Læknaneminn - 01.03.1981, Síða 25
TAFLA3
TAFLA4
Minna en 6 klst...................... 2,0%
Minna en 10 klst..................... 3,1%
Meira en 10 klst.................... 23,1%
Dánartíðni í aðgerð (Op.mort.) miðað við tímann frá upp-
hafi einkenna til aðgerðar.
sjúklingunum var skipt í tvennt eftir því hvort CPK
var hækkað eða ekki og dánartiðni horin saman
• tafla 2). Ef aðeins eru teknir þeir sem voru skorn-
lr mnan 6 klst. frá því einkenni hófust þá var sjúkra-
hús dánartíðni þeirra 2,0% og langtíma dánartíðni
6,0% (sbr. töflu 3).
ÐeWood og félagar þykjast því hafa sýnt fram á
ef aðgerð er gerð nógu snemma á sjúklingum
með bráða kransœðastíflu þá séu horfur þeirra betri
en sjúklinga sem aðeins fá lyfjameðferð.
Ymsir hafa orðið til að gagnrýna þessa rann-
sókn.27 Bent hefur verið á að síðan hún var gerð
(1972-76) hafi árangur lyfjameðferðar batnað
mjög. Einnig hefur verið bent á að þrátt fyrir fræði-
legan bakgrunn hafi ekki verið sannað að endurnýj-
un hlóðflæðisins sé ástæða þess að skurðsjúklingun-
um reiddi betur af. Þá hefur og verið bent á að al-
roennt séu S-T-breytingar á riti og klinikin ekki látin
nsegja til greiningar á kransæðastíflu eins og De-
Wood og félagar gera. En þrátt fyrir þessa gagnrýni
°g ýmsa aðra þá þykja niðurstöður þeirra DeWood
og Phillips það athyglisverðar að frekari rannsókna
se þörf til þess að skera úr um hvort þessi ábending
kransæðaaðgerðar eigi rétt á sér.
hokaorS
Einhverjum kann að finnast að þessar umræður
eigi lítið erindi til íslenskra lækna og læknanema,
þegar haft er í huga að hjartaskurðlækningar eru
enn aðeins í burðarliðnum hérlendis. En minnumst
þess að kransæðasjúklingar eru einn stærsti sjúkl-
mgahópurinn hérlendis og allt sem lýtur að breyttri
(og bætlri) meðferð á bráðri kransæðastíflu er um-
ræðunnar virði, jafnvel þó fæst þessara nýju með-
ferðaforma komist í almenna notkun. Eg tel því
nauðsynlegt að fylgjast vel með árangri nýrra með-
ferða, sérstaklega þegar um jafn byltingarkenndar
Hve lengi verkurinn hafði staðið fyrir innlögn
Tímalengd í klst. Fjöldi sjúklinga % Dóu
Á sjúkrahúsi 1 U 1
0-4 . . 33 35,1 9
5-6 18 19,1 5
7-12 15 16,0 4
13-24 9 9,6 0
25-4S .... 5 5,3 0
>4B .... 12 12,8 2
Ekki vitað 1 1,1 1
Sjúklingar meff kransæðastíflu ssem lagðir voru inn á lyf-
læknisdeild Landsspítalans frá 1.1. 1969 tdl 1. 4. 1970.
hugmyndir er að ræða og rakið er hér að framan,
en sem þó hyggja á fræðilegum grunni.
Að lokum skulum við til gamans líta aðeins á hve
fljótt íslenskir kransæðastíflusjúklingar komast á
sjúkrahús. Tafla 4 er tekin úr grein eftir læknana
Sigurð B. Þorsteinsson, Þórð Harðarson og Sigurð
Samúelsson.30 Þar kemur meðal annars fram að
55.3% sjúklinganna komu á sjúkrahús innan 6 klst.
frá því einkenni hófust (Lsp. 1969-70). í grein
læknanna Sigurðar Guðmundssonar og Þórðar
Harðarsonar um flutning sjúklinga með bráða krans-
æðastíflu á Borgarspítalanum á árunum 1972—75
kemur fram að helmingur sjúklinganna kemst á
sjúkrahúsið innan fjögurra klukkustunda og tuttugu
mínútna frá upphafi einkenna.31 Einnig kemur fram
að flutningstíminn hefur styst mjög frá árunum rétt
fyrir 1970.
Samantekt
Greinin fjallar um hráðar kransæðaaðgerðir sér-
staklega með tilliti til áhættu og árangurs.
Vikið er að sögu slíkra aðgerða og framkvæmd
þeirra. Þá er rætt um meinafræðilega undirstöðu og
er niðurstaðan sú að miðað við dýratilraunir virðist
mögulegt að hjarga hjartavef ef blóðflæði er endur-
nýjað nógu snemma. En vissar hættur eru þó fyrir
hendi sérstaklega ef endurflæðið er gert of seint.
Tvær kannanir eru aðallega lagðar til grundvall-
LÆKNANEMINN
23