Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1981, Side 33

Læknaneminn - 01.03.1981, Side 33
dag í dag góðs af þeirri viðurkenningu, sem stofnun- inni tókst þegar að afla sér á alþjóðlegum veltvangi á fyrstu starfsárunum. A Keldum var fyrst sýnt fram á það að þurramæði og visna í sauðfé eru veirusjúk- dómar, og þar tókst fyrst að einangra þær veirur sem valda þessum kvillum og finna mörg einkenni þeirra. Hagnýtur árangur starfseminnar að Keldum fyrir íslenskan landbúnað er einnig orðinn mikill. Má þar t. d. nefna þróun á framleiðslu bóluefnis gegn garna- veiki, sem Björn Sigurðsson hafði byrjað að vinna að á Rannsóknastofu Háskólans við Barónsstíg áður en tilraunastöðin tók til starfa. Eftir umfangsmiklar tilraunir á sauðfé á sýktum svæðum tókst að sýna fram á að bóluefni Björns kemur í veg fyrir meira en 90% tjóns af völdum garnaveiki, og er það fram- leitt enn þann dag í dag lítið breytt á tilraunastöð- inni. Er reyndar lögskylt að nota það í flestum sýsl- um landsins. Fleiri tegundir bóluefna gegn sauðfjár- sjúkdómum eru framleiddar að Keldum og var fram- leiðslan á árinu 1980 sem hér segir: Garnaveikibóluefni..... 124.040 skammtar Garnapestarbóluefni .... 67.010 — Lungnapestarbóluefni . . 113.260 Lambablóðsóttarbóluefni 764>.500 Bráðapestarbóluefni .... 483.760 -— Sermi gegn lambablóðsótt og skyldum sjúkdómum 420.000 — Framleiðsla tilraunastöðvarinnar á bóluefni fyrir íslenskan landbúnað er svo mikilsverð tekjulind fyr- ir stofnunina, að hún stendur að verulegu leyti und- ir öllum reksturskostnaði öðrum en launum fastráð- inna starfsmanna, sem greidd er úr ríkissjóði. Auk þess hefur verið kleift að fjármagna að hluta ný- byggingar og kaup nýrra tækja af eigin tekjum stofnunarinnar. Aðstoð tilraunastöðvarinnar við bændur og dýra- lækna við greiningar á sjúkdómum með rannsókn á innsendum sýnum hefur verið mjög mikilsverð hjálp við íslenskan landhúnað. En á sviði sjúkdómagrein- inga hafa starfsmenn Sauðfjárveikivarna jafnan ver- ið hinir liðtækustu. Hlutur rannsóknadeildar Sauð- fjárveikivarna undir forustu Guðmundar Gíslasonar læknis, í baráttnni við Karakúlpestirnar og útrým- ingu votamæði, þurramæði og visnu úr landinu, verður seinl fullþakkaður, þótt sú saga verði ekki rakin nánar hér. Eftirmaður Guðmundar er Sigurð- ur Sigurðarson dýralæknir, sem nú veitir rannsókna- deild Sauðfjárveikivarna forstöðu. Margir ágætir vísindamenn hafa starfað á til- raunastöðinni um skemmri eða lengri líma, og verða þeir ekkiallir taldir upp hér.Björn Sigurðsson lækn- ir, fyrsti forstöðumaður tilraunastöðvarinnar, varð því miður skammlífur. Hann lést árið 1959, og er næsta furðulegt hve miklum og merkilegum rann- sóknum honum tókst að koma í verk á skammri starfsævi. Auk þeirra, sem áður er getið má nefna Margréti Guðnadóttur, prófessor í sýklafræði við læknadeild háskólans, sem starfaði að veirurann- sóknum manna og dýra á Keldum áður en hún flutti í núverandi húsnæði á Landspitalalóðinni, en með henni má segja að veirurannsóknir manna hafi flust frá Keldum. Þá má nefna dr. Halldór Þormar, sem nú starfar vestan hafs, að veirurannsóknum, en eftir hann liggur mikið starf í rannsóknum á visnu- og mæðiveiru. Eftir að Björn Sigurðsson lést árið 1959 gegndi Páll A. Pálsson stöðu forstöðumanns til- raunastöðvarinnar allt fram til 1967 að Guðmundur Pétursson var skipaður í það starf. Páll hefur starf- að á tilraunastöðinni allt frá upphafi. Hann hefur verið mjög mikilvirkur við sjúkdómarannsóknir og skrifað mikið um þau efni bæði visindagreinar og fræðslugreinar. Enn þann dag í dag má segja að rannsóknir á hæg- gengum veirusjúkdómum, einkum visnu, mæði og riðu, séu meginviðfangsefni tilraunastöðvarinnar á vísindasviðinu. Umfangsmiklar rannsóknir á patho- genesis visnu hafa farið fram á tilraunastöðinni um langt árabil. Síðustu 7 árin höfum við starfað að um- fangsmiklum sýkingartilraunum, þar sem reynt hef- ur verið m. a. að, gera sér grein fyrir því, hvern þátt ónæmissvörun gæti átt i framköllun heilaskemmda í visnu og kanna nánar hvers eðlis skemmdirnar væru. Rannsóknir á visnu eru taldar hafa sérstaka þýðingu vegna þess samanburðargilöis, sem þær kynnu að hafa við rannsóknir á sclerosis disseminata í mönn- um. Ekki er þó svo að skilja að visna sé talin ná- kvæmt líkan af sclerosis disseminata, en vonast er til þess að ákveðnir þættir í meingerð visnu gætu verið svipaðs eðlis og þeir sem koma við sögu í sclerosis disseminata. Mætti þannig fá upplýsingar, sem gagn- LÆKNANEMINN 31

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.