Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1981, Side 17

Læknaneminn - 01.03.1981, Side 17
Samdráttur í kransœðum Ein af orsökum hjartakveisu og hjartadreps? Þóröur Harðarson yfirlæknir, lyflækningadeild Borgarspítalans I William Osler segir í kennslubók sinni, The Prin- ciples and Practice oí Medicine (1802):1 7 „True angma, which is a rare disease, is characterized by paroxysms of agonizing pain in the region of the heart extending into the arms and neck.“ Síðan ræð- lr hann hugsanlegar orsakir lijartakveisu: . . A modified form of this vievv is that there is a spasm °f the coronary arteries . . . with great increase in intracardiac pressure.“ ÞaS er ljóst, að Osler og Heberden, sem setti fram svipaðar hugmyndir meira en hundrað árum fyrr, höfðu ófullkomna þekkingu á lífeðlisfræði hjartans. Þó eru þeir nær nútímanum en ýmsir frum- kvöðlar hjartaþræðingar, því að þeir skildu, að kransæðar eru ekki eins og pípur úr ólífrænu efni. Æðarnar geta víkkað og dregist saman og þannig valdið sjúkdómseinkennum (mynd 1). Prinzmetal lýsti árið 1959 óvenjulegri tegund hjartakveisu, sem kom einkum fram í hvíld, og hafði 1 för með sér hækkun á ST-bút hjartarits í stað ST- lækkunar eins og venjulega.18 Nú er vitað, að þessi legund hjartakveisu stafar af samdrætti í kransæð, Pótt Prinzmetal hefði skort tækni til að sanna það. Einnig er vitað, að margir sjúklingar fá bæði ST- hækkun og -lækkun á mismunandi tímum og ST- lækkun getur einnig komið fram við samdrátt á kransæð. Á sjöunda áratugnum tóku menn oft eftir því við kransæðamyndatökur, að kransæð, einkum su hægri, gat dregist saman á stuttum kafla nálægt uPptökum sínum eftir snertingu við hjartalegg. Onn- ur dæmi um samdrátt í kransæðum voru ekki kunn, enda gáfu margir læknar sjúklingum sínum nitro- glyserin, meðan á þræðingu stóð. Um 1975 var þó orðið ljóst,10 að samdráttur gat orðið á kransæð af ýmsu tilefni og oft án tilefnis. Endanleg staðfest- lng fékkst með thallium skönnun á hjartavöðva sjúklinga með Prinzmetalkveisu.11 Við það kom í Ijós, að stundum hætli blóðstreymi til stórra svæða hjartavöðvans, ST-hækkanir eða -lækkanir fylgdu í kjölfarið og virtust eiga upptök sín í sömu svæðum. Stundum var unnt að sýna samdrátt í æð á viðkom- andi svæði með þræðingu og myndatöku. Oft sást engin æðakölkun í kransæðunum. Var hér e. t. v. komin skýring þess, að um tíu af hundraði sjúklinga með hjartakveisu og hjartadrep hafa eðlilegar krans- æðar og þess, að sjúklingar, sem deyja úr hjarta- drepi eftir skammvinn einkenni, hafa sjaldan greini- legan sega í kransæð? II Árið 1976 hafði ég kynni að 26 ára bandarískum háskólanema. Árið 1974 hafði hann verið lagður inn á sjúkrahús vegna verkjar undir bringubeini.9 Hjartarit sýndi einkenni hjartadreps í leiðslu aVL (O-takki), og hvatamælingar staðfestu þá greiningu. Næsta árið hafði hann einkenni hjartakveisu í hvíld, en hjartaþræðing leiddi í ljós eðlilegar kransæðar. Haustið 1975 fékk hann aftur hjartadrep með dæmi- gerðum breytingum á T-tökkum í leiðslum II, III og aVF ásamt hvatahækkun. Enn hafði hann hjarta- kveisu, og 1976 var aftur gerð hjartaþræðing, sem sýndi algjöra lokun hægri kransæðar og tímabund- inn samdrátt í ramus anterior descendens vinstri kransæðar með ST-hækkun í framveggsleiðslum. Þremur mánuðum síðar var hann loks lagður inn með brátt framveggsdrep. Þessi sjúkrasaga sýnir glögglega ýmis þekkt einkenni samdráttar í eðlileg- um kransæðum: Endurtekið hjartadrep, hjartakveisu án tilefnis, samdrátt í kransæð við þræðingu ásamt ST-hækkun og hvernig eðlilegar kransæðar geta lok- ast varanlega á einum eða tveimur árum. III Talið er, að hjartakveisa stafi af því, að jafnvægi raskast milli súrefniskrafna hjartavöðvanna og blóð- LÆKNANEMINN 15

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.