Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1981, Blaðsíða 16

Læknaneminn - 01.03.1981, Blaðsíða 16
næmir, að þeir svara einu taugaboði með útslagi. Aðrir taugaendar þurfa fleiri boð, stundum frá mörgum taugum. Eins eru til taugar, sem auðvelda útslag (facilitating nerves) og aðrar, sem draga úr eða hindra útslag (inhibitory nerves). Á sama hátt eru til konur, sem ná fullnægingu með þvi að hugsa um eitthvað kynörvandi, aðrar með ertingu ýmissa líkamshluta. Enn aðrar fá fudnægingu við samfarir, stundum með aðstoð handa, munns eða vibrators. Og enn aðrar ná aldrei að fá fullnægingu. Viðbrögð eru mismunandi. Konur eiga auðveldara með en karlar að njóta kynhfs, sem ekki leiðir til fullnæg- ingar, en langvarandi skortur á þessu leiðir til van- sælu og oft reiði í garð maka. Orsakir eru þær sömu og við kynkulda. Meðferðin miðar að því að draga úr ofstjórn á viðbrögðum, sálrænum og líkamlegum, sem leiða til fullnægingar. Meðíerð hjá konum, sem aldrei hafa fengið fullnægingu, er að nokkru frábrugðin þeirri, sem konur fá sem eiga við staðbundna erfiðleika að stríða. Ef venjuleg næmisaukandi meðferð hjá fyrri hópnum leiðir ekki til árangurs, þá er þessum kon- um ráðlagt að reyna að fróa sér í einrúmi, fyrst með höndum, en ef það nægir ekki, þá er ráðlagt að nota vibrator um tíma. Er það yfirleitt vænlegt til árang- urs. En yfirleitt þarf að hjálpa þessum konum um leið að vinna bug á mótstöðu og sektarkennd sem upp koma. Oft þarf líka að ráðleggja þeim að ein- beita sér að kynörvandi dagdraumi meðan á ertingu stendur. Jafnhliða þessu er þeim kennt að draga saman grindarbotnsvöðva og slaka á lil skiptis. Þeg- ar þessu er náð, er næsta skrefið fólgið í því að færa þetta yfir á samfarir með maka. Meðferð hjá konum með staðbundna eða tíma- liundna erfiðleika er fólgin í því að auka kynertingu verulega fyrir samfarir, að hjálpa henni til að verða næmari fyrir viðbrögðum í skeið og að auka ertingu sníps. I þessu skyni er forleikurinn lengdur, lögð er áhersla á að draga samfarir á langinn og gera það ekki að skilyrði að þeir leiði til fullnægingar. Kon- unni er einnig ráðlagt að leita að þeim stöðum í skeið, sem veita henni mesta ertingu. Eru það yfir- leitt skapabarmarnir, ysti þriðjungur skeiðar og eins aftari hluti skeiðarops. Eru þessir staðir ýmist næm- ir fyrir snertingu eða útvíkkun. I þriðja lagi er lögð áhersla á aukna ertingu sníps eins og áður var sagt. Er það gert með mismunandi stöðum við samfarir. Mest erting verður á sníp, þegar konan er ofan á manninum og þrýstir sér ofan á hann. Auk þessa geta ýmist maðurinn eða konan ert snípinn beint með snertingu meðan samfarir eiga sér stað. Árang- ur af þessari meðferð er yfirleitt góður svo fremi sem ekki séu tii staðar veruleg taugaveiklun, geð- veiki eða ef sambandið er óstöðugt. Skeiðarkrampi (vaginismus). Hér er um að ræða ósjálfráða krampa, sem verða í skeið þegar samfarir eru reyndar. Lokast hún algjörlega. Gerist þetta oft líka þegar gera á skoðun, og þarf hún því jafnvel að fara fram í svæfingu. Þessu fylgir oft fælni (phobia) við samfarir. Þessar konur hafa oft eðlilega kynsvör- un allt þar til samfara kemur, og geta fengið full- nægingu með sjálfsfróun. Viðbrögð konunnar byggj- ast bæði á þeim sársauka, sem tilraun til samfara hefur í för með sér, og eins á undirrót fælninnar, sem hefur í för með sér kvíða og reiði, og gjarn- an algjört fráhvarf frá samlífi. Að vonum hefur þetta mjög slæm áhrif á hjónabandið, og oft kemur konan nauðug í meðferð. Orsakir eru margar. Hvers kyns sjúkdómar í kyn- færum, sem valda óþægindum eða sársauka, geta leilt til skeiðarkrampa. Skapast þá gjarnan víta- hringur, sem heldur áfram eftir að búið er að með- höndla hina líkamlegu orsök. Aðrir sjúkdómar í kviðarholi geta leitt til hins sama. Sálrænar orsakir eru of margar til að hægt sé að telja þær upp hér. Þær geta verið rótgróið ósætti við konuímynd eða hlutverk, slæm reynsla af fyrri samförum, eins og t. d. nauðgun, og vandamál í samskiptum við mak- ann. Meðferðin stefnir að því, að hjálpa konunni að þola, að skeið hennar sé útvíkkuð, svo fremi sem líkamlegar orsakir hafi verið meðhöndlaðar. Ef fælnisviðbrögð verða svo sterk að þau hindri með- ferð, þá þarf að meðhöndla þau sérstaklega. Má gera það bæði með sállæknisaðferðum og atferlis- aðferðum (systematic desensitation). Skeiðin er út- víkkuð með catheter, glerstaut eða fingri. Það skipt- ir ekki meginmáli hvað notað er, en ágreiningur er um, að hve miklu leyti makinn eigi að taka þátt í þessum þætti meðferðarinnar. Þegar því takmarki hefur verið náð að útvíkka skeiðina, og ef konan Framh. á bls. 19. 14 LÆKNANEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.