Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1981, Page 24

Læknaneminn - 01.03.1981, Page 24
TAFLA 1 Aldur 31-76 (51 ár) Tími 3,5-25 (6,5 klst.) Op.mort. 1,3% Late mort. 2,7% E.F. +34% post op. S.V. +25% — E.D.P. —40% — E.S.V. —30% — E.D.V. —15% — Tími = tími frá upphafi einkenna tíi aðgerðar. E.F. = ejectíons fractoin. S.V. = stroke volume. E.D.P. = end diastolic pressure. E.S.V. = end systolic volume. E.D.V. = and diastolic volume. ips og félaga var fyrst og fremst ætluð til að meta áihættu bráðra kransæðaaðgerða og hvaða þætti (kliniska eða rannsóknir) væri best að nota til að velja sjúklinga til aðgerðar. Engin tilraun var gerð til samanburðar við hóp sjúklinga sem eingöngu fengu lyfjameðferð. Sjúklingur var talinn hafa byrj- andi hjartadrep ef hin þrjú megineinkenni bráðrar kransæðastíflu voru til staðar, þ. e. einkennandi klinik, hvatahækkun (CPK) og breytingar á EKG. Sjúklingunum var skipt í tvo hópa. f hópi I voru 16 sjúklingar sem þurftu aðstoð til að halda eðlilegum blóðjjrýstingi (lyf eða „intraaortic balloon pump- ing“), en í hópi II voru 59 sjúklingar sem ekki þurftu á slíkri aðstoð að halda. Kransæðamyndatök- urnar voru án áfalla og aðgerðirnar gengu mjög vel. Aðeins einn sjúklingur lést á sjúkrahúsinu (þ. e. að- gerðadauði 1,3%) og tveir létust nokkrum mánuð- um síðar (þ. e. síðlát 2,7%). Allir sjúklingarnir sem létust voru úr hópi I. Ilvað varðar áhrif á blóðföll vísast í töflu 1. Þeir félagar halda því fram að þeir sem hafi slæma reynslu af bráðum kransæðaaðgerð- um hafi ekki valið sjúklinga rétt til aðgerðar. Mikil- vægast er að drepið sé ekki að fullu myndað því eins og kom fram hér að framan þá er viss hætta ef blóðflæðið er endurnýjað áður en drepið er full- myndað (reperfusion injuries). Telja þeir að besta viðmiðunin til að meta hvort drepið er enn að stækka sé brjóstverkur sjúklingsins. Einnig benda þeir á að árangur sé oft lélegur ef CPK er mjög hátt við komu á sjúkrahúsið og ef sjúklingurinn þarf hjálp til að halda uppi eðlilegum blóðþrýstingi. Athugun DeWood og félaga er aftur á móti mun viðameiri og beinist fyrst og fremst að því að bera saman sjúklinga sem annars vegar fengu hefð- bundna lyfameðferð og hins vegar þá sem voru skornir strax. Reynt var að hafa hópana sem líkasta og tókst það vel m. t. t. meðalaldurs og kynskipting- ar, fyrri sögu um brjóstverki og hjartadrep, grein- ingu bráðrar kransæðastíflu og staðsetningu dreps- ins, fjöldi sjúklinga með einnar, tveggja eða þriggja æða sjúkdóm o .s. frv. Sjúklingarnir voru kliniskt flokkaðir í fjóra hópa eftir ástandi þeirra við komu á sjúkrahús (Kilip class I—IV). Samræmi var milli hópanna nema hvað mun fleiri „class“ IV (lost ástand) sjúklingar voru í skurðhópnum. Þeir félagar létu klinikina og S-T-breytingar á riti nægja sem greiningu. CPK var ekki hækkað hjá hluta sjúkling- anna enda bentu þeir á að þessi hvati hækkaði að meðaltali ekki fyrr en 4-8 klst. eftir að einkenni byrja. Þeir sjúklingar sem höfðu hækkað CPK fóru í aðgerð að meðaltali 9,3 klst. eftir að einkenni hóf- ust (110 sjúklingar), en hinir að meðaltali 5,3 klst. (77 sjúklingar). Ef litið er á árangur kemur í ljós að sjúkrahús- dauði er mun lægri hjá þeim sem voru skornir en hinum sem aðeins fengu lyfjameðferð (5,8% vs. 11,5%) og ef Killip class IV hópurinn (lost ástand) er ekki talinn með þá er munurinn enn meiri (1,2% vs 9,3%). Dánartíðni ef litið er til lengri tíma (18 -56 mánuðir) er einnig lægri hjá þeim sem voru skornir en hinum (11,7% vs 20,5% með og 7,1% vs 18,1% án Killip class IV sjúklinganna). Skurð- TAFLA2 Sjákrahús dánartíðni Langtíma dánartíðni I 11,5% 20,5% II-A 8,1% 17,2% II-B 2,6% 3,9% I Lyfjameðferð eingöngu. II-A Acut aðgerðö CPK hækkað. Meðaltími frá upphafi ein- kenna til aðgerðar 9,3 klst. II-B Acut aðgerð. CPK eðlilegt. Meðaltími frá upphafi ein- kenna tíl aðgerðar 5,3 klst. 22 LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.