
vel öruggur um að halda sinni erectio. Árangur af
þessari meðferð er góður, 80% ná sér fyllilega.
Rétt er að geta þess, að testosterone hefur verið
notað við vangetu með nokkuð góðum árangri. Hef-
ur það bæði sálræna og lífeðlisfræðilega verkun,
sem getur brotið þann vítahring sem áður var lýst.
Bráð sáðlát (ejaculatio praecox). Ekki eru allir
sammála um hvernig eigi að skilgreina þetta fyrir-
bæri. Sumir miða við þann tíma, sem það tekur
manninn að ná fram sáðlátum, eftir að penis er kom-
inn í vagina, oftast til 1% mínúta. Aðrir miða
við fjölda stroka og telja, að um bráð sáðlát sé að
ræða, ef manninum verður sáðlát áður en hann hef-
ur framkvæmt 10 strokur með penis í vagina. Mast-
ers og Johnson telja hins vegar, að bráð sáðlát séu
til staðar, ef maðurinn fær fullnægingu á undan kon-
unni í 50% samfara. Má ýmislegt finna að þeirri
skilgreiningu. Aðalatriðið í þessu máli er þó, að
maðurinn hefur enga stjórn á ej aculationsreflex.
Verða honum því sáðlát þegar hann er búinn að ná
vissu stigi ertingar hvort sem hann vill það eða
ekki. Viðbrögð mannsins eru kvíði og sektarkennd,
sem hann reynir gjarnan að fela, jafnvel fyrir sjálf-
um sér. Forðast hann því gjarnan kynmök, sem síð-
an veldur makanum vonbrigðum og reiði. Er það
oft konan, sem leitar meðferðar.
Orsakir eru sjaldnast líkamlegar, en þó er alltaf
rétt að gera líkamsskoðun til að útiloka sjúkdóma í
þvagfærum og taugasjúkdóma. Ýmsar kenningar
læknaneminn
11