Læknaneminn - 01.01.1983, Blaðsíða 33
Lyme sjúkdómur
Guðmundur M. Stefánsson, stud. med.
Hjörtur Oddsson, stud. med.
Formáli:
Árið 1975 kom húsmóðir nokkur í
þorpinu Old-Lyme í Connecticut
fylki í U.S.A. í heimsókn í stöðvar
heilhrigðisyfirvalda fylkisins, og
sagðist eiga erfitt með aö trúa því að
12 börn í heimabæ hennar, sem taldi
um 5000 íbúa, hefðu veikst af Juven-
ile Rheumatoid Arthritis (JRA) um
svipað leyti.
Á sama tíma barst heilbrigðisyfir-
völdum fylkisins einnig frétt þess
efnis, að húsmóðir ein á sama svæði
hefði sagt að liðbólgur væru „að
ganga'* í fjölskyldunni, bæði meðal
barna og fullorðinna. Petta þótti
heilbrigðisyfirvöldum að vonum
grunsamlegt og fljótlega var Allen C.
Steere og félögum við Yale háskóla
falið að rannsaka þessi óvenjulegu
tilfelli.
annan sjúkdóm en JRA og margt
benti til að orsökina væri að finna í
umhverfi sjúklinga, sbr. mismun í
árstíðadreifingu á JRA og Lyme
sjúkdóm, en umhverfisrannsóknir
sem gerðar voru gátu ekki tengt lil-
fellin saman m. t. t. sameiginlegra
umhverfisþátta. Þó kom fram að
dreifbýlis- og skógarsvæði voru
meira útsett fyrir Lyme-sjúkdóm en
þéttbýli og gróðurminni svæði, og
vaknaði sá grunur að orsökina væri
etv. að finna í hinni lifandi náttúru,
og voru skordýr sterklega grunuð.
Ennfremur kom fram að ef lið-
bólgu einkenni komu fram hjá
nokkrum einstaklingum sömu fjöl-
skyldu, þá komu þau einkenni ekki
endilega á saina tíma, sem benti til að
sjúkdómurinn bærist ekki bcint
manna á milli.
Skordýrahugmyndin beindi nú at-
hyglinni að húð sjúklinganna og fram
kom að 25% áðurnefnds sjúklinga-
hóps minntust framkomu húðút-
brota 1—24 vikum áður en Iiðbólgu-
einkennin komu fram. Staða þessara
útbrota á líkamanum benti til að
skordýr gæti verið orsakavaldur, þar
sem útbrotin voru staðsett á líkams-
stöðum sem yfirleitt eru þakin klæð-
um dags daglega. Lýsing á þessum
húðútbrotum kom vel heim og sam-
an við sérstaka tegund útbrota sem
nefndust Erythema Chronicum
Migrans (ECM), sem ekki voru vel
þckkt í U.S.A., en hafði verið lýst í
Evrópu frá því um síðustu aldamót.
Etiologia:
Sjúklingahópurinn sem Steere og fé-
lagar rannsökuðu samanstóð af 51
einstaklingi, þar sem 39 voru börn en
12 fullorðnir. Taflan hér á eftir, no.
1, sýnir niðurstöður rannsóknarinn-
ar, þar sem bornir voru saman JRA
og þessi nýja sjúkdómsmynd, er fljótt
var nefnd Lyme sjúkdómur.
Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu
fram á að Lyme-sjúkdómurinn var
staðbundinn. Tilfellin'komu fram í
ákveðnum bæjarfélögum í Connecti-
cut-fylki, nefnilega þorpunum Old
Lyme, Lyme og East Haddam. Við
fjórar götur í ?? veiktist tíunda hvert
barn af Lyme sjúkdómi. Dreifing til-
fella benti til að hér væri um að ræða
Tafla 1.
JRA Lyme sjd.
1) Liðbólgueinkenni í mörgum liðunr > 50% tilfella 2% tilfella
2) Iridocyclitis + ANA (antinuclear antibodies) > 25% tilfella 0% tilfella
3) Aldur 1-3 ára
9-11 ára Meiri aldursdreif.
4) Kyndreifing m.t.t. fram- komu liðbólgna í fáa liði / =3:1 / =1:1
5) Rheumatoid Factor(RF) Fannst hjá eldri Fannst ekki
6) Algengi á Lyme svæði einstaklingum 1 100
7) Árstíðadreifing enginn mismun. Öll tilfelli
8) Fjölskyldusaga minni bund. v/ vor/haust meiri
LÆKNANEMINN - 36. árg.
31