Læknaneminn - 01.01.1983, Page 14

Læknaneminn - 01.01.1983, Page 14
Rissmynd I. Helstu brautir sýndar. cx: cortex cerebri. ned: nuel. caudatus. th: thalamus. put: putamen. gpl: globus pallidus. sth: nucl. subthalamicus. rub: nucl. ruber, sni: substantia nigra, DA: dópamínerg braut. GABA: braut sem notar GABA fyrir boöefni. pyr: tractus pyramidalis(corticospinalis). capsula interna, líta út eins og strik á þversniði. Flestir höfundar nota nafnið „corpus striatum", sumir að- eins „striatum“ og aðrir tala um „neostriatum, því þessir kjarnar eru ungir í þróuninni. Globus pallidus er af sumum nefndur „pallidum" (samanber striatum), en af öðrum „paleostriat- um“ þar eð hann er eldri en neostri- atum áður nefnt. Þessi nöfn skiljast best af eftirtöld- um þrem anatomiskum jöfnum: neostriatum = striatum = corpus striatum = putamen & nucl. caud- atus paleostriatum = pallidum = globus pallidus nucl. lentiformis = globus pallidus & putamen6 Þessir djúpkjarnar mynda ásamt heilaberki svokallað extrapyramidal taugakerfi. Það er í grófum dráttum lokaður hringur, samanber rissmynd II. Kerfið er nauðsynlegt allri fínni hreyfistjórn. Það byggist aðallega á jafnvægi milli tveggja boðefna: Acetýlkólíns sem er örvandi og dópamíns sem er letjandi. Fleiri boð- efni koma þar við sögu, svo sem GABA (G-G-G-GASSSSSS). Þau hafa enn ekki mikla klíníska þýðingu að því er varðar Parkinsons sjúkdóm. Frá substantia nigra liggja dópa- mínergar brautir til corpus striatum og globus pallidus, merktar DA á rissmynd. Þangað koma kólínergar brautir annars staðar frá, t.d. frá heilaberki. Braut sem notar GABA sem boðefni liggur frá corpus striat- um til subst. nigra og tengist á dópa- mínergar frumur. Það er háð jafn- væginu milli dópamínáhrifa og áhrifa acetýlkólíns hve globus pallidus er virkur, en frá honum fara boð endan- lega út og niður í gegnum nucl. subthalamicus og nucl. ruber.3 / paralysis agitans skemmast dópa- mírtergar taugafrumur í substantia nigra. örvandi kólínerg áhrif á 12 LÆKNANEMINN - 36. árg.

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.