Læknaneminn - 01.04.2005, Blaðsíða 89
Verkefni 3. árs læknanema
þó einstaka sjúklingur hafði lágt kalkgildi. Beinvísar flestra voru
sömuleiðis eðlilegir. DEXA mælingar sýndu að átta sjúklingar
höfðu beinrýrnun en þrír höfðu beinþynningu samkvæmt WHO
skilgreiningunni. Samanborið við einstaklinga á sama aldri (Z-
gildi) þá voru sex sjúklingarnir með beinþéttni einu staðalfráviki
neðan aldursviðmiðana.
Umræða: fslenski sjúklinga hópurinn er lítill og því verður að
takamarka ályktanir. í heild virðist hópurinn hafa eðlilega bein-
umsetningu og beinþéttni en einstaka sjúklingar voru með lægri
beinþéttni borið saman við aldursviðmið og einstaka sjúklingar
höfðu óeðlilegt kalk, paratýrín og D-vítamín gildi.
Ályktun: Rannsókn okkar sem nær yfir alla íslenska sjúklinga
með herslismein sýnir að kanna verður beinþéttni þessara sjúk-
linga og útiloka að um undirliggjandi orsakir séu að ræða.
Ennfremur verður að tryggja sjúklingum með herslismein full-
nægjandi beinverndandi meðferð.
Lykilorð: Systemic sclerosis, Scleroderma, Osteophorosis.
Mynstur klumbufótaaðgerða á íslenskum
börnum 1985-2000
Dagur Bjarnason', Halldór Jónsson jr.2, Sigurveig Pétursdóttir2,
Höskuldur Baldursson2.
'Læknadeíld Háskóla íslands, "Bæklunarskurðdeild Fossvogi.
Inngangur: Klumbufótur (talipes equinovarus adductus) er einn
algengasti neðri útlima gallinn sem barnabæklunarlæknar þurfa
að glíma við í dag. Meðferð hans getur orðið bæði erfið og ófyr-
irsjáanleg. Nýgengi klumbufótar var rannskað hérlendis árið
2002 og reyndist það vera lækkandi á tímabilinu 1985-2000;
það var í lok þess orðið 0,9 á hverjar 1000 fæðingar. Þessar
niðurstöður eru í samræmi við það sem þekkist í okkar
nágrannalöndum. Flest börn hér á landi eru sett í þriggja
mánaðar gipsmeðferð, sem fyrst eftir fæðingu, til að reyna rétta
aflögunina. Ef slík meðferð skilar ekki ásættanlegum árangri
innan þess tímabils er gerð aðgerð. Almennt er talið að u.þ.b
30-70% barnanna þurfi að gangast undir einhverskonar skurð-
aðgerð eftir hefðbundna gipsmeðferð.
Tilgangur:
Kanna fjölda klumbufótaaðgerða á tímabilinu 1985-2000.
Kanna hlutfall þeirra sem fóru í aðgerð.
Kanna helstu ástæður fyrir aðgerð
Kanna kynjamun þeirra sem fóru í aðgerð.
Efni og aðferðir: Upplýsingar voru sóttar úr sjúkraskrám þeirra
sem höfðu verið lagðir inn vegna aðgerðar 1985-2000 til að fá
samanburð við nýgengistímabilið. Kennitala og nöfn voru fundin
undir ICD- greininganúmerunum 754,5; 754,7; Q66,0 og
Q66,8. Einnig fengnar upplýsingar um, aðgerðardaga, aðgerð-
arfjölda, tegund aðgerðar og ástæðu aðgerðar. Tölfræðilegar
upplýsingar voru unnar í Microsoft Excel®.
Niðurstöður: Fjöldi þeirra sem fóru í aðgerð og voru fæddir
1985-2000 voru 48, 36 drengir (75%) og 12 stúlkur
(25%).Miðað við að 222 greindust með klumbufót á sama tíma-
bili fóru 21,62% (48) í að minnsta kosti eina aðgerð. Sjötiu og
fimm aðgerðir voru framkvæmdar á sama tímabili sem er að
meðaltali 4,69 aðgerðir á ári. Af 75 aðgerðum voru 56 (74,66%)
gerðar á drengjum en 19 (25,34%) á stúlkum. Drengir þurftu að
meðaltali 2,11 aðgerð til að laga aflögunina en stúlkur 1,66
aðgerð.
Ályktun: Samkvæmt þessum niðurstöðum fara þrisvar sinnum
fleiri drengir (36) en stelpur (12) í aðgerð vegna klumbufótar. Auk
þess sem fleiri drengir fara í aðgerð þurfa þeir einnig á fleiri
aðgerðum að halda til rétta aflögunina. Heildarhlutfall þeirra sem
þurftu á aðgerð að halda er lægra en sambærilegar erlendar
tölur.
Stigun og meðferð brjóstakrabbameins á
íslandi 1995 - 1998
Davíð Þór Þorsteinsson', Þorvaldur Jónsson2, Laufey Tryggvadóttir3,
Elínborg Ólafsdóttir3
'Læknadeild Háskóla íslands, "Skurðlækningadeild Landspltala, “Krabbameins-
skrá.
Inngangur og markmið: Brjóstakrabbamein er algengasta
krabbamein kvenna á Vesturlöndum. Margvíslegum upplýs-
ingum um konur sem greindust með brjóstakrabbamein á
íslandi á árunum 1995-1998 hefur verið safnað í gagnagrunn og
er rannsókn þessi úrvinnsla úr þeim gagnagrunni. Markmið
rannsóknarinnar var að kanna stigun, rneðferð og afdrif kvenna
sem greindust með brjóstakrabbamein á rannsóknartímabilinu.
Ennfremur var athugað hvort þessir þættir væru frábrugðnir hjá
konum sem greindust við kembileit samanborið við konur sem
greindust á annan hátt. Niðurstöður voru bornar saman við
sambærilegar athuganir frá Norðurlöndunum og niðurstöður úr
eldri íslenskum rannsóknum.
Efniviður og aðferðir: Upplýsingum um stærð æxla, eitlamein-
vörp og fjarmeinvörp voru flokkaðar samkvæmt TNM kerfi
American Joint Committe on Cancer (AJCC) og klínískt sjúk-
dómsstig ákvarðað. Meingerð og hormónviðtakastaða æxla
voru athuguð. Skurðmeðferðir og viðbótarmeðferðir (e. adjuvant
therapy) voru flokkaðar og greindar og kannað var hvort konur
höfðu greinst við kembileit eða á annan hátt. Kaplan-Mayer
lifunargröf voru reiknuð fyrir þýðið allt og m.t.t. sjúkdómsstigs við
greiningu. Eftirfylgni m.t.t. lifunar var a.m.k. 5 ár frá greiningu
sjúkdóms.
Niðurstöður: Á rannsóknartímabilinu greindust 490 konur með
ífarandi brjóstakrabbamein. Meðalaldur var 61 ár, 58% höfðu
krabbamein í vinstra brjósti og algengasta staðsetning æxlis var
í efri, ytri fjórðungi (55%). Helmingur æxlanna var <20 mm (T1),
36% kvenna hafði eitlameinvörp og 4% fjarmeinvörp við sjúk-
dómsgreiningu. Á klínísku stigi I voru 35% sjúklinga, stigi II 48%,
LÆKNANEMINN
2005
87