Læknaneminn - 01.03.1981, Síða 41
hendur og fætur. Þau birtast gjarnan samhliða hita-
hækkuninni, fölna síöan og hverfa á nokkrum dögum
cÖa styttri tíma. Sjaldan tekst aö rækta meningo-
kokka úr þessum útbrotum.3 Við vefjaskoöun á þeim
sést m. a. drep í æðaveggjum (necrotizing arteritis),
sem talið er vera afleiðing ónæmisviðbragða gegn
efnum úr meningokokkum. Svipuð útbrot þessum
geta komið við gonokokkasýkingu í blóði, en þau
eru oft meiri á höndum og fótum og í þeim mynd-
ast oftast blaðra eða graftarbóla með blóðblönduðu
innihaldi.17
Liðeinkenni eru oftast verkir og eymsli við hreyf-
ingar (arthralgia) án greinanlegrar bólgu.3 Stundum
bólgna liðir og vökvi getur safnast í þá, sem við
ástungu reynist tær (serös). Er þá sennilega um að
ræða ónæmisviðbrögð í liðvefjum, líkt og t. d. við
bráða gigtsótt (febris rheumatica). Loks geta men-
ingokokkar borist í liði með blóði og valdið þar sýk-
ingum (septiskur arthritis). Eru liðsýkingar raunar
gamalþekktur fylgikvilli með heiiahimnubólgu og
er þeirra getið í greinum allt frá byrjun 19. aldar,
þegar menn fóru fyrst að gefa gaum að heilahimnu-
bólgufaröldrum.19
Allmisjafnt er hversu háa hundraðstölu menn gefa
upp af liðbólgu sem fylgikvilla með heilahimnu-
bólgu af völdum meningokokka eftir að farið var að
greina þá bakteríu í lok síðustu aldar. Flestir gefa
upp tölur á bilinu 4-6%, sumir 1-2% og aðrir miklu
hærri tölur.1 9 Þess ber þó að geta, að flestar þessara
greina eru skrifaðar fyrir tilkomu súlfalyfja, en þau
voru nýkomin í notkun er meningokokkafaraldur
breiddist út í síðari heimsstyrjöldinni. Brevttu þau
lyf og síðar önnur sýklalyf mjög gangi meningo-
kokkasýkinga, lækkuðu dánartölur og fækkuðu vafa-
laust fylgikvillum.
Meningokokkasýkingar í liðum eru á hinn bóginn
fátíðar miðað við liðsýkingar af völdum baktería yf-
irleitt. I yfirlitsgrein frá 1966 um liðsýkingar í 117
börnum greindust aðeins 2 af völdum meningokokka
af þeim 71, sem bakteríugreining tókst hjá. Klasa-
sýklar voru algengasta orsökin og Hemophilus in-
fluenzae typa b hjá börnum innan 2ja ára.18 Liðsýk-
ing af völdum meningokokka er oftast í einum eða
fáum af stærri liðum, hné. olnboga, öxl, mjöðm eða
ökkla. Ekki tekst alltaf að rækta meningokokka úr
liðvökvanum, þó að aðstæður til ræktunar séu góð-
ar, en líkur á ræktun þeirra minnka að sjálfsögðu,
ef sýklalyfjameðferð er hafin áður en liðvökvinn er
tekinn. Liðsýkingar af völdum meningokokka valda
yfirleitt ekki varanlegum skemmdum á liðum, en lið-
bólgan hverfur venjulega ekki um leið og sýklinum
er útrýmt, heldur helst í nokkurn tíma á eftir.19
Gangur. Hægfara meningokokkasýking í blóði get-
ur horfið án meðferðar og hefur þá varnarkerfi
líkamans ráðið niðurlögum meningokokkanna, eins
og algengt er við minni háttar innflæði baktería í
blóðrás. Ef sýkingin helst lengur en nokkra daga,
tala menn gjaman um lengda eða langstæða blóð-
sýkingu (prolonged, chronic meningococcemia).3,17
Stöku sinnum valda meningokokkar endurteknum
hita- og útbrotaköstum í vikur eða mánuði (recur-
rent meningococcemia), torskildu sjúkdómsfyrir-
bæri. I litlum hluta sjúklinganna (e. t. v. um 5%)
breytist þessi hægfara blóðsýking í bráða blóðsýk-
ingu og/eða heilahimnubólgu.7
Engin fullnægjandi skýring er enn fundin á hin-
um mishættulegu formum meningokokkasýkinga í
mismunandi einstaklingum. Nokkuð hefur verið
skrifað um vöntun á vissum komplementþáttum í
sambandi við blóðsýkingar af völdum neiss-
eria.5’12,13’18
Tíðni. Ekki er mögulegt að gefa neinar tölur um
tíðni þessa sjúkdóms, þar eð margir fá áreiðanlega
það óljós einkenni, að þeir annað hvort leita ekki
læknis eða þeir fá sýklalyf, áður en ákveðin klinisk
einkenni koma í Ijós. Þessi óljósari form sjúkdóms-
ins hafa helst greinst á hersjúkrahúsum, þar sem al-
gengt er að taka blóð í ræktun við minniháttar veik-
indi. Sjúkdómurinn kemur fyrir í öllum aldursflokk-
um, bæði hjá konum og körlum.3
Greining er ekki óyggjandi, nema það takist að
rækta meningokokka úr blóði. Það heppnast hins
vegar ekki alltaf, jafnvel þó að mörg sýni séu send í
ræktun. Þá styður það greininguna mjög, ef men-
ingokokkar ræktast úr annars konar sýnum frá sjúkl-
ingnum og hann hefur klinisk einkenni, sem gefa
ákveðinn grun um þennan sjúkdóm. Á þann hátt var
greindur sjúkdómur drengsins, sem skýrt var frá hér
að framan, meningokokkar uxu úr liðvökva frá hon-
um, en ekki úr blóði, en hjá stúlkunni uxu þeir úr
blóði. Bæði höfðu bömin klinisk einkenni, sem al-
geng eru með þessum sjúkdómi. Hækkandi meningo-
LÆKNANEMINN
39