Læknaneminn - 01.03.1981, Blaðsíða 57
„Odauðleg ásýnd“.
þýddi en fékk fá svör. A þennan hátt leið kvöldið og
þessi ólíki hópur varð smám saman eitt. Það var
mikið gleðiefni að uppdaga hvað fólk er í raun og
veru líkt í sér þegar hjúpnum hefur verið kastað.
Á sunnudagseftirmiðdag bauð Vigdís forseti ráð-
stefnugestum í kokkteilboð að Bessastöðum. Vart
þarf að taka fram hvernig móttökurnar voru, en þar
sátu alþýðlegheit og vingjarnleiki í öndvegi. Mátu
útlendingarnir það mikils að vera boðnir heim til
forsetans, ekki síst vegna þess að flestir höfðu fylgst
með fréttum af kjöri hennar í gegnum dagblöð
heima fyrir.
Reyndu kokkteilgestir allt sem þeir gátu til að
smokra sér inn á myndir sem teknar voru af forset-
anum, því ásjónan varð á sömu stundu ódauðleg.
Ræður voru haldnar og útlendingar lofuðu gestrisni
og skemmtilegheit Islendinga, enda eins gott því að
öðrum kosti hefðu þeir mátt labba í bæinn.
Úr skoðunarjerð. Breiðliolt í baksýn.
Ráðstefnunni var slitið um kvöldið og ákveðið að
hittast í Aþenu að ári. Daginn eftir fór hópurinn að
Gullfossi og Geysi i brunagaddi og þótt undarlegt
megi virðast höfðu menn gaman af. Þriðjudags-
morguninn héldu flestir heim, en 12 manns urðu eft-
ir. Undirrituðum hlotnaðist sú vafasama lífsreynsla
að verða samferða þeim flokki í skoðunarferð um
Reykjavík með ekta „gæt“. Ætlar hann ekki aS lýsa
þeirri vonleysis- og eymdartilfinningu sem hann
fylltist viS akstur um Breiðholt og Árbæjarhverfi á
grámyglulegasta tíma ársins með leiðsögumanni. Ur
þessu rættist þó þegar farið var í Vesturbæjarsund-
laugina í lok „túrsins“. Þar þurfti að koma hydroph-
obiskum Hollending ásamt kulvísum Egyptum í
laugina. Eftir langar fortölur fengust þeir úr og tipl-
uðu sem sláturfé eftir laugarbakkanum og hentu sér
út í. Þegar skvampinu linnli heyrðist hrópað: „Allah,
it’s hot! “ og uppúr fóru þeir ekki í bráð.
LÆKNANEMINN
55