Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1981, Qupperneq 15

Læknaneminn - 01.03.1981, Qupperneq 15
°ns), væri einkenni um vanþroska, neurosis infanli- ■is, og í framhaldi af því sagði hann, að einungis fullnæging vegna skeiðarertingar (vaginal) væri ^onum eðlileg. Ein afleiðing þessa er, að rannsókn- lr a þessu sviði hafa leitt til vafasamra niðurstaðna. Hefur t. d. orðið mjög erfitt að fá glögga mynd af tíðni truflana á fullnægingu kvenna. Talið er þó, að um 90% kvenna fái fullnægingu við samfarir og/ eða sjálfsfróun. Af þeim er líklega aðeins helmingur, sem fær fullnægingu við samfarir án þess að til komi snípiserting að auki. Þetta mál hefur valdið póliiískum deilum og hafa umræður um þetta farið mn á svið jafnréttisbaráttu. Þess má geta að lokum, uð visindamenn á þessu sviði telja sig nú hafa sýnl lram á, að aðeins sé um eina gerð fullnægingar að ræða hjá konum, og þurfi til hæði ertingu sníps og skeiðar. Rætt verður hér um orsakir allra kynlífstrullana kvenna, þar eð svo virðist, sem orsakirnar séu oft þær sömu, þó svo að einkennin verði mismunandi. kíkamlegar orsakir geta verið þær sömu og hjá karl- nionnum, en sjaldgæfara er, að þær valdi truflunum, °g yíirleitt ekki nema sjúkdómurinn sé á hærra stigi. Sjúkdómar í kynfærum sem valda sársauka, hafa þó serstöðu hér. Það sama má segja um lyf og önnur efni. Sumir telja, að getnaðarvarnarlyf dragi úr kyn- hvöt, en of fáar rannsóknir hafa verið gerðar til þess að hér sé um marktækar ályktanir að ræða. Sálrænar orsakir geta verið ýmsar eins og rakið var hér framar. Til upprifjunar er rétt að minna á IJað, að kynsvörun konunnar er hægari en karl- manns og þarf hún því oft lengri forleik og lengri samfarir eða annars konar ertingu eftir að mannin- um hefur orðið sáðlát. Oft vill það vera svo, að kon- an tjáir alls ekki þessar þarfir, og verður hún því ofullnægð. Dýpri sálrænar orsakir eiga fyrst og fremst rætur sínar að rekja til viðhorfa okkar sið- roenningar til kynlífs, sem eru til þess fallin að vekja UPP sektarkennd, hræðslu og kvíða; eins til breyttra viðhorfa á stöðu konunnar í okkar samfélagi, sem °ft valda verulegum innri árekstrum milli sjálfstæð- isþarfa og undirgefni. Eins hafa hér áhrif sálar- flækjur, sprottnar úr samskiptum við foreldra (Ödi- pal flækjur). Kynkuldi (frigidilas). Hér er um að ræða truflun a svörun við ertingu. Konan fær enga ánægju af kyn- e tingu, lífeðlisfræðileg svörun er lítil eða engin i fonni þrútnunar eða slímframleiðslu slímhúðar. Ym- is stig eru til á þessu. Til eru konur, sem geta náð íullnægingu þrátt fyrir þetta með ertingu sníps, aðr- ar eru kynkaldar undir sérstökum kringumstæðum eða með ákveðnum aðila, og er þetta skylt vangetu hjá körlum. Viðbrögð kvenna eru mjög mismunandi. Sumar konur taka þess.i með stakri ró og er nokk- uð sama. Eins eru aðrar, sem bregðast við með kvíða, sjálfsásökunum og sektarkennd. Viðbrögð maka eru líka breytileg. Til eru menn, sem telja þetta ósköp eðlilegt, en aðrir kenna sjálfum sér um. Fer þetta eítir \iðhorfum hvers og eins til kynlífs, og íeyndar eru furðu margir, jafnvel í hópi lækna, sem telja þennan skort á kynsvörun hjá konum ósköp eðlilegan. Meðferð miðar að því, að hjálpa konunni að finna til kynkennda sinna og að gleyma sér í ástar- leiknum. Fyrsta skrefið er næmisaukning (sensate focus), og er þá lögð áhersfa á, að konan segi mann- inum jafnóðum til um, hvað henni finnist gott og hvetji hann áfram. Næsta skref er erting brjósta og kynfæra, hægt og rólega, sem ekki þarf að leiða til fuflnægingar. Síðasta skrefið er síðan samfarir, og er yfirleitt talið ráðlegt, að í byrjun stjórni konan ferðinni. Lögð er áhersla á, að þetta þurfi ekki að leiða til fullnægingar. Oft fer það svo, að manninum leiðist þófið, og er konan þá hvött til að fróa honum á einn eða annan hátt. Oft þarf að eyða töluverðum tíma í viðtöl, þar eð mótstaða og ilækjur koma upp hjá báðum. Eins kemur stundum í ijós, að þó svo að konan fari að finna fyiir ertingu og jafnvel veru- legri kynsvörun, þá nær hún ekki fullnægingu. Þarf þá að meðhöndla það sérstaklega. Fullnœgingarerfiðleikar (anorgasmia). Erfitt er að skilgreina svo vel sé, hvar mörkin eru milfi eðli- legrar kynsvörunar, sem leiðir til fullnægingar, og þess ástands sem kallað er anorgasmia. Til eru kon- ur, sem aldrei hafa náð að fá fullnægingu þrátt fyr- ir mikla ertingu. Algengara er, að konur þurfa mis- mikla ertingu á sníp eða í skeið, með penis eða öðr- um ráðum, áður en til fullnægingar kemur. Eins er það með þetta eins og önnur kynlífsvandamál, að aðstæður og mótaðili hafa mikil áhrif hér á. Auð- veldast er að skilja þetta með því að nota fyrirmynd úr taugalífeðlisfræði. Sumir taugaendar eru svo LÆknaneminn 13
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.