Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1981, Qupperneq 37

Læknaneminn - 01.03.1981, Qupperneq 37
Og beitt m. a. við rannsóknir á hæggengum veiru- sjúkdómum. Ýmsir hafa lagt hönd á plóginn. Eggert Gunnarsson dýralæknir stundaði framhaldsnám í Noregi og heitti þá meðal annars ýmsum rannsókn- araðferðum í ónæmisfræði, sem hafa síðan verið nýttar á tilraunastöðinni. Eggert hefur einkum feng- ist við rannsóknir á garnaveiki, en auk þess hefur hann unnið að því ásamt fleirum að koma upp mæl- ingaraðferðum á hormónum í blóði úr fylfullum hryssum. Þörf er á nákvæmum mælingaraðferðum til þess að mæla þetta hormón, en líkur eru á því að sermi úr fyifullum hryssum geti orðið útflutnings- vara, eða jafnvel hreinsað hormón úr slíku sermi. Þá hefur aðferðum ónæmisfræði verið beitt við sjúkdómarannsóknir vegna plasmacytosis í minkum, en sá sjúkdómur hefur valdið ófrjósemi og afurða- tjóni í minkabúum hérlendis. Greining hans hefur verið auðvelduð með því að taka upp svokallaða counterimmunoelectrophoresis. Þá hafa einnig verið hafnar rannsóknir á immunoglobulini laxfiska og einnig er unnið að því að framleiða prófefni sem gera kleift að rannsaka mótefnaviðbrögð í hinum ýmsu immunoglobulinflokkum sauðfjár. í undirbún- ingi er að koma upp á tilraunastöðinni radioim- munoassay, sem er mjög næm aðferð til mælinga á ýmis konar efnum, t. d. hormónum, en rannsóknir í innkirtlafræði búíjár virðast vænlegar til þess að bæta frj ósemi og afurðir búfj ár og hag bænda. Yms- ar aðrar aðferðir á sviði ónæmisfræði, svo sem hin svokallaða ELISA-aðferð til þess að mæla mótefni gegn ýmsum sýklum, bæði veirum og bakteríum, hafa verið teknar upp á tilraunastöðinni að undan- förnu. Hér hefur verið stiklað á stóru um viðfangsefni tilraunastöðvarinnar og raunar mörgu sleppt sem áhugavert mætti teljast. Viðfangsefni eru einkum á sviði sjúkdómarannsókna og þær fræðigreinar sem helst eru iðkaðar á tilraunastöðinni eru sýkla-, veiru- og ónæmisfræði, meinafræði, meinefnafræði og lífefnafræði. Erfitt er að meta hversu mikill hluti starfseminnar fellur undir það sem skilgreina má sem vísindarannsóknir og hversu mikill hluti starf- seminnar beinist að þjónustu, t. d. sjúkdómagrein- ingar með rannsóknum á innsendum sýnum og fram- leiðslu á bóluefnum. Þó má ætla að minnst 50% Hormón mœld í hryssublóði. starfseminnar geti flokkast undir vísindarannsóknir fremur en þjónustu og framleiðslustörf. Ekki liggja fyrir fastmótaðar áætlanir um þróun tilraunastöðvarinnar í framtíðinni. Margir óvissu- þættir eru þar og ólj óst er hvað verður um tengsl til- raunastöðvarinnar við læknadeild, hvort þau muni eflast eða hvort starfsemi tilraunastöðvarinnar verð- ur um sinn tiltölulega óháð annarri starfsemi há- skólans. Starfi á Keldum fylgir engin kennsluskylda, hvorki við læknadeild né aðrar háskóladeildir, og þeir starfsmenn sem fengist hafa við kennslu við há- skólann hafa sinnt því sem aukastarfi, eða þá í sum- um tilvikum að kennarar við Háskóla íslands hafa verið í hlutastarfi við tilraunastöðina. Það er skoðun mín að kennsluskyldu þeirra, sem ætla sér að ná verulegum árangri við vísindastörf, verði að stilla mjög í hóf. Hins vegar mætti örugglega auka sam- vinnu starfsmanna tilraunastöðvarinnar við ýmsa aðra vísindamenn læknadeildar og annarra deilda háskólans. Mörgum aðkallandi rannsóknaverkefnum hefur lítið sem ekkert verið hægt að sinna á Keldum vegna skorts á starfsliði, bæði sérmenntuðu og aðstoðar- fólki. Fjárveitingar til eflingar starfseminnar á Keld- um liggja ekki á lausu. Reynslan sýnir, að nær ó- gerningur hefur reynst undanfarið að fá heimildir hins opinbera til að fjölga starfsliði. Tel ég augljóst að án þeirra tiltölulegra ríflegu tekna sem tilrauna- læknaneminn 35
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.