Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1981, Qupperneq 55

Læknaneminn - 01.03.1981, Qupperneq 55
Stúdentaskiptaráðstefna IFMSA í Reykjavík 1981 Eiríkur Jónsson læknanemi Það var í þriðju viku marsmánaðar síðastliðinn vetur að hingað til lands tóku að tínast ferðalangar frá ólíklegustu afkimum þessarar jarðarkringlu. Norðan nístingskaldi lék um höfuðstaðinn eins og oft vill verða á þessum árstíma, jafnvel kaldari ef eitt- hvað var. Maður átti von á öðru eins því hingað hafði verið stefnt 37 manns frá mildari veðurfars- beltum til þinghalda. Þeir komu ekki í einum hópi heldur tíndust þeir inn einn af öðrum, allt frá þeldökkum Ghanahúum á stutterma skyrtum, yfir í þungbrýnt austantjalds- fólk umvafið rússneskum hjarndýrastökkum. Hér voru á ferðinni læknastúdentar frá 24 þjóðlöndum þeirra erinda að þinga um stúdentaskipti og ekki síst að gleðjast með glöðum þessa hversdagslegu marshelgi. Undirbúningur ráðstefnunnar hafði staðið frá haustinu áður og var í höndum Axels Sig., Ingi- hargar Hilmars., Rúrí og Möggu Odds. ásamt grein- arhöfundi. Helsta vandamálið var öflun fjár til þess að mæta útgjaldaliðum, sem eru margir við þing- hald sem þetta. Ákveðið var að afla fjárins á heið- arlegan hátt, þ. e. biðja um ríkis- og bankastyrki en leiða lyfjafyrirtæki bjá sér. Reyndist auðveit að fá styrki frá ráðuneytum og bönkum, auk þess sem Séð yfir fundarsalinn. Landspítaiinn bauð ráðstefnugestum frítt fæði allan tímann. Okkur var kappsmál að gera þátttökugjald- ið sem lægst svo þeir, sem um lengstan veg áttu að sækja, sæju sér fært að koma. Ráðstefnan hófst síðan föstudaginn 19. mars. All- ir fundir fóru fram að Hótel Heklu við Rauðarár- stíg þar sem fundagestir sváfu jafnframt. Aðstaðan var öll hin ákjósanlegasta, mátulega stór fundasalur með h'iðarherbergi fyrir ritvélar og Ijósrita. Marg- ir íslenskir læknanemar komu til hjálpar svo allt paDpírsverkið gengi snurðulaust. Borðin í salnum báru hvít spjöld, merkt þátttökuþjóðunum, sem minntu mann helst á OPEC- ellegar Sameinuðu- þjóðafundi. Létt universal tilfinning sveif á mann við að horfa yfir salinn, svo við lá að maður hróp- aði: .,1 have a dream“, sem Marteinn Luther forð- um. Þátttökugesdr voru þó vart sestir er „OPEC- spjöldin“ fóru á flakk. Ákveðnir „fyrirbotnimið- jarðarahafsmenn“ máttu ekki til þess hugsa að vera það nálægt nágrönnum sínum að myndavél næði þeim saman á mynd. Þess konar viðhorf er ekki hægt að útskýra fyrir íslenskum alþýðumanni sem álítur landadeilur og nágrannadráp eiga heima í amerísk- um kúrekamyndum og fréttunum. Þessar borðaskiptingar ásamt viðræðum við stúd- Hebresk-finnsk borðbœn. LÆKNANEMINN 53
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.