Læknaneminn - 01.04.2005, Blaðsíða 47

Læknaneminn - 01.04.2005, Blaðsíða 47
Launabarátta Ungra Lækna Kæru læknanemar í vor útskrifast nýr hópur ungra lækna sem hefur náð sínu helsta markmiði í lífinu. Lokið er háskólamenntun sem gefur gríðarlega möguleika í framtíðinni. Hvort sem vinnan er við að sinna veikum eða stunda rannsóknir höfum við valið starf sem er í senn göfugt og skemmtilegt. í lok þessa árs eru kjarasamningar sjúkrahús- og heimilis- lækna lausir. Því er þegar farin af stað vinna vegna komandi kjaraviðræðna. Ungir læknar hafa oft tengt kjaraviðræður og kjarasamninga við brostnar vonir þar sem farið var af stað með háleit markmið. í síðustu kjarasamningum sem voru undirritaðir 2002 var mikil óánægja meðal ungra lækna. Þessi óánægja leiddi til þess að Félag Ungra Lækna sagði sig úr Læknafélagi íslands. Reynt var að fara fyrir Félagsdóm til að fá kjarasamningnum hnekkt. Staðan var hins vegar sú að þótt fulltrúar FUL í samninganefnd sjúkrahúslækna hefðu ekki skrifað undir kjarasamninginn þá var FUL hluti af Læknafélagi íslands þegar samningurinn var undir- ritaður og ungir læknar því skyldugir til að fara eftir þeim kjörum sem okkar var úthlutað í þeim samningi. í síðasta kjarasamningi fengu ungir læknar 24.5% hækkun á grunnlaun sín. Síðan þá hefur orðið 9,3% launahækkun á samn- ingstímanum. Eru þessar hækkanir sambærilegar við launa- hækkanir sem önnur stéttarfélög fengu á þessum tíma þó margar undantekningar séu á því. í sama samningi fengu sérfræðingar um 64,5% hækkun á sin grunnlaun. Var sú hækkun útskýrð sem að sérfræðingar hefðu gefið eftir greiðslur fyrir vaktir. Að hluta til er það rétt en þó ekki svo mikið að 40% eigi að muna á launahækkunum ungra lækna og sérfræðinga. Annað sem gerðist í síðasta samningi var að sett var inn ákvæði um „Lækna í starfsnámi". Voru allir „Læknar í starfsnámi" undirþegnir almennum ákveðum um vinnuvernd og skipan vinnutíma. Það sem þetta þýddi var að ungir læknar höfðu ekki rétt til hvíldartíma né voru nein hámörk um hámarksvinnutíma. Fyrir þessa samninga höfðu ungir læknar haft rétt á hvíldartíma og miðað við meðalvinnuálag þá samsvaraði þetta 1 auka grunnlaunum á ári. Því var um hreina launaskerðingu að ræða. í mars 2003 voru svo sett inn ný ákvæði í lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Var þar verið að taka inn tilskipun frá Evrópusambandinu um vinnutímalöggjöf. íslensk stjórnvöld ákváðu að óska ekki eftir undanþágu fyrir Lækna í starfsnámi og því tók löggjöfin einnig til ungra lækna. Þetta fól það í sér að Læknar í starfsnámi eru ekki lengur undanþegnir almennum ákvæðum um hvíldartíma þó við séum ekki beint með frítökurétt enda er það samningsatriði. Hins vegar hefur ekki gengið að fá vinnuveitendur okkar né stjórnvöld til að samþykkja að um Lækna í starfsnámi gildi reglur um almennan hvíldartíma. Því bendir allt til þess að á vordögum muni Lækna- félag íslands fyrir hönd Félags Ungra Lækna fara í dómsmál til að fá þennan rétt samþykktan. Það sem skiptir hins vegar læknanema mestu máli er hvað gerist í næstu kjarasamningum. Það eru læknanemar á efri árum sem munu lengst þurfa að vinna eftir þeim kjarasamningi sem samþykktur verður næsta vetur. Sú breyting hefur orðið á samninganefndinni að heimilis- læknar eru nú hluti af nefndinni. Því sitja nú við sama borð allir læknar sem starfa á ríkisstofnunum. Ætti þetta að gera samn- inganefndina sterkari og minnka líkur á því að einn hópur nái að valta yfir aðra. Innan Félags Ungra Lækna hafa farið fram miklar umræður um hvernig haga eigi kjaraviðræðum ungra lækna. Ákveðið var haustið 2003 að ganga aftur inn í Læknafélag íslands en þó með ákveðnum varnöglum um næstu kjarasamn- inga. Það hefur hins vegar verið ákveðið að taka þátt í samn- inganefnd með sérfræðingum á sjúkrahúsum og heimilis- læknum. Hefur FUL skipað 2 fulltrúa í samninganefndina en þeir eru greinarhöfundur og Bergþór Björnsson deildarlæknir á skurðdeild. Samninganefndin hefur þegar fundað nokkrum sinnum og hafa fulltrúar FUL sett fram sínar hugmyndir varðandi launakjör ungra lækna í komandi kjarasamningi. Hefur verið tekið vel í þær hugmyndir og einnig Ijóst að eitt helsta baráttumál næstu samn- inganefndar verður að leiðrétta réttindaleysi ungra lækna. Of snemmt er að koma fram með hvaða kröfur við munum leggja fram í næstu samningum. Hins vegar er Ijóst að ungir læknar telja sig eiga inni nokkra leiðréttingu á sínum launum og að bilið milli yngstu sérfræðinga og reyndra deildarlækna verði minnkað. Einnig þarf að skoða sérstaklega þær breytingar sem hafa orðið á síðustu árum með mikilli aukningu á möguleikum á framhaldsnámi á íslandi. Hefur orðið til nánast nýr hópur deild- arlækna sem jafnvel eru hér heima í 4-6 ár eftir veitingu lækn- ingaleyfis. Óeðlilegt verður að teljast að ca. 200.000 kr. munur sé á grunnlaunum reyndra deildarlækna og yngstu sérfræðinga. Er það stefna fulltrúa FUL í samninganefndinni að þetta bil verði minnkað verulega. Ég hvet læknanema til að fylgjast grannt með þróun mála næsta vetur og taka virkan þátt í allri umræðu. Læknanemar á 4-6. ári hafa fullan aðgang að heimasíðu FUL og eru velkomnir á alia fundi sem haldnir eru á vegum okkar. Það er mikilvægt að læknanemar geri sér grein fyrir því að við erum að semja fyrst og fremst fyrir ykkur. Með baráttukveðju Bjarni Þór Eyvindsson Formaður Félags Ungra Lækna LÆKNANEMINN 1 . tbl. 2005 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.