Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1981, Blaðsíða 57

Læknaneminn - 01.03.1981, Blaðsíða 57
„Odauðleg ásýnd“. þýddi en fékk fá svör. A þennan hátt leið kvöldið og þessi ólíki hópur varð smám saman eitt. Það var mikið gleðiefni að uppdaga hvað fólk er í raun og veru líkt í sér þegar hjúpnum hefur verið kastað. Á sunnudagseftirmiðdag bauð Vigdís forseti ráð- stefnugestum í kokkteilboð að Bessastöðum. Vart þarf að taka fram hvernig móttökurnar voru, en þar sátu alþýðlegheit og vingjarnleiki í öndvegi. Mátu útlendingarnir það mikils að vera boðnir heim til forsetans, ekki síst vegna þess að flestir höfðu fylgst með fréttum af kjöri hennar í gegnum dagblöð heima fyrir. Reyndu kokkteilgestir allt sem þeir gátu til að smokra sér inn á myndir sem teknar voru af forset- anum, því ásjónan varð á sömu stundu ódauðleg. Ræður voru haldnar og útlendingar lofuðu gestrisni og skemmtilegheit Islendinga, enda eins gott því að öðrum kosti hefðu þeir mátt labba í bæinn. Úr skoðunarjerð. Breiðliolt í baksýn. Ráðstefnunni var slitið um kvöldið og ákveðið að hittast í Aþenu að ári. Daginn eftir fór hópurinn að Gullfossi og Geysi i brunagaddi og þótt undarlegt megi virðast höfðu menn gaman af. Þriðjudags- morguninn héldu flestir heim, en 12 manns urðu eft- ir. Undirrituðum hlotnaðist sú vafasama lífsreynsla að verða samferða þeim flokki í skoðunarferð um Reykjavík með ekta „gæt“. Ætlar hann ekki aS lýsa þeirri vonleysis- og eymdartilfinningu sem hann fylltist viS akstur um Breiðholt og Árbæjarhverfi á grámyglulegasta tíma ársins með leiðsögumanni. Ur þessu rættist þó þegar farið var í Vesturbæjarsund- laugina í lok „túrsins“. Þar þurfti að koma hydroph- obiskum Hollending ásamt kulvísum Egyptum í laugina. Eftir langar fortölur fengust þeir úr og tipl- uðu sem sláturfé eftir laugarbakkanum og hentu sér út í. Þegar skvampinu linnli heyrðist hrópað: „Allah, it’s hot! “ og uppúr fóru þeir ekki í bráð. LÆKNANEMINN 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.