Læknaneminn - 01.03.1981, Blaðsíða 19
Mynd 2: A. Hœgri kransœS í sjúklingi meS einkenni hjarta-
dreps. HjartaleiSsla II sýnir dœmigerSa ST-hœkkun. Krans-
niSin er alveg lokuS. - B. Þrjátíu sekúndum ejdr gjöj nitro-
giyserins. Byrjandi flœSi um hœgri kransœS. - C. Þremur
mínútum ejtir gjöf nitroglyserins. Enn sjáanleg veruleg
jrrengsli (fituhnúSur) jjar sem œSin var áSur lokuS. GóS
jylling handan Jjrengslanna. DregiS hefur úr ST-hœkkun á
kjartariti. — (Circulation 56:366. 1977.)
Yasuc et al.19 sýndu fram á það, að samdráttur í
kransæð gat átt sér stað við áreynslu (mynd 1). I
slíkum tilvikum eykst orkunotkun hjartans, en orku-
kostur minnkar. Hér er e. t. v. skýring þess, að marg-
lr sjúklingar fá hjartakveisu við mjög mismikið erf-
iði. En þeir sýndu einnig, að sama áreynsla veldur
oft samdrætti að morgni, en ekki að kvöldi. Þetta
skýrist 'hugsanlega af lágri H+-þéttni að morgni,
enda hafa vissar sýrubindandi lausnir sömu áhrif,
sómuleiðis oföndun (hyperventilation). Kalsíum
veldur samdrætti í sléttum vöðvum, en vetnisjónar
verka gegn kalsíum.
Það er mjög áhugavert, að oföndun geti valdið
samdrætti í kransæð og hj artakveisu. Flestir læknar
hafa haft kynni af sjúklingum, sem kvarta um brjóst-
verk samfara oföndun. Kransæðar reynast oft eðli-
legar við þræðingu hjá slíku fólki. Hin hefðbundna
meðferð, að láta þessa sjúklinga anda í poka, er að
sjálfsögðu fyllilega rökrétt, enda eykst við það sýru-
stig slagæðablóðs.
Heilablæðingar hafa oft í för með sér breytingar
á hjartariti, sem benda til blóðþurrðar. Vel má vera,
að þær stafi að nokkru af afbrigðilegum taugaboð-
um til kransæða. Loks er að nefna, að fræðilegar og
tilraunalegar forsendur benda lil þess, að throm-
boxan A2, histamín, serotonin og asetylkolin geti átt
þátt í samdrætti kransæða.
IV
Er hugsanlegt, að samdráttur í kransæðum geti
valdið hjartadrepi og skyndidauða? Oliva og Breck-
inridge15 gerðu hjartaþræðingu hjá 15 sjúklingum
með brátt hjartadrep innan við 12 stundir eftir
upphaf einkenna. Þeir sýndu fram á samdrátt í
þrengdri kransæð hjá sex sjúklingum, og í öllum til-
vikum jókst flæði að marki um æðina eftir töku
nitroglyserins (mynd 2). Tveir sjúklingar, sem
höfðu fullkomlega lokaða kransæð, áður en nitro-
LÆKNANEMINN
17