Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1981, Page 22

Læknaneminn - 01.03.1981, Page 22
Er ástœöa til skyndiaðgerðar við bráðri kransœðastíflu? Ari Ó. Halldórsson læknanemi Inngangtir Fáar aðgerðir eru jafn umdeildar og kransæðaað- gerðir (aorto coronary bypass grafting). Sérstaklega er deilt um: A. Arangur. Séfræðingar virðast sammála um að vel hafi tekist að aflétta hjartakveisu, en mjög er deilt um aðra þætti árangurs svo sem áhrif á hjartsláttartruflanir, hjartbilun, lífslíkur og svo framvegis.1’3 B. Abendingar aðgerð'ar. \ firleitt eru menn sam- mála um eftirtalin þrjú atriði sem ábendingar kransæðaaðgerðar:1,2,1 1. Miklir brjóstverkir (angina pectoris), þar sem lyfjameðferð dugar ekki. 2. Veruleg þrengsli á vinstri meginstofni. 3. Allar þrjár meginhjartaslagæðarnar meira eða minna lokaðar og skert starfsemi á vinstri slegli. Ymsar áhendingar eru umdeildar t. d. hj artakveisa vegna samdráttar í kransæðum (Prinzmetal angina), óstöðug hjartakveisa, endurteknar hj artsláttartrufl- anir frá slegli o. s. frv. Ég ætla að gera að umræðueíni ábendingar sem skiptar skoðanir eru um, skyndiaðgerðir við byrj- andi hjartadrepi. Saga Bráðar kransæðaaðgerðir eru nær jafngamlar á- formuðum (electivum). Sem dæmi má nefna að á árunum 1968 lil 1972 voru framkvæmdar 60 hráð- ar kransæðaaðgerðir í Cleveland.5 En kransæðaað- gerðir eru sem kunnugt er taldar hefjast um 1967 (Favalova og félagar, Cleveland),e þó fyrsta krans- æðaaðgerðin hafi verið gerð 1964' (Houston).1 Árangurinn í Cleveland af þessum fyrstu bráðu að- gerðum reyndist sambærilegur við árangur áform- aðra kransæðaaðgerða á sama tíma. Sömu sögu er að segja frá stærri stöðum í Bandaríkjunum og S.- Ameríku þar sem bráðar kransæðaaðgerðir voru gerðar.5’7'10,26 I byrjun voru þetta inniliggjandi sjúklingar sem fengu kransæðastíflu, oftast afleiðing (complication) kransæðamyndatöku. En með góðum árangri jókst mönnum ásmegin og byrjað var að gera bráðar að- gerðir á sjúklingum sem fengið höfðu kransæða- stíflu utan spítala. Fljótlega skiptust menn í tvo hópa í afstöðu sinni til bráðra kransæðaaðgerða. Á ýmsum stöðum varð bráð kransæðamyndataka og aðgerð að venjulegri meðferð við kransæðastíflu. Sumir gengu jafnvel svo langt að segja að bráð kransæðastífla væri „acut kirugiskur“ sjúkdómur. En flestur héldu að sér höndum og biðu áþreifanlegri sannana um ágæti þessarar meðferðar. Umræður lágu að mestu niðri í erlendum tímaritum frá 1974 til 1979. Það ár birtust tvær mjög athyglisverðar greinar um árangur bráðra kransæðaaðgerða. Niðurstöður þeirra svo og aukin þekking á orsökum og meinafræðilegri myndun hjartadreps, hafa á ný vakið miklar umræður um þessa ábendingu kransæðaaðgerða. Meinafræði Fylgjendur þessara aðgerða ganga út frá nokkr- um grundvallaratriðum. Þessir þættir eru taldir all- vel sannaðir og eru undirstaða nútíma kransæða- stíflumeðferð. Ég læt því nægja stuttar skýringar um hvert atriði. 1. Stœrð drepsins hefur veruleg áhrif á liorfur sjúklings.12 Bæði er um að ræða magn starfhæfs vöðvavefs sem tapast en einnig aukast líkurnar á truflun í leiðslukerfi hjartans eftir því sem drepið er stærra. 2. Fullmyndun drepsins tekur nokkrar klukku- 20 LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.